Friður og frjáls viðskipti Einar Benediktsson skrifar 14. júlí 2010 06:00 Eitt meginþema Evrópusögunnar í aldanna rás voru árekstrar og styrjaldarátök grannríkja. Ósætti Frakka, Þjóðverja og Breta veldur ægilegum Evrópustyrjöldum á tuttugustu öld. Ekki ber að gleyma því hvað Íslendingar máttu líða vegna ófriðar á hafinu. Allir gátu fagnað því markmiði Rómarsamnings sexveldanna frá 1957 að sætta erfðafjendur með það nánu ríkjasamstarfi að hernaðarátök yrðu úr sögunni. Efnt var til tollabandalags og margvíslegs frekara samstarfs en frjálsra vöruviðskipta. Úr þessu varð í mörgum áföngum Evrópusamband nútímans með 27 aðildarríkjum. Á fyrra tímaskeiði var þetta samstarf hvatinn að stofnun EFTA. Þótt Íslendingar væru fyrst eftirbátar um að koma á viðskiptafrelsi, urðum við þátttakendur með aðildinni að EFTA 1970 sem tengdi okkur við samrunaferlið í Evrópu. Síðasta stóra skrefið var aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu, stundum kallað aukaaðild að ESB. Skoðanakannanir eru mjög í tísku nú til dags og sífellt klifað á stefnubreytingu sem þær boði. Aðildin að NATO, EFTA og EES voru allt annað en ljúf viðfangsefni gagnvart almenningsálitinu. Þá var það Sjálfstæðisflokkurinn, kjölfestan við að marka stefnuna í utanríkismálum, sem tók slaginn. Eins og fyrri daginn blæs nú nokkuð á móti varðandi viðhorf Íslendinga um samstarf við aðrar þjóðir. Vafalaust hafa hrunið og Icesave-deilan við Breta og Hollendinga haft sín áhrif á skoðanir fólks í Evrópumálum. Þess ber að gæta, að gert er ráð fyrir að Ísland fari úr kreppunni á næsta ári enda glæðist hagvöxturinn fyrir áramót. Og ætti ekki Icesave-deilan að leysast þegar fyrir liggur að Íslendingar standa við sínar skuldbindingar? Hagræði þess að vera fullgildur aðili að Evrópusambandinu er bættur efnahagslegur stöðugleiki í myntbandalagi, en að sjálfsögðu að því tilskildu að um semjist varðandi sérmál okkar, einkum sjávarútvegsmálin. Evrópusamvinnan heldur sínu fulla gildi sem varanlegur kostur og nú er framundan að ljúka aðildarsamningi okkar og leggja fyrir þjóðina. Fráleitt væri að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Sagan endurtekur sig varðandi Evrópumálin. Það var hart barist á vettvangi íslenskra stjórnmála um aðild Íslands að EFTA fyrir röskum 40 árum. Þeim sem þetta ritar er minnisstætt þegar sú aðild var samþykkt á Alþingi síðla árs 1969 með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og þriggja þingmanna Alþýðubandalags. Við Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, sem höfðum unnið að þeim samningum undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaráðherra, vorum viðstaddir á Alþingi þá stundina. Gylfi mælti fyrir aðildinni og þegar Bjarni Benediktsson hafði talað fyrir hönd Sjálfstæðismanna mátti skynja að málið var útrætt. En stuðningur Alþýðubandalagsmanna undir forystu Hannibals Valdimarssonar var þýðingarmikill og ekki síst vegna þess, að Jón Baldvin Hannibalsson hóf þá farsæla þátttöku í Evrópuumræðunni með setu í undirbúningsnefndinni að EFTA aðildinni. Það varð strax sátt um aðildina að EFTA. Á árunum 1970-1976 sem höfundurinn var fastafulltrúi hjá EFTA voru það viðskiptaráðherrarnir Gylfi Þ. Gíslason, Lúðvík Jósepsson og Ólafur Jóhannesson sem þar höfðu forsvar um þátttöku Íslands og allir gerðu það skörulega á ráðherrafundunum tvisvar á ári. Tveir þeirra voru þó ekki hlynntir aðild í upphafi. Þeim fækkar sem eru á lífi og stóðu að samningnum um inngönguna í EFTA. Þess er minnst hversu þýðingarmikið það var að hafa tryggan pólitískan stuðning á heimavettvangi þrátt fyrir óróleika í umræðunni. En það er einmitt þetta sem á við nú þegar við gerum út meistaralið til samninga um ESB aðild. Alþingi samþykkti að leita aðildar að ESB og þeir samningar eru að hefjast. Ætla þá einhverjir að sitja með hendur í skauti í stað þess að styðja okkar lið á þeim mikla vettvangi samninga sem nú er framundan? Ég hef þá trú að þar megi vel takast til og Íslendingar njóti aðildar í margvíslegu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Eitt meginþema Evrópusögunnar í aldanna rás voru árekstrar og styrjaldarátök grannríkja. Ósætti Frakka, Þjóðverja og Breta veldur ægilegum Evrópustyrjöldum á tuttugustu öld. Ekki ber að gleyma því hvað Íslendingar máttu líða vegna ófriðar á hafinu. Allir gátu fagnað því markmiði Rómarsamnings sexveldanna frá 1957 að sætta erfðafjendur með það nánu ríkjasamstarfi að hernaðarátök yrðu úr sögunni. Efnt var til tollabandalags og margvíslegs frekara samstarfs en frjálsra vöruviðskipta. Úr þessu varð í mörgum áföngum Evrópusamband nútímans með 27 aðildarríkjum. Á fyrra tímaskeiði var þetta samstarf hvatinn að stofnun EFTA. Þótt Íslendingar væru fyrst eftirbátar um að koma á viðskiptafrelsi, urðum við þátttakendur með aðildinni að EFTA 1970 sem tengdi okkur við samrunaferlið í Evrópu. Síðasta stóra skrefið var aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu, stundum kallað aukaaðild að ESB. Skoðanakannanir eru mjög í tísku nú til dags og sífellt klifað á stefnubreytingu sem þær boði. Aðildin að NATO, EFTA og EES voru allt annað en ljúf viðfangsefni gagnvart almenningsálitinu. Þá var það Sjálfstæðisflokkurinn, kjölfestan við að marka stefnuna í utanríkismálum, sem tók slaginn. Eins og fyrri daginn blæs nú nokkuð á móti varðandi viðhorf Íslendinga um samstarf við aðrar þjóðir. Vafalaust hafa hrunið og Icesave-deilan við Breta og Hollendinga haft sín áhrif á skoðanir fólks í Evrópumálum. Þess ber að gæta, að gert er ráð fyrir að Ísland fari úr kreppunni á næsta ári enda glæðist hagvöxturinn fyrir áramót. Og ætti ekki Icesave-deilan að leysast þegar fyrir liggur að Íslendingar standa við sínar skuldbindingar? Hagræði þess að vera fullgildur aðili að Evrópusambandinu er bættur efnahagslegur stöðugleiki í myntbandalagi, en að sjálfsögðu að því tilskildu að um semjist varðandi sérmál okkar, einkum sjávarútvegsmálin. Evrópusamvinnan heldur sínu fulla gildi sem varanlegur kostur og nú er framundan að ljúka aðildarsamningi okkar og leggja fyrir þjóðina. Fráleitt væri að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Sagan endurtekur sig varðandi Evrópumálin. Það var hart barist á vettvangi íslenskra stjórnmála um aðild Íslands að EFTA fyrir röskum 40 árum. Þeim sem þetta ritar er minnisstætt þegar sú aðild var samþykkt á Alþingi síðla árs 1969 með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og þriggja þingmanna Alþýðubandalags. Við Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, sem höfðum unnið að þeim samningum undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaráðherra, vorum viðstaddir á Alþingi þá stundina. Gylfi mælti fyrir aðildinni og þegar Bjarni Benediktsson hafði talað fyrir hönd Sjálfstæðismanna mátti skynja að málið var útrætt. En stuðningur Alþýðubandalagsmanna undir forystu Hannibals Valdimarssonar var þýðingarmikill og ekki síst vegna þess, að Jón Baldvin Hannibalsson hóf þá farsæla þátttöku í Evrópuumræðunni með setu í undirbúningsnefndinni að EFTA aðildinni. Það varð strax sátt um aðildina að EFTA. Á árunum 1970-1976 sem höfundurinn var fastafulltrúi hjá EFTA voru það viðskiptaráðherrarnir Gylfi Þ. Gíslason, Lúðvík Jósepsson og Ólafur Jóhannesson sem þar höfðu forsvar um þátttöku Íslands og allir gerðu það skörulega á ráðherrafundunum tvisvar á ári. Tveir þeirra voru þó ekki hlynntir aðild í upphafi. Þeim fækkar sem eru á lífi og stóðu að samningnum um inngönguna í EFTA. Þess er minnst hversu þýðingarmikið það var að hafa tryggan pólitískan stuðning á heimavettvangi þrátt fyrir óróleika í umræðunni. En það er einmitt þetta sem á við nú þegar við gerum út meistaralið til samninga um ESB aðild. Alþingi samþykkti að leita aðildar að ESB og þeir samningar eru að hefjast. Ætla þá einhverjir að sitja með hendur í skauti í stað þess að styðja okkar lið á þeim mikla vettvangi samninga sem nú er framundan? Ég hef þá trú að þar megi vel takast til og Íslendingar njóti aðildar í margvíslegu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun