Dagur sjálfboðaliða Ólafur E. Rafnsson skrifar 4. desember 2010 00:01 Í dag er dagur sjálfboðaliða - hóps sem býsna stór hluti þjóðarinnar tilheyrir. Þessi lítt skilgreindi hópur í samfélaginu gengur þvert á allar starfs- og menntunarstéttir, og nær til allra aldurshópa. Þessi hópur er ekki hávær, á sér fáa talsmenn, en vinnur engu að síður stórlega vanmetin verk í þágu samfélagsins. Íþróttahreyfingin er að stofni til byggð á fórnfýsi og framlagi sjálfboðaliða. Þetta vill gjarnan gleymast þegar fjallað er um starfsemi íþróttahreyfingarinnar, og stærsti hluti umfjöllunar tekur mið af örlitlum hluta í efsta lagi pýramídans. Raunar er það svo að áætlað er að allt að 25-30 þúsund Íslendingar sinni sjálfboðaliðastörfum í þágu íþróttahreyfingarinnar - í mismiklum mæli þó. Í þessu felast umtalsverð fjárhagsleg verðmæti sem telja milljarða króna - og má ætla framlagðar vinnustundir fleiri en í sumum atvinnugreinum hérlendis. Eru þá ótalin þau miklu verðmæti sem felast í menntun, gildum og viðhorfi sem fylgir því að starfa í sjálfboðavinnu. Líklega hefur okkur sjaldan verið jafn mikilvægt að leggja áherslu á þau gildi að leggja eitthvað til baka til samfélagsins. Því miður nýtur sjálfboðaliðastarf ekki ávallt viðeigandi virðingar - þó vissulega megi finna ánægjuleg dæmi þess að t.d. vinnuveitendur leggi í ríkari mæli áherslu á þann samfélagslega þroska sem slíkum störfum fylgja, auk þeirrar félagslegu reynslu sem starfsmenn öðlast. Fyrirtæki sem eru stolt af félagsstörfum og sjálfboðaliðastarfi sinna starfsmanna eru að mínu mati líklegri til að hafa góðan starfsanda og þar með aukna framleiðni. Fyrirtækjum sem hlúa að samfélagslegu sjálfboðastarfi starfsmanna sinna ber að hampa. Sjálfboðastörf í þágu t.d. íþróttafélaga, hjálparstofnana og björgunarsveita mættu án efa hafa meira vægi í rekstrarlegu umhverfi fyrirtækja - og út af fyrir sig ekkert óeðlilegt við að skattaleg umbun fylgi því að fyrirtæki hvetji starfsmenn sína til slíkra verkefna, enda felur það í sér stuðning fyrir samfélagið og hefur margföldunaráhrif fyrir þjóðina. Ég vil færa öllum sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar þakkir fyrir ómetanlegt framlag, og vil hvetja alla landsmenn til þess að kynna sér hvað er í boði að því er varðar sjálfboðaliðastörf í íþróttum - ekki síst kröftug og metnaðarfull ungmenni. Slík störf eru gefandi í góðum félagsskap samherja, fela í sér fjölbreytta og lærdómsríka reynslu af félagsstörfum, og skapa ánægju samhliða verðmætu framlagi til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í dag er dagur sjálfboðaliða - hóps sem býsna stór hluti þjóðarinnar tilheyrir. Þessi lítt skilgreindi hópur í samfélaginu gengur þvert á allar starfs- og menntunarstéttir, og nær til allra aldurshópa. Þessi hópur er ekki hávær, á sér fáa talsmenn, en vinnur engu að síður stórlega vanmetin verk í þágu samfélagsins. Íþróttahreyfingin er að stofni til byggð á fórnfýsi og framlagi sjálfboðaliða. Þetta vill gjarnan gleymast þegar fjallað er um starfsemi íþróttahreyfingarinnar, og stærsti hluti umfjöllunar tekur mið af örlitlum hluta í efsta lagi pýramídans. Raunar er það svo að áætlað er að allt að 25-30 þúsund Íslendingar sinni sjálfboðaliðastörfum í þágu íþróttahreyfingarinnar - í mismiklum mæli þó. Í þessu felast umtalsverð fjárhagsleg verðmæti sem telja milljarða króna - og má ætla framlagðar vinnustundir fleiri en í sumum atvinnugreinum hérlendis. Eru þá ótalin þau miklu verðmæti sem felast í menntun, gildum og viðhorfi sem fylgir því að starfa í sjálfboðavinnu. Líklega hefur okkur sjaldan verið jafn mikilvægt að leggja áherslu á þau gildi að leggja eitthvað til baka til samfélagsins. Því miður nýtur sjálfboðaliðastarf ekki ávallt viðeigandi virðingar - þó vissulega megi finna ánægjuleg dæmi þess að t.d. vinnuveitendur leggi í ríkari mæli áherslu á þann samfélagslega þroska sem slíkum störfum fylgja, auk þeirrar félagslegu reynslu sem starfsmenn öðlast. Fyrirtæki sem eru stolt af félagsstörfum og sjálfboðaliðastarfi sinna starfsmanna eru að mínu mati líklegri til að hafa góðan starfsanda og þar með aukna framleiðni. Fyrirtækjum sem hlúa að samfélagslegu sjálfboðastarfi starfsmanna sinna ber að hampa. Sjálfboðastörf í þágu t.d. íþróttafélaga, hjálparstofnana og björgunarsveita mættu án efa hafa meira vægi í rekstrarlegu umhverfi fyrirtækja - og út af fyrir sig ekkert óeðlilegt við að skattaleg umbun fylgi því að fyrirtæki hvetji starfsmenn sína til slíkra verkefna, enda felur það í sér stuðning fyrir samfélagið og hefur margföldunaráhrif fyrir þjóðina. Ég vil færa öllum sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar þakkir fyrir ómetanlegt framlag, og vil hvetja alla landsmenn til þess að kynna sér hvað er í boði að því er varðar sjálfboðaliðastörf í íþróttum - ekki síst kröftug og metnaðarfull ungmenni. Slík störf eru gefandi í góðum félagsskap samherja, fela í sér fjölbreytta og lærdómsríka reynslu af félagsstörfum, og skapa ánægju samhliða verðmætu framlagi til samfélagsins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar