Lífið

Áhugamálið tengist vinnunni

Björn Árnason heldur ljósmyndasýningu í Sjoppunni við Bankastræti á laugardag. 
Fréttablaðið/Vilhelm
Björn Árnason heldur ljósmyndasýningu í Sjoppunni við Bankastræti á laugardag. Fréttablaðið/Vilhelm

Björn Árnason opnar ljósmyndasýningu í Sjoppunni við Bankastræti 14 á laugardag. Þetta er önnur einkasýning Björns en áður hélt hann sýningu í Gallerí Gel fyrir tveimur árum.

„Ég mun sýna tíu ljósmyndir sem teknar voru í fyrra. Þetta eru einhverjar landslagsmyndir í bland við annað. Ég mynda helst bara það sem ég rek augun í hverju sinni, sama hvert myndefnið er, það verða þó engar gosmyndir á sýningunni,“ segir Björn. Aðspurður segir hann áhuga sinn á ljósmyndun hafa orðið til er hann hóf störf við ljósmyndavöruverslun fyrir fimm árum. „Á mínum yngri árum var ég í götulist og teiknaði einnig mikið.

Ég hafði einhvern áhuga á ljósmyndun en sá áhugi jókst þegar ég fór að vinna í ljósmyndavöruverslun og komst í almennilegar græjur.“

Björn hefur einnig myndað hljómsveitir á borð við Mínus og Esju við tónleikahald en þykir persónulega skemmtilegra að taka listrænar ljósmyndir. Opnun sýningarinnar er klukkan 18.00. -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.