Handbolti

Guðmundur tók enga áhættu með Aron Pálmarsson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson í leiknum á móti Portúgal á dögunum.
Aron Pálmarsson í leiknum á móti Portúgal á dögunum. Mynd/Anton
Aron Pálmarsson var ekkert með íslenska landsliðinu á hraðmótinu í Frakklandi um helgina þar sem að hann meiddist á æfingu fyrir helgi. Aron var eini leikmaðurinn í EM-hópnum sem tók ekki þátt í leikjunum á móti Spáni og Frakklandi.

„Aron fékk högg á hnéð á æfingu. Við tókum enga áhættu og vildum ekki nota hann," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari og hann er vongóður með að Aron verði orðinn klár fyrir fyrsta leik á EM sem verður á móti Serbum á þriðjudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×