Erlent

Grunaður um að hafa ætlað að myrða Chavez

MYND/AP
Yfirvöld í Venesúela hafa handtekið 29 ára gamlan mann sem grunaður er um að hafa ætlað að ráða forseta landsins Hugo Chavez af dögum. Maðurinn var handtekinn í vesturhluta landsins nálægt landamærum Kólombíu og á hann að hafa sent SMS skilaboð þar sem tilræðinu er lýst.

Hann mun einnig hafa ferðast nokkrum sinnum til Kólombíu en samskipti landanna tveggja hafa verið afar stirð og fyrir nokkru sakaði Chaves hægri sinnuð samtök í Kólombíu um að vilja sig feigan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×