Erlent

White Stripes í mál við flugherinn

Dúóið White Stripes, sem skartar þeim Jack og Meg White, ætla að lögsækja varalið bandaríska flughersins fyrir að nota lag þeirra í auglýsingu. Flugherinn frumsýndi auglýsingu þar sem reynt er að fá ungt fólk til þess að skrá sig í herinn og fór hún í loftið á besta tíma, það er á meðan á úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum stóð.

Hljómsveitin vill meina að lagið "Fell in love with a girl" hafi verið notað í auglýsingunni og afbakað, án leyfis frá þeim eða útgefandanum. „Við erum því algjörlega mótfallin að lag okkar sé notað til þess að fá fólk til þess að taka þátt í stríði sem við styðjum ekki," segja þau Jack og Meg í yfirlýsingu.

Flugherinn hefur nú fjarlægt auglýsinguna af vef sínum og beðist afsökunar ef lagið sem notað var í auglýsingunni hafi verið of líkt of lag White Stripes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×