Talsmaður Bíladaga ósáttur við neikvæða umfjöllun 22. júní 2010 10:45 Björgvin er ósáttur að það vanti alla jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum um Bíladaga. „Miðað við allan þann fjölda sem var saman kominn þykir mér þetta hafa farið vel fram. Þar af leiðandi þykir mér að það megi líka benda á jákvæðu hliðina,“ segir Björgvin Ólafsson, talsmaður Bíladaga. Björgvin er í stjórn Bílaklúbbs Akureyrar, sem sér um hina árlegu Bíladaga á Akureyri. Hátíðin fór fram um helgina og Björgvin er ósáttur við umfjöllun um hátíðina sem hann segir hafa verið afar neikvæða. Hann gagnrýnir einnig að fótboltaleikur í 1. deild hafi fengið meiri umfjöllun en fjölsóttar bílakeppnir. „Það horfðu um 7.500 manns á götuspyrnuna og um 5.000 manns horfðu á Burn out-keppnina á Akureyrarvelli,“ segir hann. „Þess má geta að rétt áður voru um 200 manns þar á leik KA - Fjölnis. Það er því augljóst að það er mikið gert upp á milli áhugamála í fjölmiðlum.“ Björgvin segir bílaklúbburinn vera að koma sér upp aðstöðu fyrir ofan bæinn. Keppnir í miðbæ Akureyrar heyri því sögunni til. Tíðar fréttir af áfengisneyslu, ólátum og glæfraakstri bárust frá Akureyri um helgina, en Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að lögreglan hafi í raun ekkert nema ágætt að segja um Bíladaga. Miðað við fjöldann sem mætti hafi hátíðin farið ágætlega fram. „Það er í raun ekki hátíðin sem slík sem fer fyrir brjóstið á heimamönnum heldur er það framkoma ökumanna á götum bæjarins,“ segir Daníel. „Þeir eru í kappakstri og spyrnu í almennri umferð. Auk þess sem þeir spóla og mynda hávaða á bílunum sínum langt fram eftir nóttu.“ Daníel segir að ólæti og ölvun fylgi öllum hátíðum. Hann telur það miður6 að hátíðin fái slæma umfjöllun vegna þeirra fáu sem eru að skemmta sér á næturnar með tilheyrandi hávaða og þeirra sem haga sér ekki almennilega í umferðinni. „Það er bara þannig að ef fólk setur upp hátíðir þá er þetta gjaldið sem fylgir,“ segir hann. „Það er sama vandamál við allar hátíðir. Það er alltaf lítill hópur sem eyðileggur allt það jákvæða sem hátíðirnar hafa í för með sér.“ linda@frettabladid.is Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
„Miðað við allan þann fjölda sem var saman kominn þykir mér þetta hafa farið vel fram. Þar af leiðandi þykir mér að það megi líka benda á jákvæðu hliðina,“ segir Björgvin Ólafsson, talsmaður Bíladaga. Björgvin er í stjórn Bílaklúbbs Akureyrar, sem sér um hina árlegu Bíladaga á Akureyri. Hátíðin fór fram um helgina og Björgvin er ósáttur við umfjöllun um hátíðina sem hann segir hafa verið afar neikvæða. Hann gagnrýnir einnig að fótboltaleikur í 1. deild hafi fengið meiri umfjöllun en fjölsóttar bílakeppnir. „Það horfðu um 7.500 manns á götuspyrnuna og um 5.000 manns horfðu á Burn out-keppnina á Akureyrarvelli,“ segir hann. „Þess má geta að rétt áður voru um 200 manns þar á leik KA - Fjölnis. Það er því augljóst að það er mikið gert upp á milli áhugamála í fjölmiðlum.“ Björgvin segir bílaklúbburinn vera að koma sér upp aðstöðu fyrir ofan bæinn. Keppnir í miðbæ Akureyrar heyri því sögunni til. Tíðar fréttir af áfengisneyslu, ólátum og glæfraakstri bárust frá Akureyri um helgina, en Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að lögreglan hafi í raun ekkert nema ágætt að segja um Bíladaga. Miðað við fjöldann sem mætti hafi hátíðin farið ágætlega fram. „Það er í raun ekki hátíðin sem slík sem fer fyrir brjóstið á heimamönnum heldur er það framkoma ökumanna á götum bæjarins,“ segir Daníel. „Þeir eru í kappakstri og spyrnu í almennri umferð. Auk þess sem þeir spóla og mynda hávaða á bílunum sínum langt fram eftir nóttu.“ Daníel segir að ólæti og ölvun fylgi öllum hátíðum. Hann telur það miður6 að hátíðin fái slæma umfjöllun vegna þeirra fáu sem eru að skemmta sér á næturnar með tilheyrandi hávaða og þeirra sem haga sér ekki almennilega í umferðinni. „Það er bara þannig að ef fólk setur upp hátíðir þá er þetta gjaldið sem fylgir,“ segir hann. „Það er sama vandamál við allar hátíðir. Það er alltaf lítill hópur sem eyðileggur allt það jákvæða sem hátíðirnar hafa í för með sér.“ linda@frettabladid.is
Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira