Piparmeyjan elskar Ísland 26. júní 2010 13:30 Ali piparjómfrú var gríðarlega ánægð með dvöl sína á Íslandi. „Það var kannski kalt á Íslandi, en ferðalagið var vel þess virði. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ísland er stórkostlegt land og ég sá eitthvað öðruvísi en ég á að venjast á hverjum degi.“ Svona hefst bloggfærsla Ali Fedotowsky, piparmeyjunnar í bandarísku Bachelorette-þáttunum, um ferðina til Íslands. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var einn þáttur tekinn upp á Íslandi um það leyti sem hræringar voru í gangi í eldfjöllum Suðurlands. Þátturinn fékk góðar viðtökur og verður vafalaust góð landkynning, enda virðist Ali hafa prófað ýmislegt sem Ísland hefur upp á að bjóða ásamt vonbiðlum sínum. „Mér fannst töff að upplifa menninguna á Íslandi,“ heldur hún áfram. „Ég fékk að sjá menn spila á íslenskan sílófón og svo var einstakt að heyra rímurnar. Sérstaklega á stefnumóti.“ Ali hafði alltaf dreymt um að fara á hestbak og fékk ósk sína uppfyllta í ferðinni. Þá lentu hún og einn af vonbiðlunum í hrakningum í hestaferðinni. „Leiðsögumaðurinn sem var með okkur var virkilega hræddur í smástund vegna þess að við riðum hestunum upp á helli,“ segir hún. „Hestarnir voru svo þungir að þeir hefðu getað fallið í gegn hvenær sem er. Til allrar hamingju gerðist það ekki.“ Ali fékk að sjálfsögðu að kynnast veðráttunni á Íslandi, en hún segist ekki vera vön kuldanum sem hún upplifði og var ánægð með að komast í heitt vatn. „Ég var svo ánægð með að enda daginn í Bláa lóninu. Og ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvort ég var í bikiníinu undir snjógallanum, þá verð ég að hryggja ykkur með því að svo var ekki. Ég hefði frosið í hel!“ - afb Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
„Það var kannski kalt á Íslandi, en ferðalagið var vel þess virði. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ísland er stórkostlegt land og ég sá eitthvað öðruvísi en ég á að venjast á hverjum degi.“ Svona hefst bloggfærsla Ali Fedotowsky, piparmeyjunnar í bandarísku Bachelorette-þáttunum, um ferðina til Íslands. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var einn þáttur tekinn upp á Íslandi um það leyti sem hræringar voru í gangi í eldfjöllum Suðurlands. Þátturinn fékk góðar viðtökur og verður vafalaust góð landkynning, enda virðist Ali hafa prófað ýmislegt sem Ísland hefur upp á að bjóða ásamt vonbiðlum sínum. „Mér fannst töff að upplifa menninguna á Íslandi,“ heldur hún áfram. „Ég fékk að sjá menn spila á íslenskan sílófón og svo var einstakt að heyra rímurnar. Sérstaklega á stefnumóti.“ Ali hafði alltaf dreymt um að fara á hestbak og fékk ósk sína uppfyllta í ferðinni. Þá lentu hún og einn af vonbiðlunum í hrakningum í hestaferðinni. „Leiðsögumaðurinn sem var með okkur var virkilega hræddur í smástund vegna þess að við riðum hestunum upp á helli,“ segir hún. „Hestarnir voru svo þungir að þeir hefðu getað fallið í gegn hvenær sem er. Til allrar hamingju gerðist það ekki.“ Ali fékk að sjálfsögðu að kynnast veðráttunni á Íslandi, en hún segist ekki vera vön kuldanum sem hún upplifði og var ánægð með að komast í heitt vatn. „Ég var svo ánægð með að enda daginn í Bláa lóninu. Og ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvort ég var í bikiníinu undir snjógallanum, þá verð ég að hryggja ykkur með því að svo var ekki. Ég hefði frosið í hel!“ - afb
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira