Þessi eru tilnefnd til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 3. desember 2010 09:21 Alþjóðlegur dagur fatlaðra er í dag. Hann hefur verið haldinn 3. desember ár hvert frá því að Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir alþjóðlegu ári fatlaðs fólks árið 1981. Markmið alþjóðlegs dags fatlaðra er að auka skilning á aðstæðum fólks með fötlun, baráttunni fyrir réttindum þess og fullri þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra. Öryrkjabandalag Íslands, veitir í dag í fjórða sinn Hvatningarverðlaun ÖBÍ til þeirra sem stuðlað hafa að einu samfélagi fyrir alla og þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki einstaklinga, flokki fyrirtækja/stofnana og flokki umfjöllunar/kynningar. Verndari verðlaunanna er Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Hönnuður verðlauna er Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður. Auglýst var eftir tilnefningum og barst mikill fjöldi tilnefninga í öllum flokkum. Undirbúningsnefnd valdi þrjár tilnefningar úr hverjum flokki sem sérstök dómnefnd tók svo endanlega afstöðu til. Tilnefningar undirbúningsnefndar eru eftirfarandi:Í flokki einstaklinga:Auður Guðjónsdóttir, fyrir ötula baráttu við að finna lækningu við mænuskaða.Harpa Dís Harðardóttir, fyrir metnaðarfullt starf við gerð orlofshúss með góðu aðgengi fyrir fatlað fólk og áralanga baráttu fyrir réttindum þess.Jón Gunnar Benjamínsson, fyrir vinnu að bættu aðgengi fatlaðs fólks um hálendi Íslands.Í flokki fyrirtækja/stofnana:Blindrabókasafn Íslands, fyrir frábæra þjónustu við þá sem geta ekki nýtt sér hefðbundið prentletur vegna einhvers konar hömlunar.Leikskólinn Múlaborg, fyrir frumkvöðlastarf í sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna þar sem allir eru metnir að eigin verðleikum.Reykjadalur, fyrir ötult starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna með rekstri sumarbúða og helgardvalar að vetri.Í flokki umfjöllunar/kynningar:Hugarafl, fyrir kynningu og réttindabaráttu þeirra sem glíma við geðsjúkdóma og vinna að eigin bata og annarra.Margrét Dagmar Ericsdóttir, fyrir myndina Sólskinsdrengurinn, sem aukið hefur skilning almennings á margbreytileika einhverfu.Öryrki.is, fyrir skemmtilegt framtak þar sem unnið er gegn fordómum ófatlaðra á nýstárlegan máta. Niðurstöður dómnefndar verða kunngerðar við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi klukkan tvö í dag. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Alþjóðlegur dagur fatlaðra er í dag. Hann hefur verið haldinn 3. desember ár hvert frá því að Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir alþjóðlegu ári fatlaðs fólks árið 1981. Markmið alþjóðlegs dags fatlaðra er að auka skilning á aðstæðum fólks með fötlun, baráttunni fyrir réttindum þess og fullri þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra. Öryrkjabandalag Íslands, veitir í dag í fjórða sinn Hvatningarverðlaun ÖBÍ til þeirra sem stuðlað hafa að einu samfélagi fyrir alla og þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki einstaklinga, flokki fyrirtækja/stofnana og flokki umfjöllunar/kynningar. Verndari verðlaunanna er Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Hönnuður verðlauna er Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður. Auglýst var eftir tilnefningum og barst mikill fjöldi tilnefninga í öllum flokkum. Undirbúningsnefnd valdi þrjár tilnefningar úr hverjum flokki sem sérstök dómnefnd tók svo endanlega afstöðu til. Tilnefningar undirbúningsnefndar eru eftirfarandi:Í flokki einstaklinga:Auður Guðjónsdóttir, fyrir ötula baráttu við að finna lækningu við mænuskaða.Harpa Dís Harðardóttir, fyrir metnaðarfullt starf við gerð orlofshúss með góðu aðgengi fyrir fatlað fólk og áralanga baráttu fyrir réttindum þess.Jón Gunnar Benjamínsson, fyrir vinnu að bættu aðgengi fatlaðs fólks um hálendi Íslands.Í flokki fyrirtækja/stofnana:Blindrabókasafn Íslands, fyrir frábæra þjónustu við þá sem geta ekki nýtt sér hefðbundið prentletur vegna einhvers konar hömlunar.Leikskólinn Múlaborg, fyrir frumkvöðlastarf í sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna þar sem allir eru metnir að eigin verðleikum.Reykjadalur, fyrir ötult starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna með rekstri sumarbúða og helgardvalar að vetri.Í flokki umfjöllunar/kynningar:Hugarafl, fyrir kynningu og réttindabaráttu þeirra sem glíma við geðsjúkdóma og vinna að eigin bata og annarra.Margrét Dagmar Ericsdóttir, fyrir myndina Sólskinsdrengurinn, sem aukið hefur skilning almennings á margbreytileika einhverfu.Öryrki.is, fyrir skemmtilegt framtak þar sem unnið er gegn fordómum ófatlaðra á nýstárlegan máta. Niðurstöður dómnefndar verða kunngerðar við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi klukkan tvö í dag.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira