Aðför að hjúkrun og öryggi sjúklinga Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar 4. desember 2010 06:00 Heilbrigðisráðherra er um þessar mundir að kynna breytingar á hagræðingaráformum í heilbrigðisþjónustu. Þær tillögur sem nú eru kynntar eru sagðar lagðar fram með hliðsjón af þeim athugasemdum sem stjórnendur, sveitastjórnir og hagsmunasamtök gerðu við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2011. Látið er að því liggja að verið sé að milda hagræðingarkröfurnar og draga úr þeirri miklu skerðingu á þjónustu sem fjárlagafrumvarpið bar með sér. En er það svo? Í frumvarpi til fjárlaga voru greiðslur fyrir hvert sjúkrarými víðast færðar niður úr 64.000- króna á sólarhring í tæp 39.000. Í hinum breyttu tillögum er aldeilis bætt um betur. Nú er lagt til að greiðsla fyrir hvert almennt sjúkrarými verði kr. 23.621 á sólarhring og er þeirri greiðslu ætlað að standa undir umönnunar- og hjúkrunarþætti á sjúkrasviðunum. Enn er því þrengt að. Þessi greiðsla miðast við meðal daggjald fyrir hjúkrunarrými að viðbættu 15% álagi. Auk þessa bætist við óskilgreint álag vegna smæðar eininga og fjölda útstöðva. Öllum sem þekkja til reksturs sjúkrahúsa má vera ljóst að þessar greiðslur eru allt of lágar. Forstöðumenn hjúkrunarheimila hafa misserum saman talið daggjöld fyrir hjúkrunarrými allt of lág. Þó íbúar hjúkrunarheimila þurfi nú mun sérhæfðari og meiri hjúkrun en var fyrir nokkrum árum er ljóst að þeir sem nýta sjúkrarými heilbrigðisstofnana þurfa almennt enn meiri og sérhæfðari hjúkrunarþjónustu en veitt er á hjúkrunarheimilum. Afleiðingar þessarar skerðingar, ef af verður, verða alvarlegar. Faglærðum starfsmönnum verður fækkað til að lækka launakostnað, gæði þjónustunnar minnka, öryggi sjúklinga verður ógnað og kostnaður eykst þegar til lengri tíma og á heildina er litið. Fylgikvillum meðferða mun fjölga og legutími mun lengjast. Fjöldi erlendra rannsókna virtra fræðimanna hafa sýnt að beint samband er á milli samsetningar þess mannafla sem veitir heilbrigðisþjónustu og þess hvernig sjúklingum reiðir af. Auk þeirra alvarlegu og neikvæðu áhrifa sem tillaga þessi mun hafa á gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, nái hún fram að ganga, mun hún hafa veruleg áhrif á möguleika fagmenntaðs fólks til búsetu á landsbyggðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra er um þessar mundir að kynna breytingar á hagræðingaráformum í heilbrigðisþjónustu. Þær tillögur sem nú eru kynntar eru sagðar lagðar fram með hliðsjón af þeim athugasemdum sem stjórnendur, sveitastjórnir og hagsmunasamtök gerðu við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2011. Látið er að því liggja að verið sé að milda hagræðingarkröfurnar og draga úr þeirri miklu skerðingu á þjónustu sem fjárlagafrumvarpið bar með sér. En er það svo? Í frumvarpi til fjárlaga voru greiðslur fyrir hvert sjúkrarými víðast færðar niður úr 64.000- króna á sólarhring í tæp 39.000. Í hinum breyttu tillögum er aldeilis bætt um betur. Nú er lagt til að greiðsla fyrir hvert almennt sjúkrarými verði kr. 23.621 á sólarhring og er þeirri greiðslu ætlað að standa undir umönnunar- og hjúkrunarþætti á sjúkrasviðunum. Enn er því þrengt að. Þessi greiðsla miðast við meðal daggjald fyrir hjúkrunarrými að viðbættu 15% álagi. Auk þessa bætist við óskilgreint álag vegna smæðar eininga og fjölda útstöðva. Öllum sem þekkja til reksturs sjúkrahúsa má vera ljóst að þessar greiðslur eru allt of lágar. Forstöðumenn hjúkrunarheimila hafa misserum saman talið daggjöld fyrir hjúkrunarrými allt of lág. Þó íbúar hjúkrunarheimila þurfi nú mun sérhæfðari og meiri hjúkrun en var fyrir nokkrum árum er ljóst að þeir sem nýta sjúkrarými heilbrigðisstofnana þurfa almennt enn meiri og sérhæfðari hjúkrunarþjónustu en veitt er á hjúkrunarheimilum. Afleiðingar þessarar skerðingar, ef af verður, verða alvarlegar. Faglærðum starfsmönnum verður fækkað til að lækka launakostnað, gæði þjónustunnar minnka, öryggi sjúklinga verður ógnað og kostnaður eykst þegar til lengri tíma og á heildina er litið. Fylgikvillum meðferða mun fjölga og legutími mun lengjast. Fjöldi erlendra rannsókna virtra fræðimanna hafa sýnt að beint samband er á milli samsetningar þess mannafla sem veitir heilbrigðisþjónustu og þess hvernig sjúklingum reiðir af. Auk þeirra alvarlegu og neikvæðu áhrifa sem tillaga þessi mun hafa á gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, nái hún fram að ganga, mun hún hafa veruleg áhrif á möguleika fagmenntaðs fólks til búsetu á landsbyggðinni.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar