Erlent

Hér er Unnur Birna

Óli Tynes skrifar
Unnur Birna er þarna í stóra turninum, sjáið þið hana ekki?
Unnur Birna er þarna í stóra turninum, sjáið þið hana ekki? Mynd/AP

Heimssýningin í Shanghai í Kína verður opnuð á morgun með hátíð sem sögð er verða ekki síðri en opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking árið 2008.

Margir þjóðarleiðtogar eða fulltrúar þeirra verða viðstaddir. Sýningin á að standa út október og búst er við sjötíu milljónum gesta frá tvöhundruð þjóðum.

Tvær frægar og fagrar konur vitum við um á heimssýningunni. Það er Litla hafmeyjan sem er í danska sýningarskálanum og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sem vinnur í þeim íslenska.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×