Dagur sjálfboðaliða Ólafur E. Rafnsson skrifar 4. desember 2010 00:01 Í dag er dagur sjálfboðaliða - hóps sem býsna stór hluti þjóðarinnar tilheyrir. Þessi lítt skilgreindi hópur í samfélaginu gengur þvert á allar starfs- og menntunarstéttir, og nær til allra aldurshópa. Þessi hópur er ekki hávær, á sér fáa talsmenn, en vinnur engu að síður stórlega vanmetin verk í þágu samfélagsins. Íþróttahreyfingin er að stofni til byggð á fórnfýsi og framlagi sjálfboðaliða. Þetta vill gjarnan gleymast þegar fjallað er um starfsemi íþróttahreyfingarinnar, og stærsti hluti umfjöllunar tekur mið af örlitlum hluta í efsta lagi pýramídans. Raunar er það svo að áætlað er að allt að 25-30 þúsund Íslendingar sinni sjálfboðaliðastörfum í þágu íþróttahreyfingarinnar - í mismiklum mæli þó. Í þessu felast umtalsverð fjárhagsleg verðmæti sem telja milljarða króna - og má ætla framlagðar vinnustundir fleiri en í sumum atvinnugreinum hérlendis. Eru þá ótalin þau miklu verðmæti sem felast í menntun, gildum og viðhorfi sem fylgir því að starfa í sjálfboðavinnu. Líklega hefur okkur sjaldan verið jafn mikilvægt að leggja áherslu á þau gildi að leggja eitthvað til baka til samfélagsins. Því miður nýtur sjálfboðaliðastarf ekki ávallt viðeigandi virðingar - þó vissulega megi finna ánægjuleg dæmi þess að t.d. vinnuveitendur leggi í ríkari mæli áherslu á þann samfélagslega þroska sem slíkum störfum fylgja, auk þeirrar félagslegu reynslu sem starfsmenn öðlast. Fyrirtæki sem eru stolt af félagsstörfum og sjálfboðaliðastarfi sinna starfsmanna eru að mínu mati líklegri til að hafa góðan starfsanda og þar með aukna framleiðni. Fyrirtækjum sem hlúa að samfélagslegu sjálfboðastarfi starfsmanna sinna ber að hampa. Sjálfboðastörf í þágu t.d. íþróttafélaga, hjálparstofnana og björgunarsveita mættu án efa hafa meira vægi í rekstrarlegu umhverfi fyrirtækja - og út af fyrir sig ekkert óeðlilegt við að skattaleg umbun fylgi því að fyrirtæki hvetji starfsmenn sína til slíkra verkefna, enda felur það í sér stuðning fyrir samfélagið og hefur margföldunaráhrif fyrir þjóðina. Ég vil færa öllum sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar þakkir fyrir ómetanlegt framlag, og vil hvetja alla landsmenn til þess að kynna sér hvað er í boði að því er varðar sjálfboðaliðastörf í íþróttum - ekki síst kröftug og metnaðarfull ungmenni. Slík störf eru gefandi í góðum félagsskap samherja, fela í sér fjölbreytta og lærdómsríka reynslu af félagsstörfum, og skapa ánægju samhliða verðmætu framlagi til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag er dagur sjálfboðaliða - hóps sem býsna stór hluti þjóðarinnar tilheyrir. Þessi lítt skilgreindi hópur í samfélaginu gengur þvert á allar starfs- og menntunarstéttir, og nær til allra aldurshópa. Þessi hópur er ekki hávær, á sér fáa talsmenn, en vinnur engu að síður stórlega vanmetin verk í þágu samfélagsins. Íþróttahreyfingin er að stofni til byggð á fórnfýsi og framlagi sjálfboðaliða. Þetta vill gjarnan gleymast þegar fjallað er um starfsemi íþróttahreyfingarinnar, og stærsti hluti umfjöllunar tekur mið af örlitlum hluta í efsta lagi pýramídans. Raunar er það svo að áætlað er að allt að 25-30 þúsund Íslendingar sinni sjálfboðaliðastörfum í þágu íþróttahreyfingarinnar - í mismiklum mæli þó. Í þessu felast umtalsverð fjárhagsleg verðmæti sem telja milljarða króna - og má ætla framlagðar vinnustundir fleiri en í sumum atvinnugreinum hérlendis. Eru þá ótalin þau miklu verðmæti sem felast í menntun, gildum og viðhorfi sem fylgir því að starfa í sjálfboðavinnu. Líklega hefur okkur sjaldan verið jafn mikilvægt að leggja áherslu á þau gildi að leggja eitthvað til baka til samfélagsins. Því miður nýtur sjálfboðaliðastarf ekki ávallt viðeigandi virðingar - þó vissulega megi finna ánægjuleg dæmi þess að t.d. vinnuveitendur leggi í ríkari mæli áherslu á þann samfélagslega þroska sem slíkum störfum fylgja, auk þeirrar félagslegu reynslu sem starfsmenn öðlast. Fyrirtæki sem eru stolt af félagsstörfum og sjálfboðaliðastarfi sinna starfsmanna eru að mínu mati líklegri til að hafa góðan starfsanda og þar með aukna framleiðni. Fyrirtækjum sem hlúa að samfélagslegu sjálfboðastarfi starfsmanna sinna ber að hampa. Sjálfboðastörf í þágu t.d. íþróttafélaga, hjálparstofnana og björgunarsveita mættu án efa hafa meira vægi í rekstrarlegu umhverfi fyrirtækja - og út af fyrir sig ekkert óeðlilegt við að skattaleg umbun fylgi því að fyrirtæki hvetji starfsmenn sína til slíkra verkefna, enda felur það í sér stuðning fyrir samfélagið og hefur margföldunaráhrif fyrir þjóðina. Ég vil færa öllum sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar þakkir fyrir ómetanlegt framlag, og vil hvetja alla landsmenn til þess að kynna sér hvað er í boði að því er varðar sjálfboðaliðastörf í íþróttum - ekki síst kröftug og metnaðarfull ungmenni. Slík störf eru gefandi í góðum félagsskap samherja, fela í sér fjölbreytta og lærdómsríka reynslu af félagsstörfum, og skapa ánægju samhliða verðmætu framlagi til samfélagsins.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun