Schumacher og Mercedes vex ásmeginn 27. október 2010 15:13 Michael Schumacher hefur þótt snjall í rigningu og náði fjórða sæti á Mercedes í Suður Kóreu á sunnudaginn. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að liði síni hafið vaxið ásmeginn að undanförnu, en Michael Schumacher náði fjórða sæti í tilþrifamikilli keppni í Suður Kóreu á sunnudaginn. Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers féll úr leik eftir að Mark Webber ók í veg fyrir hann eftir óhapp. Webber var í öðru sæti þegar bíll hans rakst á varnargirðingu, eftir að hafa snúist á kanti. Schumacher lauk keppni í sjötta sæti í mótinu á undan í Japan og varð fjórði í Suður Kóreu í mikilli rigningarkeppni á eftir Fernando Alonso á Ferrari, Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa á Ferrari. "Við erum á réttri leið, en þetta hefur tekið okkur lengri tíma en við áttum von á, en við erum alltaf að sjá framfaraskref og raða þessu saman fyrir næsta tímabil", sagði Brawn í frétt á autosport.com. Merecedes menn ákváðu að leggja meiri áherslu á bíl næsta árs, eftir að ljóst var að 2010 bíllinn stóðst ekki samanburð á við liðin í toppslagnum. Brawn segir að liðið sé núna að skilja betur hvaða bíl það er með í höndunum í dag og það skili betri árangri og menn séu að læra tökin á tækninni. Brawn varð meistari í fyrra með eigið lið, sem hann seldi síðan til Mercedes. Brawn telur að Rosberg hefði getað náð öðru sæti í Suður Kóreu, ef Webber hefði ekki lent á varnarvegg, en bíll hans rann síðan í veg fyrir Rosberg. Nokkuð sem Rosberg hefur gangrýnt og taldi hann að Webber hefði átt að stöðva bílinn, en hann var að reyna að halda áfram. Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að liði síni hafið vaxið ásmeginn að undanförnu, en Michael Schumacher náði fjórða sæti í tilþrifamikilli keppni í Suður Kóreu á sunnudaginn. Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers féll úr leik eftir að Mark Webber ók í veg fyrir hann eftir óhapp. Webber var í öðru sæti þegar bíll hans rakst á varnargirðingu, eftir að hafa snúist á kanti. Schumacher lauk keppni í sjötta sæti í mótinu á undan í Japan og varð fjórði í Suður Kóreu í mikilli rigningarkeppni á eftir Fernando Alonso á Ferrari, Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa á Ferrari. "Við erum á réttri leið, en þetta hefur tekið okkur lengri tíma en við áttum von á, en við erum alltaf að sjá framfaraskref og raða þessu saman fyrir næsta tímabil", sagði Brawn í frétt á autosport.com. Merecedes menn ákváðu að leggja meiri áherslu á bíl næsta árs, eftir að ljóst var að 2010 bíllinn stóðst ekki samanburð á við liðin í toppslagnum. Brawn segir að liðið sé núna að skilja betur hvaða bíl það er með í höndunum í dag og það skili betri árangri og menn séu að læra tökin á tækninni. Brawn varð meistari í fyrra með eigið lið, sem hann seldi síðan til Mercedes. Brawn telur að Rosberg hefði getað náð öðru sæti í Suður Kóreu, ef Webber hefði ekki lent á varnarvegg, en bíll hans rann síðan í veg fyrir Rosberg. Nokkuð sem Rosberg hefur gangrýnt og taldi hann að Webber hefði átt að stöðva bílinn, en hann var að reyna að halda áfram.
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira