Erlent

Atvinnuleysi á Spáni mælist nú 20 prósent

Jose Luis Zapatero forsætisráðherra Spánar.
Jose Luis Zapatero forsætisráðherra Spánar.

Atvinnuleysi á Spáni hefur náð nýjum hæðum en hagstofa Evrópusambandsin, Eurostat, birti í dag nýjar atvinnuleysistölur fyrir álfuna. 20 prósent Spánverja eru nú atvinnulausir eða 4,6 milljónir manna. Aðeins í Lettlandi er staðan verri en á síðasta ársfjórðungi var mældist atvinnuleysið á Spáni 19 prósent.

Jose Zapatero forsætisráðherra Spánverja segist vonast til þess að nú sé toppnum náð og að draga fari úr atvinnuleysinu á næstu misserum.

Meðartalsatvinnuleysi innan Evrópusambandsins mælist nú 9,6 prósent en það þýðir að 23 milljónir Evrópubúa eru nú án atvinnu.

Best er staðan innan sambandsins í Hollandi og Austurríki, þar sem prósentan er 4,1 og 4,9.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×