Gott að vera öryrki Bergvin Oddsson skrifar 30. desember 2010 10:22 Á Íslandi eru um 14.000 einstaklingar sem þiggja örorkulífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Ég er einn af þeim, sökum blindu minnar er ég 75% öryrki. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er sú að það er að mínu mati miklu hagstæðara að þiggja örorkulífeyri, með þeim hlunnindum sem því fylgja, en að vera úti á vinnumarkaðnum. Fyrst langar mig að nefna að ekkert tillit er tekið til einstaklingsins þegar örorkumat er metið. Allir sem eru blindir, heyrnarlausir, lamaðir, geðsjúkir eða eru með nægilega mikla þroskaskerðingu fá nákvæmlega sömu greiðslurnar frá Tryggingastofnun burtséð frá aldri, fjölda barna, hvort viðkomandi búi einn og hvort viðkomandi hafi einhverja atvinnu. Gagnvart minni fötlun er eitt að vera blindur og annað að vera mjög blindur. Tveir blindir einstaklingar hafa mjög mismunandi starfsorku, starfskunnáttu og eru með mismunandi menntun. Það er óréttlátt að sömu tveir einstaklingarnir með sömu fötlunina fái sömu greiðsluna óháð getu og reynslu. En af hverju skyldu öryrkjar hafa það svona gott, þegar litið er til venjulega launþegans í frystihúsinu, á leikskólanum og við búðarkassann? Kemur í ljós að öryrkinn hefur hærri tekjur og að auki mun fleiri hlunnindi sem aðrir launþegar fá ekki. Öryrkinn fær 28.000 kr. í heimilisuppbót ef hann býr einn. Hann fær rúmlega 18.000 kr. í barnalífeyri með hverju barni. Öryrkinn getur fengið á bilinu 300 til 1.200 þúsund krónur í bílastyrk. Sá hinn sami fær 100.000 þúsund kr. í frítekjumark ef hann er á almennum atvinnumarkaði. Ég er ekki hættur að telja upp hlunnindi öryrkja, því þeir greiða minna fyrir heilbrigðisþjónustuna og fá alltaf frítt í strætó og í sund. Rúsínan í pylsuendanum er svo að öryrkjar þurfa ekki að greiða meðlagsgreiðslur því Tryggingastofnun greiðir meðlagsgreiðslur handa fyrrverandi barnsmóður eða föður öryrkjans. Að auki greiða öryrkjar innan við 1.000 kr. í bifreiðagjöld. Með þessum skrifum er ég alls ekki að segja að öryrkjar lifi kóngalífi, heldur er ég að endurspegla raunveruleikann, þegar laun og kjör öryrkja annars vegar eru skoðuð og svo laun og hlunnindi almenna launþegans hins vegar. Það sést hér að nú þarf að lyfta grettistaki í launakjörum láglaunafólksins og ekki síst millitekjufólksins. Ég skora á alla sem koma að samningagerð launþeganna að hækka umtalsvert laun lágtekjufólksins og þeirra sem hafa laun undir 300.000 kr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru um 14.000 einstaklingar sem þiggja örorkulífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Ég er einn af þeim, sökum blindu minnar er ég 75% öryrki. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er sú að það er að mínu mati miklu hagstæðara að þiggja örorkulífeyri, með þeim hlunnindum sem því fylgja, en að vera úti á vinnumarkaðnum. Fyrst langar mig að nefna að ekkert tillit er tekið til einstaklingsins þegar örorkumat er metið. Allir sem eru blindir, heyrnarlausir, lamaðir, geðsjúkir eða eru með nægilega mikla þroskaskerðingu fá nákvæmlega sömu greiðslurnar frá Tryggingastofnun burtséð frá aldri, fjölda barna, hvort viðkomandi búi einn og hvort viðkomandi hafi einhverja atvinnu. Gagnvart minni fötlun er eitt að vera blindur og annað að vera mjög blindur. Tveir blindir einstaklingar hafa mjög mismunandi starfsorku, starfskunnáttu og eru með mismunandi menntun. Það er óréttlátt að sömu tveir einstaklingarnir með sömu fötlunina fái sömu greiðsluna óháð getu og reynslu. En af hverju skyldu öryrkjar hafa það svona gott, þegar litið er til venjulega launþegans í frystihúsinu, á leikskólanum og við búðarkassann? Kemur í ljós að öryrkinn hefur hærri tekjur og að auki mun fleiri hlunnindi sem aðrir launþegar fá ekki. Öryrkinn fær 28.000 kr. í heimilisuppbót ef hann býr einn. Hann fær rúmlega 18.000 kr. í barnalífeyri með hverju barni. Öryrkinn getur fengið á bilinu 300 til 1.200 þúsund krónur í bílastyrk. Sá hinn sami fær 100.000 þúsund kr. í frítekjumark ef hann er á almennum atvinnumarkaði. Ég er ekki hættur að telja upp hlunnindi öryrkja, því þeir greiða minna fyrir heilbrigðisþjónustuna og fá alltaf frítt í strætó og í sund. Rúsínan í pylsuendanum er svo að öryrkjar þurfa ekki að greiða meðlagsgreiðslur því Tryggingastofnun greiðir meðlagsgreiðslur handa fyrrverandi barnsmóður eða föður öryrkjans. Að auki greiða öryrkjar innan við 1.000 kr. í bifreiðagjöld. Með þessum skrifum er ég alls ekki að segja að öryrkjar lifi kóngalífi, heldur er ég að endurspegla raunveruleikann, þegar laun og kjör öryrkja annars vegar eru skoðuð og svo laun og hlunnindi almenna launþegans hins vegar. Það sést hér að nú þarf að lyfta grettistaki í launakjörum láglaunafólksins og ekki síst millitekjufólksins. Ég skora á alla sem koma að samningagerð launþeganna að hækka umtalsvert laun lágtekjufólksins og þeirra sem hafa laun undir 300.000 kr.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun