Átakanleg rannsóknarvinna í Kaupmannahöfn 26. júní 2010 06:00 Danski metsöluhöfundurinn Sara Blædel er stödd hér á landi til að fylgja eftir útgáfu á bók sinni, Aldrei framar frjáls, í íslenskri þýðingu. Bókin er önnur saga Blædel sem kemur út hér á landi en bókin Kallaðu mig prinsessu kom út í íslenskri þýðingu í fyrra. Bækurnar eru báða glæpasögur með blaðakonuna Louise Rick í aðalhlutverki. Þetta er í fyrsta sinn sem Sara kemur til Íslands á þessum tíma árs og var agndofa yfir íslensku sumarsólinni sem ekki sest, þegar Fréttablaðið náði af henni tali. „Það er frábært að vera hérna og ég sat í gærkveldi um miðnætti og átti ekki til orð yfir hversu bjart var. Þetta er alveg frábært,“ segir Sara. Hún var valin rithöfundur ársins af dönskum lesendum í fyrra. Hún hefur einnig verið vinsæl hér á landi og segist fá margar kveðjur frá íslenskum lesendum. Aldrei framar frjáls fjallar um morð á vændiskonu í Kaupmannahöfn sem blaðakonan Louise Rick ákveður að rannsaka nánar í samstarfi við lögregluna. Þar kynnist hún harðsvíruðum glæpamönnum og kemst að því að mansal er staðreynd á Norðurlöndunum. Sara Bældel starfaði sem blaðamaður áður en hún settist í rithöfundarstólinn en segir að rannsóknarvinnan bak við þessa bók hafi verið það erfiðasta sem hún hefur gert. Hún tók viðtöl við vændiskonur og fékk innsýn í þeirra heim. „Ég fór og fylgdist með vændiskonum að störfum í Istedgade á Vesterbro í Kaupmannahöfn og gat tekið við þær viðtöl í athvarfi sem er fyrir þær á Vesterbro,“ segir Sara og bætir við að sögur kvennanna hafa hitt sig beint í hjartastað og mjög erfitt hafi verið að hlusta að sumar sögurnar. „Stundum þurfa þær að sofa hjá allt að 22 mönnum á dag og svo fengu þær sama og engan pening fyrir, en þeir fara í vasann á mönnunum sem sjá um þær. Á þessi tímabili gekk ég um með hnút í maganum yfir ömurlegum örlögum þessara kvenna.“ Sara segir að bókin fjalli í aðalatriðum um það hvernig manneskjur geta misst algera stjórn á sínu eigin lífi og hvernig glæpaklíkur einsetja sér að afvegaleiða konur á þennan hátt. „Ég er ekki að segja að það sé mikið um mansal og vændi í Danmörku en það er til og við megum ekki loka augunum fyrir því,“ segir Sara að lokum. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Danski metsöluhöfundurinn Sara Blædel er stödd hér á landi til að fylgja eftir útgáfu á bók sinni, Aldrei framar frjáls, í íslenskri þýðingu. Bókin er önnur saga Blædel sem kemur út hér á landi en bókin Kallaðu mig prinsessu kom út í íslenskri þýðingu í fyrra. Bækurnar eru báða glæpasögur með blaðakonuna Louise Rick í aðalhlutverki. Þetta er í fyrsta sinn sem Sara kemur til Íslands á þessum tíma árs og var agndofa yfir íslensku sumarsólinni sem ekki sest, þegar Fréttablaðið náði af henni tali. „Það er frábært að vera hérna og ég sat í gærkveldi um miðnætti og átti ekki til orð yfir hversu bjart var. Þetta er alveg frábært,“ segir Sara. Hún var valin rithöfundur ársins af dönskum lesendum í fyrra. Hún hefur einnig verið vinsæl hér á landi og segist fá margar kveðjur frá íslenskum lesendum. Aldrei framar frjáls fjallar um morð á vændiskonu í Kaupmannahöfn sem blaðakonan Louise Rick ákveður að rannsaka nánar í samstarfi við lögregluna. Þar kynnist hún harðsvíruðum glæpamönnum og kemst að því að mansal er staðreynd á Norðurlöndunum. Sara Bældel starfaði sem blaðamaður áður en hún settist í rithöfundarstólinn en segir að rannsóknarvinnan bak við þessa bók hafi verið það erfiðasta sem hún hefur gert. Hún tók viðtöl við vændiskonur og fékk innsýn í þeirra heim. „Ég fór og fylgdist með vændiskonum að störfum í Istedgade á Vesterbro í Kaupmannahöfn og gat tekið við þær viðtöl í athvarfi sem er fyrir þær á Vesterbro,“ segir Sara og bætir við að sögur kvennanna hafa hitt sig beint í hjartastað og mjög erfitt hafi verið að hlusta að sumar sögurnar. „Stundum þurfa þær að sofa hjá allt að 22 mönnum á dag og svo fengu þær sama og engan pening fyrir, en þeir fara í vasann á mönnunum sem sjá um þær. Á þessi tímabili gekk ég um með hnút í maganum yfir ömurlegum örlögum þessara kvenna.“ Sara segir að bókin fjalli í aðalatriðum um það hvernig manneskjur geta misst algera stjórn á sínu eigin lífi og hvernig glæpaklíkur einsetja sér að afvegaleiða konur á þennan hátt. „Ég er ekki að segja að það sé mikið um mansal og vændi í Danmörku en það er til og við megum ekki loka augunum fyrir því,“ segir Sara að lokum. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira