Hyggst virkja Skaftá og reisa fóðurverksmiðju 12. janúar 2010 18:34 Virkjun Skaftár í landi Skálar á Síðu er á teikniborðinu og stefnt að því að framkvæmdir fari á fullt á næsta ári. Samhliða er áformað að reisa fóðurverksmiðju fyrir fiskeldi, sem nýti orkuna.Skaftá er í röð tíu vatnsmestu fljóta landsins en nú þegar hugmyndir, um að veita henni úr farvegi sínum á hálendinu vestur yfir til Tungnár- og Þjórsárvirkjana, virðast úr sögunni er eigandi Skálar, Þórarinn Kristinsson, langt kominn með undirbúning að virkjun hennar við bæinn. Hann segir stefnt að 4 megavatta rennslisvirkjun og rannsóknir, teikningar og leyfi séu komin vel af stað.Fyrir Skaftárelda 1783 var Skál talin ein besta bújörð á Íslandi. Eldhraunið stórspillti hins vegar jörðinni, tók af víðfeðmar engjar, og færði Skaftá upp að fjallsrótum. Hefðbundnum búskap var hætt á Skál fyrir um 20 árum. Síðan hefur hún verið frístundajörð, lengst af í eigu fjögurra lækna, en Þórarinn keypti hana fyrir fjórum árum.Hann hyggst stífla Skaftá neðan við bæinn og veita henni í hundrað metra löngum göngum í gegnum höfða sem skagar út í ána. Vélasamstæður komi til með að vera rúmt ár í framleiðslu og vonast hann til orkuframleiðsla hefjist árið 2011.Hann býst ekki við mikilli andstöðu. Hann segir að virkjuninni fylgi engin uppistöðulón enda verði hún rennslisvirkjun. Hún verði bara til að bæta svæðið.Faðir hans, Kristinn í Björgun, var frumkvöðull í fiskeldi með stöð sinni í Tungu í Landbroti og nú vonast Þórarinn til að fóðurverksmiðja fyrir lax og bleikju verði risin í sveitinni árið 2012. Hráefnið verði afgangar eins og afskurður og fiskislóg.Honum svíður að sjá fólksfækkunina. Það sé líka alvarlegt að meðalbóndi á svæðinu sé tíu árum eldri en annarsstaðar á landinu. Þetta sé skelfilegt og þessvegna sé nauðsynlegt að efla atvinnulíf í sveitinni. Þar séu gríðarleg tækifæri og þau verði að nýta. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Virkjun Skaftár í landi Skálar á Síðu er á teikniborðinu og stefnt að því að framkvæmdir fari á fullt á næsta ári. Samhliða er áformað að reisa fóðurverksmiðju fyrir fiskeldi, sem nýti orkuna.Skaftá er í röð tíu vatnsmestu fljóta landsins en nú þegar hugmyndir, um að veita henni úr farvegi sínum á hálendinu vestur yfir til Tungnár- og Þjórsárvirkjana, virðast úr sögunni er eigandi Skálar, Þórarinn Kristinsson, langt kominn með undirbúning að virkjun hennar við bæinn. Hann segir stefnt að 4 megavatta rennslisvirkjun og rannsóknir, teikningar og leyfi séu komin vel af stað.Fyrir Skaftárelda 1783 var Skál talin ein besta bújörð á Íslandi. Eldhraunið stórspillti hins vegar jörðinni, tók af víðfeðmar engjar, og færði Skaftá upp að fjallsrótum. Hefðbundnum búskap var hætt á Skál fyrir um 20 árum. Síðan hefur hún verið frístundajörð, lengst af í eigu fjögurra lækna, en Þórarinn keypti hana fyrir fjórum árum.Hann hyggst stífla Skaftá neðan við bæinn og veita henni í hundrað metra löngum göngum í gegnum höfða sem skagar út í ána. Vélasamstæður komi til með að vera rúmt ár í framleiðslu og vonast hann til orkuframleiðsla hefjist árið 2011.Hann býst ekki við mikilli andstöðu. Hann segir að virkjuninni fylgi engin uppistöðulón enda verði hún rennslisvirkjun. Hún verði bara til að bæta svæðið.Faðir hans, Kristinn í Björgun, var frumkvöðull í fiskeldi með stöð sinni í Tungu í Landbroti og nú vonast Þórarinn til að fóðurverksmiðja fyrir lax og bleikju verði risin í sveitinni árið 2012. Hráefnið verði afgangar eins og afskurður og fiskislóg.Honum svíður að sjá fólksfækkunina. Það sé líka alvarlegt að meðalbóndi á svæðinu sé tíu árum eldri en annarsstaðar á landinu. Þetta sé skelfilegt og þessvegna sé nauðsynlegt að efla atvinnulíf í sveitinni. Þar séu gríðarleg tækifæri og þau verði að nýta.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira