Fullveldið tryggt í ESB Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir skrifar 26. júní 2010 06:00 Síðastliðið sumar samþykkti Alþingi að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var söguleg og lýðræðisleg ákvörðun. Á þjóðhátíðardegi okkar 17. júní síðastliðinn samþykkti síðan leiðtogaráð Evrópusambandsins að hefja viðræður við Ísland um aðild að sambandinu. Góð sátt hefur tekist um skipan samninganefndar Íslands þar sem hver og einn er valinn á grundvelli verðleika og einskis annars. Með henni starfa 10 samningahópar sem í eiga sæti margvíslegir sérfræðingar og fulltrúar hagsmunahópa. Aðalsamningamaður okkar Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, sem leiðir samningavinnuna, er einn af okkar færustu og reyndustu samningamönnum og eftirsóttur sem slíkur á alþjóðavettvangi. Vissulega eru skiptar skoðanir um það hvort Ísland eigi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Sitt sýnist hverjum - og það er eðlilegt. Það er bæði lýðræðislegt og heilbrigt að við Íslendingar tökumst á um þetta mál og skiptumst á skoðunum um kosti og galla aðildar. Hvar á Ísland heima?Evrópusambandið er engin töfralausn. Enginn heldur því fram. Þá er Evrópusambandið síður en svo fullkomið fyrirbæri, frekar en önnur mannanna verk. Málið snýst heldur ekki um það, heldur hitt; hvort þjónar hagsmunum Íslands betur að standa innan eða utan Evrópusambandsins. Vega kostirnir þyngra en gallarnir?Niðurstaða Alþingis er að besta leiðin - og sennilega eina leiðin - til að fá úr því skorið á vitrænan hátt sé að fara í aðildarviðræður, semja um aðildarskilmála og gefa þjóðinni færi á að taka upplýsta ákvörðun á grundvelli þess.Við þurfum að fara kerfisbundið og vandlega í gegnum málaflokkana - sjávarútvegsmál, landbúnað, byggðamál, gjaldmiðilsmál, efnahagsmál og utanríkismál, svo helstu mál séu nefnd - og vega og meta kosti og galla út frá staðreyndum, ekki getgátum.Þetta er vandasamt verk og vörumst að fara ofan í skotgrafir. Slíkt hefur ekki reynst happadrjúgt hingað til, - og er engri þjóð til sóma. Við þurfum ekki upphrópanir eða áróður, heldur réttar upplýsingar og málefnalega umræðu um það hvað Íslandi er fyrir bestu. Um það hljótum við öll að geta sameinast.Evrópusambandsaðild snýst ekki bara um einstakar atvinnugreinar, hún snýst líka um grundvallarspurningar. Evrópumálin snúast um hvar Ísland á heima í veröldinni, hvernig samfélagi við viljum tilheyra og hvaða framtíð við viljum búa börnunum okkar.Þau eru líka grundvallarþáttur í endurreisninni. Hvernig getum við tryggt langtímastöðugleika í íslensku efnahagslífi og traustari umgjörð um atvinnulífið? Hvernig getum við rofið vítahring verðbólgu, vaxta og verðtryggingar sem þekkist hvergi annars staðar í Evrópu? Evrópusambandsaðild og fullveldiðEvrópusambandsaðild snýst síðast en ekki síst um fullveldi Íslands. Spurningin er: Hvort tryggjum við fullveldi Íslands betur innan eða utan Evrópusambandsins?Svar mitt er þetta: Ég tel að fullveldi Íslands sé betur tryggt með þátttöku í samstarfi annarra sjálfstæðra og fullvalda ríkja innan vébanda Evrópusambandsins, heldur en utan þess. Ég tel að við Íslendingar getum haft meiri áhrif á eigin mál með því að sitja við borðið þar sem sameiginlegar ákvarðanir eru teknar, heldur en að húka frammi á gangi.Þetta er einnig niðurstaða ríkjanna í kringum okkur, - sem við berum okkur saman við. Enginn mundi t.d. telja að Danmörk, Írland, Eistland eða Malta hefðu glatað fullveldi sínu við aðild að ESB. Þvert á móti telja þessi ríki að fullveldi þeirra hafi styrkst.En vissulega þurfum við Íslendingar að halda vel á spilunum ef til aðildar kemur - það þarf að gera í öllu alþjóðasamstarfi ef árangur á að nást. Við munum hafa hlutfallslega fá atkvæði í stofnunum sambandsins en höfum um leið í huga að önnur smærri ríki í Evrópu virðast ekki telja það til trafala. Gleymum heldur ekki að í ýmsum málum innan ESB er krafist samhljóða ákvarðana, og þar hafa smærri ríki jafnmikið vægi og hin stærri. Mestu skiptir þó þegar þetta er skoðað að í yfirgnæfandi meirihluta mála næst samstaða milli allra ríkja um sameiginlegar ákvarðanir.Evrópusamvinnan er nefnilega í eðli sínu ákveðin málamiðlun sem miðar að því að tryggja hagsmuni allra, ekki bara hinna stóru og sterku. Það er styrkur Evrópusamvinnunnar og við eigum að ganga óhrædd til móts við hana. Ber er hver að baki nema sér bróður eigiSá sem er einn á báti og óttast samstarf er máttlítill. Sá sem leitar eftir samvinnu við aðra stendur sterkari eftir og getur fengið miklu áorkað. Það er reynsla okkar Íslendinga hvort sem litið er til norrænnar samvinnu, aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu, Sameinuðu þjóðunum, EFTA eða EES. Aðild að Evrópusambandinu er í mínum huga rökrétt framhald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið sumar samþykkti Alþingi að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var söguleg og lýðræðisleg ákvörðun. Á þjóðhátíðardegi okkar 17. júní síðastliðinn samþykkti síðan leiðtogaráð Evrópusambandsins að hefja viðræður við Ísland um aðild að sambandinu. Góð sátt hefur tekist um skipan samninganefndar Íslands þar sem hver og einn er valinn á grundvelli verðleika og einskis annars. Með henni starfa 10 samningahópar sem í eiga sæti margvíslegir sérfræðingar og fulltrúar hagsmunahópa. Aðalsamningamaður okkar Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, sem leiðir samningavinnuna, er einn af okkar færustu og reyndustu samningamönnum og eftirsóttur sem slíkur á alþjóðavettvangi. Vissulega eru skiptar skoðanir um það hvort Ísland eigi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Sitt sýnist hverjum - og það er eðlilegt. Það er bæði lýðræðislegt og heilbrigt að við Íslendingar tökumst á um þetta mál og skiptumst á skoðunum um kosti og galla aðildar. Hvar á Ísland heima?Evrópusambandið er engin töfralausn. Enginn heldur því fram. Þá er Evrópusambandið síður en svo fullkomið fyrirbæri, frekar en önnur mannanna verk. Málið snýst heldur ekki um það, heldur hitt; hvort þjónar hagsmunum Íslands betur að standa innan eða utan Evrópusambandsins. Vega kostirnir þyngra en gallarnir?Niðurstaða Alþingis er að besta leiðin - og sennilega eina leiðin - til að fá úr því skorið á vitrænan hátt sé að fara í aðildarviðræður, semja um aðildarskilmála og gefa þjóðinni færi á að taka upplýsta ákvörðun á grundvelli þess.Við þurfum að fara kerfisbundið og vandlega í gegnum málaflokkana - sjávarútvegsmál, landbúnað, byggðamál, gjaldmiðilsmál, efnahagsmál og utanríkismál, svo helstu mál séu nefnd - og vega og meta kosti og galla út frá staðreyndum, ekki getgátum.Þetta er vandasamt verk og vörumst að fara ofan í skotgrafir. Slíkt hefur ekki reynst happadrjúgt hingað til, - og er engri þjóð til sóma. Við þurfum ekki upphrópanir eða áróður, heldur réttar upplýsingar og málefnalega umræðu um það hvað Íslandi er fyrir bestu. Um það hljótum við öll að geta sameinast.Evrópusambandsaðild snýst ekki bara um einstakar atvinnugreinar, hún snýst líka um grundvallarspurningar. Evrópumálin snúast um hvar Ísland á heima í veröldinni, hvernig samfélagi við viljum tilheyra og hvaða framtíð við viljum búa börnunum okkar.Þau eru líka grundvallarþáttur í endurreisninni. Hvernig getum við tryggt langtímastöðugleika í íslensku efnahagslífi og traustari umgjörð um atvinnulífið? Hvernig getum við rofið vítahring verðbólgu, vaxta og verðtryggingar sem þekkist hvergi annars staðar í Evrópu? Evrópusambandsaðild og fullveldiðEvrópusambandsaðild snýst síðast en ekki síst um fullveldi Íslands. Spurningin er: Hvort tryggjum við fullveldi Íslands betur innan eða utan Evrópusambandsins?Svar mitt er þetta: Ég tel að fullveldi Íslands sé betur tryggt með þátttöku í samstarfi annarra sjálfstæðra og fullvalda ríkja innan vébanda Evrópusambandsins, heldur en utan þess. Ég tel að við Íslendingar getum haft meiri áhrif á eigin mál með því að sitja við borðið þar sem sameiginlegar ákvarðanir eru teknar, heldur en að húka frammi á gangi.Þetta er einnig niðurstaða ríkjanna í kringum okkur, - sem við berum okkur saman við. Enginn mundi t.d. telja að Danmörk, Írland, Eistland eða Malta hefðu glatað fullveldi sínu við aðild að ESB. Þvert á móti telja þessi ríki að fullveldi þeirra hafi styrkst.En vissulega þurfum við Íslendingar að halda vel á spilunum ef til aðildar kemur - það þarf að gera í öllu alþjóðasamstarfi ef árangur á að nást. Við munum hafa hlutfallslega fá atkvæði í stofnunum sambandsins en höfum um leið í huga að önnur smærri ríki í Evrópu virðast ekki telja það til trafala. Gleymum heldur ekki að í ýmsum málum innan ESB er krafist samhljóða ákvarðana, og þar hafa smærri ríki jafnmikið vægi og hin stærri. Mestu skiptir þó þegar þetta er skoðað að í yfirgnæfandi meirihluta mála næst samstaða milli allra ríkja um sameiginlegar ákvarðanir.Evrópusamvinnan er nefnilega í eðli sínu ákveðin málamiðlun sem miðar að því að tryggja hagsmuni allra, ekki bara hinna stóru og sterku. Það er styrkur Evrópusamvinnunnar og við eigum að ganga óhrædd til móts við hana. Ber er hver að baki nema sér bróður eigiSá sem er einn á báti og óttast samstarf er máttlítill. Sá sem leitar eftir samvinnu við aðra stendur sterkari eftir og getur fengið miklu áorkað. Það er reynsla okkar Íslendinga hvort sem litið er til norrænnar samvinnu, aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu, Sameinuðu þjóðunum, EFTA eða EES. Aðild að Evrópusambandinu er í mínum huga rökrétt framhald.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun