ESB-umsóknin verður endurskoðuð Ásmundur Einar Daðason skrifar 14. júlí 2010 06:00 Fyrir þinglok í júní sl. stóð undirritaður að því, ásamt þingmönnum úr 3 öðrum flokkum, að leggja fram þingsályktunartillögu sem felur það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum er mikill meirihluti þjóðarinnar andvígur þessari umsókn en það er einungis meðal kjósenda Samfylkingarinnar þar sem meirihluti er fyrir umsókninni og aðild að ESB. Mikill meirihluti kjósenda annarra flokka er mótfallinn aðild Íslands að ESB. Hlutföllin eru svipuð þegar kemur að stuðningi við það að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Samfylkingin er að verða einangruð í afstöðu sinni til ESB-umsóknarinnar og jarðvegur er að myndast fyrir það að stöðva aðlögunarferlið sem nú er hafið. Þessu tækifæri ættu þeir að taka fagnandi sem raunverulega eru mótfallnir ESB-aðild Íslands. ESB hefur verið erfitt mál fyrir Vinstri græn en mikil andstaðan hefur verið frá fyrsta degi við að lögð yrði inn aðildarumsókn. Nú hefur þessi andstaða vaxið enn meðal grasrótar VG og er afdráttarlausari en hún var í upphafi aðildarferlisins. Þetta kom skýrt fram á flokksráðsfundi VG, sem haldinn var í lok síðasta mánaðar. Fyrir fundinum lá tillaga sem fól það í sér að aðildarumsóknin yrði dregin til baka og undir þessa tillögu skrifuðu 20 flokksmenn víðs vegar af landinu, þar af margir sveitarstjórnarmenn, formenn svæðisfélaga o.fl. Miklar umræður voru um ESB-umsóknina og fundurinn lýsti því yfir að forsendur umsóknarinnar sem lagt var af stað með væru brostnar og því væri mikilvægt að taka málið til gagngerrar endurskoðunar. Ákveðið var að vísa þeirri endurskoðun til sérstaks málefnaþings sem haldið verður á haustdögum og í framhaldinu yrði flokksráðsfundur þar sem tekin yrði ákvörðun um framhald umsóknarinnar og aðildarferlisins. Þrátt fyrir að það vantaði allmarga fulltrúa af landsbyggðinni, þar sem andstaðan við ESB-aðild er alla jafna sterkari, þá var mjög greinilegt á fundinum að krafan um að umsóknin verði dregin til baka nýtur vaxandi og víðtæks stuðnings í grasrót flokksins. Nú er mikilvægt að stjórnvöld einbeiti sér að þeim stóru verkefnum sem þjóðin glímir við og haldi þannig endurreisninni áfram. Því eigum við að leggja til hliðar kostnaðarsöm gæluverkefni sem þjóðin er mótfallin og einbeita okkur að verkefnum sem tengjast endurreisn Íslands með beinum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Fyrir þinglok í júní sl. stóð undirritaður að því, ásamt þingmönnum úr 3 öðrum flokkum, að leggja fram þingsályktunartillögu sem felur það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum er mikill meirihluti þjóðarinnar andvígur þessari umsókn en það er einungis meðal kjósenda Samfylkingarinnar þar sem meirihluti er fyrir umsókninni og aðild að ESB. Mikill meirihluti kjósenda annarra flokka er mótfallinn aðild Íslands að ESB. Hlutföllin eru svipuð þegar kemur að stuðningi við það að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Samfylkingin er að verða einangruð í afstöðu sinni til ESB-umsóknarinnar og jarðvegur er að myndast fyrir það að stöðva aðlögunarferlið sem nú er hafið. Þessu tækifæri ættu þeir að taka fagnandi sem raunverulega eru mótfallnir ESB-aðild Íslands. ESB hefur verið erfitt mál fyrir Vinstri græn en mikil andstaðan hefur verið frá fyrsta degi við að lögð yrði inn aðildarumsókn. Nú hefur þessi andstaða vaxið enn meðal grasrótar VG og er afdráttarlausari en hún var í upphafi aðildarferlisins. Þetta kom skýrt fram á flokksráðsfundi VG, sem haldinn var í lok síðasta mánaðar. Fyrir fundinum lá tillaga sem fól það í sér að aðildarumsóknin yrði dregin til baka og undir þessa tillögu skrifuðu 20 flokksmenn víðs vegar af landinu, þar af margir sveitarstjórnarmenn, formenn svæðisfélaga o.fl. Miklar umræður voru um ESB-umsóknina og fundurinn lýsti því yfir að forsendur umsóknarinnar sem lagt var af stað með væru brostnar og því væri mikilvægt að taka málið til gagngerrar endurskoðunar. Ákveðið var að vísa þeirri endurskoðun til sérstaks málefnaþings sem haldið verður á haustdögum og í framhaldinu yrði flokksráðsfundur þar sem tekin yrði ákvörðun um framhald umsóknarinnar og aðildarferlisins. Þrátt fyrir að það vantaði allmarga fulltrúa af landsbyggðinni, þar sem andstaðan við ESB-aðild er alla jafna sterkari, þá var mjög greinilegt á fundinum að krafan um að umsóknin verði dregin til baka nýtur vaxandi og víðtæks stuðnings í grasrót flokksins. Nú er mikilvægt að stjórnvöld einbeiti sér að þeim stóru verkefnum sem þjóðin glímir við og haldi þannig endurreisninni áfram. Því eigum við að leggja til hliðar kostnaðarsöm gæluverkefni sem þjóðin er mótfallin og einbeita okkur að verkefnum sem tengjast endurreisn Íslands með beinum hætti.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar