Fréttaskýring: Verður hægt að stöðva olíulekann í Mexíkóflóa? 22. júní 2010 05:15 Á tveimur borpöllum er unnið að því að bora hliðarholur niður að gömlu borholunni, en í skipinu er tekið á móti olíu og hún brennd jafnóðum. Kostnaður breska olíufélagsins BP vegna olíulekans í Mexíkóflóa er kominn upp í tvo milljarða Bandaríkjadala. Sú fjárhæð samsvarar nærri 260 milljörðum króna. Ljóst þykir að fjárútlátin eigi eftir að aukast, því engan veginn er séð fyrir endann á þessu máli. Fyrirtækið hefur greitt 105 dali í skaðabætur til 32 þúsund einstaklinga og fyrirtækja fyrir það tjón, sem olíulekinn hefur valdið. Í síðustu viku féllst BP á að stofna 20 milljarða dala sjóð til að standa straum af skaðabótum vegna tjónsins. Brösuglega hefur gengið að stöðva lekann úr olíubrunninum, sem hefur dælt olíu út í hafið í stórum stíl síðan olíuborpallurinn Deepwater Horizon eyðilagðist og sökk í apríl síðastliðnum. Fyrir tæplega þremur vikum tókst loks að setja eins konar tappa ofan á brunninn, sem hægt er að dæla olíu í gegnum upp í skip á yfirborði sjávar, þar sem hún er síðan brennd. Þetta stöðvaði ekki lekann, þótt eitthvað hafi hann minnkað. Tekist hefur að dæla töluverðu magni upp í skipið á hverjum degi. Varanleg lausn fæst þó ekki fyrr en eftir lengri tíma. Á vegum BP er verið að bora tvær borholur til hliðar við upphaflegu borholuna, með það að marki að hitta á hana svo hægt verði að dæla þykkri eðju niður í gömlu borholuna og stífla hana. Að því búnu á að setja steinsteypu niður til að loka borholunni endanlega. Vonast er til að önnur hliðarborholan nái í mark um miðjan ágúst, en það er hægara sagt en gert. Olíuborholan sjálf er ekki nema 15 sentimetrar í þvermál, svo það verður mikil nákvæmnisvinna að hitta á hana með bor á þriggja kílómetra dýpi undir sjávarbotninum. Starfsmenn BP segjast þó harla bjartsýnir á að þeim takist að stöðva þennan olíuleka, sem er orðinn sá versti í gjörvallri sögu Bandaríkjanna. „Þetta er í alvöru ekkert svo erfitt,“ segir Mickey Fruge, verkstjóri um borð í borpallinum Development Drill II sem sér um að bora aðra hliðarholuna niður í hafsbotninn. Um borð í báðum borpöllunum starfa menn allan sólarhringinn, Mistakist þeim ætlunarverk sitt, þýðir það enn þá lengri töf þangað til hægt verður að stífla gömlu borholuna. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Kostnaður breska olíufélagsins BP vegna olíulekans í Mexíkóflóa er kominn upp í tvo milljarða Bandaríkjadala. Sú fjárhæð samsvarar nærri 260 milljörðum króna. Ljóst þykir að fjárútlátin eigi eftir að aukast, því engan veginn er séð fyrir endann á þessu máli. Fyrirtækið hefur greitt 105 dali í skaðabætur til 32 þúsund einstaklinga og fyrirtækja fyrir það tjón, sem olíulekinn hefur valdið. Í síðustu viku féllst BP á að stofna 20 milljarða dala sjóð til að standa straum af skaðabótum vegna tjónsins. Brösuglega hefur gengið að stöðva lekann úr olíubrunninum, sem hefur dælt olíu út í hafið í stórum stíl síðan olíuborpallurinn Deepwater Horizon eyðilagðist og sökk í apríl síðastliðnum. Fyrir tæplega þremur vikum tókst loks að setja eins konar tappa ofan á brunninn, sem hægt er að dæla olíu í gegnum upp í skip á yfirborði sjávar, þar sem hún er síðan brennd. Þetta stöðvaði ekki lekann, þótt eitthvað hafi hann minnkað. Tekist hefur að dæla töluverðu magni upp í skipið á hverjum degi. Varanleg lausn fæst þó ekki fyrr en eftir lengri tíma. Á vegum BP er verið að bora tvær borholur til hliðar við upphaflegu borholuna, með það að marki að hitta á hana svo hægt verði að dæla þykkri eðju niður í gömlu borholuna og stífla hana. Að því búnu á að setja steinsteypu niður til að loka borholunni endanlega. Vonast er til að önnur hliðarborholan nái í mark um miðjan ágúst, en það er hægara sagt en gert. Olíuborholan sjálf er ekki nema 15 sentimetrar í þvermál, svo það verður mikil nákvæmnisvinna að hitta á hana með bor á þriggja kílómetra dýpi undir sjávarbotninum. Starfsmenn BP segjast þó harla bjartsýnir á að þeim takist að stöðva þennan olíuleka, sem er orðinn sá versti í gjörvallri sögu Bandaríkjanna. „Þetta er í alvöru ekkert svo erfitt,“ segir Mickey Fruge, verkstjóri um borð í borpallinum Development Drill II sem sér um að bora aðra hliðarholuna niður í hafsbotninn. Um borð í báðum borpöllunum starfa menn allan sólarhringinn, Mistakist þeim ætlunarverk sitt, þýðir það enn þá lengri töf þangað til hægt verður að stífla gömlu borholuna. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira