Byggir danstónlistarbrú milli Reykjavíkur og Ibiza 14. júlí 2010 08:00 Plötusnúðurinn Kristinn Bjarnason lenti á fundi með áhrifamiklum mönnum á Ibiza sem hafa mikinn áhuga á íslenskri partímenningu. Fréttabladid/Anton Plötusnúðurinn og eigandi Flex Music, Kristinn Bjarnason, lenti í miklu ævintýri á partíeyjunni Ibiza. Komst hann að því að mikill áhugi er þar á Íslandi. Lenti hann á fundi með áhrifamiklum mönnum sem vilja fara með Ibiza til Íslands og flytja Íslendinga út. „Ég fór þarna grunlaus og hélt að ég væri að fara að hitta kunningja minn, sem er plötusnúður á skemmtistaðnum Space, sem er einn sá flottasti á Ibiza," segir Kristinn en þegar hann mætti til fundar við vin sinn voru þar mættir eigandi staðarins og fjárfestar. „Þá var vinur minn búinn að bóka fund með þeim án þess að láta mig vita," segir Kristinn sem viðurkennir að hann hafi verið frekar stressaður því hann gerði sér strax grein fyrir að þetta væru áhrifamiklir menn innan skemmtanalífsins. Space er einn af flottustu og stærstu skemmtistöðum á eyjunni og margir af frægustu plötusnúðum heims koma þar fram. „Þeir hafa sem sagt mikinn áhuga á Íslandi og voru búnir að heyra að Reykjavík er kölluð Ibiza norðursins," segir Kristinn og bætir við að mennirnir vilji koma á eins konar samstarfi milli eyjanna og fá hann í lið með sér. Kristinn hefur löngum verið að flytja inn plötusnúða til landsins í gegnum fyrirtækið sitt Flex Music og var staddur á Ibiza í hópferð með útvarpstöðinni Flash Fm þar sem hann er með danstónlistarþátt. Hann ætlaði ekki bara að vera á Ibiza í fríi heldur vonaðist einnig eftir að geta komið sér upp tengslum við plötusnúða. „ Ég bjóst samt aldrei við þessu og þetta eru bara draumasamböndin. Við fórum á flottasta veitingastað sem ég hef komið á. Það var ekki einu sinni verð á matseðlinum," segir Kristinn sem er nú farinn að skipuleggja sérstök Ibiza-kvöld á skemmtistöðum Reykjavíkur og hópferðir Íslendinga út. „Við erum að plana þetta í sameiningu og ætlum að byrja á því að halda þrjú kvöld hér heima þar sem Ibiza-menn munu senda hingað plötusnúða og stelpur sem dansa. Þeir vilja koma með Ibiza-stemninguna hingað heim," segir Kristinn en á næsta ári er svo fyrirhuguð ferð til Ibiza þar sem skemmtistaðurinn Space vill halda íslenskt kvöld með íslenskum plötusnúðum. Þess má geta að skemmtistaðurinn Space er staðurinn þar sem íslenski plötusnúðurinn Bensól mun þeyta skífum á sunnudögum, eftir að hann vann plötusnúðakeppni á netinu. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
Plötusnúðurinn og eigandi Flex Music, Kristinn Bjarnason, lenti í miklu ævintýri á partíeyjunni Ibiza. Komst hann að því að mikill áhugi er þar á Íslandi. Lenti hann á fundi með áhrifamiklum mönnum sem vilja fara með Ibiza til Íslands og flytja Íslendinga út. „Ég fór þarna grunlaus og hélt að ég væri að fara að hitta kunningja minn, sem er plötusnúður á skemmtistaðnum Space, sem er einn sá flottasti á Ibiza," segir Kristinn en þegar hann mætti til fundar við vin sinn voru þar mættir eigandi staðarins og fjárfestar. „Þá var vinur minn búinn að bóka fund með þeim án þess að láta mig vita," segir Kristinn sem viðurkennir að hann hafi verið frekar stressaður því hann gerði sér strax grein fyrir að þetta væru áhrifamiklir menn innan skemmtanalífsins. Space er einn af flottustu og stærstu skemmtistöðum á eyjunni og margir af frægustu plötusnúðum heims koma þar fram. „Þeir hafa sem sagt mikinn áhuga á Íslandi og voru búnir að heyra að Reykjavík er kölluð Ibiza norðursins," segir Kristinn og bætir við að mennirnir vilji koma á eins konar samstarfi milli eyjanna og fá hann í lið með sér. Kristinn hefur löngum verið að flytja inn plötusnúða til landsins í gegnum fyrirtækið sitt Flex Music og var staddur á Ibiza í hópferð með útvarpstöðinni Flash Fm þar sem hann er með danstónlistarþátt. Hann ætlaði ekki bara að vera á Ibiza í fríi heldur vonaðist einnig eftir að geta komið sér upp tengslum við plötusnúða. „ Ég bjóst samt aldrei við þessu og þetta eru bara draumasamböndin. Við fórum á flottasta veitingastað sem ég hef komið á. Það var ekki einu sinni verð á matseðlinum," segir Kristinn sem er nú farinn að skipuleggja sérstök Ibiza-kvöld á skemmtistöðum Reykjavíkur og hópferðir Íslendinga út. „Við erum að plana þetta í sameiningu og ætlum að byrja á því að halda þrjú kvöld hér heima þar sem Ibiza-menn munu senda hingað plötusnúða og stelpur sem dansa. Þeir vilja koma með Ibiza-stemninguna hingað heim," segir Kristinn en á næsta ári er svo fyrirhuguð ferð til Ibiza þar sem skemmtistaðurinn Space vill halda íslenskt kvöld með íslenskum plötusnúðum. Þess má geta að skemmtistaðurinn Space er staðurinn þar sem íslenski plötusnúðurinn Bensól mun þeyta skífum á sunnudögum, eftir að hann vann plötusnúðakeppni á netinu.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira