Fangar hjálpa fátækum: Baka mörg þúsund smákökur Magnús Már Guðmundsson skrifar 5. desember 2010 16:41 „Margir hérna koma frá brotnum heimilum og fjölskyldum sem hafa haft lítið á milli handanna þannig að það eru margir hérna sem þekkja þetta. Okkur fannst við þurfa að gera eitthvað en það er ekki mikið sem við getum gert verandi í öryggisfangelsi," segir fanginn Jónas Árni Lúðvíksson í samtali við fréttastofu. Fangar á Litla Hrauni afhenda á morgun Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Jólaaðstoð-2010 mörg þúsund smákökur sem þeir hafa bakað til að hjálpa fjölskyldum sem minnst peningaráð hafa fyrir jólin. „Með öllu baka þeir úr hálfu tonni og nú þegar er búið að baka stærstan hluta af því," segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins á Litla Hrauni. „Það hefur verið einstakt að fylgjast með þeim."Fangar kvíða og vanlíðanar Jónas segir að fangarnir vilji láta gott af sér leiða. „Ástandið í þjóðfélaginu er alltaf að versna og versna og þó fólkið í röðunum sé frjálst ferða sinna er það hálfpartin fangar kvíða og vanlíðanar og líður eflust verr en okkur hér. Þannig að okkur langaði til að gera eitthvað og fórum með þessa hugmynd til Margrétar," segir Jónas. „Það komust færri að en vildu en við erum sjö í þessu. Eldhúsið bíður bara ekki upp á að fleiri taki þátt." Í framhaldinu höfðu fangarnir samband við fjölda fyrirtækja og athuguðu hvort að þau væru til í að leggja þeim til hráefni. Jónas segir auk þess að bakarinn Jói Fel hafi verið þeim innan handar og gefið þeim góðar ábendingar. Jói hafi þó ekki náð að kíkja til þeirra.Baka sex sortir Smákökugerðin fer fram í eldhúsi fangelsisins eftir hádegismat á hverjum degi undir leiðsögn matráðskonunnar. „Hún hefur verið frábær og hún veit nákvæmlega hvernig á að gera þetta," segir Jónas. „Þrátt fyrir að við viljum glaðir vera þarna allan daginn þá verður alltaf einhver að vera með okkur og hér er auðvitað mannekla eins og víða annars staðar." Jónas og félagar hafa bakað sex sortir og pakkað kökunum inn í smápoka og lokað þeim með jólabandi. „Það er sveitalúkk á þessu en þetta eru heimilslegar og góðar smákökur." Stærstur hluti verður afhentur á morgun en Jónas segir að fangarnir muni halda áfram að baka næstu daga. Ísland í dag fjallaði einnig um málið í síðustu viku og horfa má á þá umfjöllun hér að ofan. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
„Margir hérna koma frá brotnum heimilum og fjölskyldum sem hafa haft lítið á milli handanna þannig að það eru margir hérna sem þekkja þetta. Okkur fannst við þurfa að gera eitthvað en það er ekki mikið sem við getum gert verandi í öryggisfangelsi," segir fanginn Jónas Árni Lúðvíksson í samtali við fréttastofu. Fangar á Litla Hrauni afhenda á morgun Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Jólaaðstoð-2010 mörg þúsund smákökur sem þeir hafa bakað til að hjálpa fjölskyldum sem minnst peningaráð hafa fyrir jólin. „Með öllu baka þeir úr hálfu tonni og nú þegar er búið að baka stærstan hluta af því," segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins á Litla Hrauni. „Það hefur verið einstakt að fylgjast með þeim."Fangar kvíða og vanlíðanar Jónas segir að fangarnir vilji láta gott af sér leiða. „Ástandið í þjóðfélaginu er alltaf að versna og versna og þó fólkið í röðunum sé frjálst ferða sinna er það hálfpartin fangar kvíða og vanlíðanar og líður eflust verr en okkur hér. Þannig að okkur langaði til að gera eitthvað og fórum með þessa hugmynd til Margrétar," segir Jónas. „Það komust færri að en vildu en við erum sjö í þessu. Eldhúsið bíður bara ekki upp á að fleiri taki þátt." Í framhaldinu höfðu fangarnir samband við fjölda fyrirtækja og athuguðu hvort að þau væru til í að leggja þeim til hráefni. Jónas segir auk þess að bakarinn Jói Fel hafi verið þeim innan handar og gefið þeim góðar ábendingar. Jói hafi þó ekki náð að kíkja til þeirra.Baka sex sortir Smákökugerðin fer fram í eldhúsi fangelsisins eftir hádegismat á hverjum degi undir leiðsögn matráðskonunnar. „Hún hefur verið frábær og hún veit nákvæmlega hvernig á að gera þetta," segir Jónas. „Þrátt fyrir að við viljum glaðir vera þarna allan daginn þá verður alltaf einhver að vera með okkur og hér er auðvitað mannekla eins og víða annars staðar." Jónas og félagar hafa bakað sex sortir og pakkað kökunum inn í smápoka og lokað þeim með jólabandi. „Það er sveitalúkk á þessu en þetta eru heimilslegar og góðar smákökur." Stærstur hluti verður afhentur á morgun en Jónas segir að fangarnir muni halda áfram að baka næstu daga. Ísland í dag fjallaði einnig um málið í síðustu viku og horfa má á þá umfjöllun hér að ofan.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira