Erlent

Útför 46 sjóliða

Opinber útför 46 suður-kóreska sjóliða fór fram í gær.
Opinber útför 46 suður-kóreska sjóliða fór fram í gær. Mynd/AP

Opinber útför 46 suður-kóreska sjóliða sem fórust þegar herskip sprakk í tvennt og sökk í síðasta mánuði fór fram í gær. Skipið var 1200 tonn að stærð með 108 manna áhöfn. Búið er að ná flaki þess upp á yfirborðið. Erlendir sérfræðingar eru sagðir hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi orðið sprenging innanborðs í skipinu.

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa gætt þess að kenna Norður-Kóreu ekki opinberlega um aðild að málinu. Almenningur telur hins vegar að norður-kóreski herinn hafi grandað skipinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×