Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, mun verða viðstaddur úrslitaleikinn á HM sem fram fer í Jóhannesarborg í Suður Afríku í kvöld.
Eiginkona hans segir að hann muni hins vegar ekki verða við beiðni Alþjóða knattspyrnusambandsins um að afhenda verðlaunin á mótinu. Eiginkonan, Graca Machel, segir að Mandela sé of gamall til þess að geta staðið úti í kuldanum og afhenda verðlaunin.
Gert var ráð fyrir að Mandela yrði viðstaddur opnunarhátíð mótsins í síðasta mánuði. Hann hætti hins vegar við þegar að barnabarnabarn hans lést í bílslysi.
