Erlent

Bretar óttast að þeir þurfi að taka þátt í björgunaraðgerðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gordon Brown  ætlar að funda með leiðtogum í Evrópu á morgun. Mynd/ AFP.
Gordon Brown ætlar að funda með leiðtogum í Evrópu á morgun. Mynd/ AFP.
Bretar óttast að þeir verði neyddir til þess að taka þátt í að fjármagna björgunarpakka fyrir þau evrulönd sem kreppan hefur skollið hvað harðast á. Breskir þingmenn leggja hart að Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, að einungis þjóðir sem eigi aðild að myntbandalagi Evrópu taki þátt í slíkum aðgerðum.

Í breska forsætisráðuneytinu er fullyrt að evrulöndin muni bera hitann og þugann af björgunaraðgerðunum. Brown ætlar samt til Brussel í fyrramálið til að hitta leiðtoga Evrópuríkja og ræða við þau um efnahagsmál.

Þau evruríki sem eru í hvað mestum vanda eru Grikkland, Spánn, Portúgal og Írland. Daily Telegraph telur að dæla þurfi samtals um 60 milljörðum evra í hagkerfi þessa þjóða til þess að hjálpa þeim. Sú upphæð nemur hátt í 11 þúsund milljörðum íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×