Vörpum ljósi á þriðja geirann Guðrún Agnarsdóttir skrifar 5. desember 2010 07:00 Fimmti desember er dagur sjálfboðaliðans. Næsta ár, 2011, verður evrópskt ár sjálfboðaliðans. Þessa verður minnst víða þar sem verðmætt og mikilvægt hlutverk og framlag sjálfboðaliða og samtaka þeirra til samfélagsins er metið og í hávegum haft. Löng hefð er fyrir sjálfboðaliðastarfi hjá nágrannaþjóðum okkar, bæði austan hafs og vestan, sem hefur með fjölbreyttum hætti styrkt samfélagið og velferðarmál af ýmsu tagi og létt þannig á hlutverki hins opinbera. Það sama má segja hér á landi þar sem rannsóknir hafa sýnt að um 40% landsmanna sinna sjálfboðaliðastarfi. Hafa nágrannaþjóðir okkar metið þetta mikla framlag með því að létta af sjálfboðaliðasamtökum og frjálsum félagasamtökum skattaálögum til að auðvelda störf þeirra og svigrúm. Þessi samtök sem starfa án fjárhagslegrar hagnaðarvonar hafa oft verið skilgreind sem þriðji geirinn og er þá miðað við opinbera geirann annars vegar og einkageirann hins vegar. Þessu hefur verið öðruvísi varið hér á landi þar sem frjáls félagasamtök og almannaheillasamtök njóta ekki slíkrar skattalegrar meðferðar. Starfs- og rekstrarumhverfi þriðja geirans er ekki lagalega skilgreint ef borið er saman við opinbera og einkageirann. Almannaheill, samtök þriðja geirans voru stofnuð 26. júní 2008 og standa nú að þeim 19 aðildarfélög fjölbreyttra og mjög fjölmennra félagasamtaka. Þessi samtök hafa um langt skeið lagt mjög verðmætan skerf til íslensks samfélags með sjálfboðaliða- og hugsjónastarfi. Samtökin voru stofnuð með þrjú aðalmarkmið í huga. a) Skattalögum verði breytt á þann hátt að almannaheillafélög og sjálfseignarstofnanir verði undanþegin erfðafjárskatti og að einstaklingum og lögaðilum verði heimilað að draga gjafir til félaga og samtaka sem starfa í almannaþágu frá tekjuskattsstofni. Ennfremur verði slíkum félögum og samtökum heimilað að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af aðföngum vegna starfseminnar. b) Sett verði heildarlög um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana, réttindi þeirra og skyldur. c) Ímynd félaga sem starfa í almannaþágu verði efld til muna meðal almennings. Fyrir atbeina Almannaheilla var skipuð nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins sem nú hefur skilað skýrslu um mat á mikilvægi þess að setja heildarlöggjöf um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana. Brýnt er að sú skýrsla komi sem fyrst til umræðu og umfjöllunar. Nýlega var opnað Fræðasetur þriðja geirans við Háskóla Íslands. Meginhlutverk þess er að efla rannsóknir, þróunarverkefni og fræðslu á sviði þriðja geirans og almennra félaga sem starfa án hagnaðarvonar. Að setrinu standa Félagsráðgjafardeild og Stjórnmálafræðideild í samvinnu við Almannaheill-Samtök þriðja geirans. Setrið verður staðsett í Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Dr. Ómar H. Kristmundsson, prófessor og Dr.Steinunn Hrafnsdóttir, dósent veita setrinu forstöðu. Verkefnisstjóri þess er Gestur Páll Reynisson. Fræðasetrið mun verða mikilvægur bakhjarl fyrir starfsemi samtaka þriðja geirans. Almannaheill hafa sett sér siðareglur og verið virk í umræðu og málþingum um málefni þriðja geirans. Þau hafa nýlega ráðið sér starfsmann og hyggjast verða enn virkari í því að vekja skilning og áhuga almennings og stjórnvalda á mikilvægu starfi almannaheillasamtaka í þágu samfélags okkar á ári sjálfboðaliðans 2011. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Fimmti desember er dagur sjálfboðaliðans. Næsta ár, 2011, verður evrópskt ár sjálfboðaliðans. Þessa verður minnst víða þar sem verðmætt og mikilvægt hlutverk og framlag sjálfboðaliða og samtaka þeirra til samfélagsins er metið og í hávegum haft. Löng hefð er fyrir sjálfboðaliðastarfi hjá nágrannaþjóðum okkar, bæði austan hafs og vestan, sem hefur með fjölbreyttum hætti styrkt samfélagið og velferðarmál af ýmsu tagi og létt þannig á hlutverki hins opinbera. Það sama má segja hér á landi þar sem rannsóknir hafa sýnt að um 40% landsmanna sinna sjálfboðaliðastarfi. Hafa nágrannaþjóðir okkar metið þetta mikla framlag með því að létta af sjálfboðaliðasamtökum og frjálsum félagasamtökum skattaálögum til að auðvelda störf þeirra og svigrúm. Þessi samtök sem starfa án fjárhagslegrar hagnaðarvonar hafa oft verið skilgreind sem þriðji geirinn og er þá miðað við opinbera geirann annars vegar og einkageirann hins vegar. Þessu hefur verið öðruvísi varið hér á landi þar sem frjáls félagasamtök og almannaheillasamtök njóta ekki slíkrar skattalegrar meðferðar. Starfs- og rekstrarumhverfi þriðja geirans er ekki lagalega skilgreint ef borið er saman við opinbera og einkageirann. Almannaheill, samtök þriðja geirans voru stofnuð 26. júní 2008 og standa nú að þeim 19 aðildarfélög fjölbreyttra og mjög fjölmennra félagasamtaka. Þessi samtök hafa um langt skeið lagt mjög verðmætan skerf til íslensks samfélags með sjálfboðaliða- og hugsjónastarfi. Samtökin voru stofnuð með þrjú aðalmarkmið í huga. a) Skattalögum verði breytt á þann hátt að almannaheillafélög og sjálfseignarstofnanir verði undanþegin erfðafjárskatti og að einstaklingum og lögaðilum verði heimilað að draga gjafir til félaga og samtaka sem starfa í almannaþágu frá tekjuskattsstofni. Ennfremur verði slíkum félögum og samtökum heimilað að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af aðföngum vegna starfseminnar. b) Sett verði heildarlög um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana, réttindi þeirra og skyldur. c) Ímynd félaga sem starfa í almannaþágu verði efld til muna meðal almennings. Fyrir atbeina Almannaheilla var skipuð nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins sem nú hefur skilað skýrslu um mat á mikilvægi þess að setja heildarlöggjöf um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana. Brýnt er að sú skýrsla komi sem fyrst til umræðu og umfjöllunar. Nýlega var opnað Fræðasetur þriðja geirans við Háskóla Íslands. Meginhlutverk þess er að efla rannsóknir, þróunarverkefni og fræðslu á sviði þriðja geirans og almennra félaga sem starfa án hagnaðarvonar. Að setrinu standa Félagsráðgjafardeild og Stjórnmálafræðideild í samvinnu við Almannaheill-Samtök þriðja geirans. Setrið verður staðsett í Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Dr. Ómar H. Kristmundsson, prófessor og Dr.Steinunn Hrafnsdóttir, dósent veita setrinu forstöðu. Verkefnisstjóri þess er Gestur Páll Reynisson. Fræðasetrið mun verða mikilvægur bakhjarl fyrir starfsemi samtaka þriðja geirans. Almannaheill hafa sett sér siðareglur og verið virk í umræðu og málþingum um málefni þriðja geirans. Þau hafa nýlega ráðið sér starfsmann og hyggjast verða enn virkari í því að vekja skilning og áhuga almennings og stjórnvalda á mikilvægu starfi almannaheillasamtaka í þágu samfélags okkar á ári sjálfboðaliðans 2011.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar