Og hvað svo? Birkir Jón Jónsson skrifar 7. september 2010 06:00 Það er ástæða til að óska nýjum ráðherrum og ríkisstjórninni í heild sinni velfarnaðar í erfiðum og vandasömum störfum. Mikil togstreita og vandræðagangur hefur einkennt stjórnina við ráðherraskiptin eins og í svo mörgum öðrum málum. En boða þessi tímamót einhverjar breytingar fyrir samfélagið okkar? Meðal iðnaðarmanna, verkfræðinga, fólks án atvinnu og fleiri hópa í samfélaginu hafa heyrst áhyggjuraddir um hvað og hvort yfirhöfuð eitthvað eigi að gera í atvinnusköpun í samfélaginu. Öfl innan ríkisstjórnarinnar virðast ekki kæra sig um að mikilvægar framkvæmdir verði að veruleika, heldur eigi „eitthvað annað" að taka við. Þetta gamalkunna stef er vel þekkt frá fyrri árum en í dag er ekki hægt að leyfa sér slíkan málflutning án þess að útskýra hvað nákvæmlega er átt við með því og án þess að efndir fylgi orðum. Annars er aðeins um marklaust orðagjálfur að ræða. Það að hundruð Íslendinga flytji af landi brott í hverjum mánuði og að atvinnuleysi 13.000 Íslendinga sé bláköld staðreynd kallar á aðgerðir stjórnvalda en ekki aðgerðarleysi. Það að slíkur fjöldi fólks sé nú án atvinnu kostar ríkissjóð rúmlega 20 milljarða á ári hverju. Eftir að hafa hlustað á forystu ríkisstjórnarinnar í kjölfar breyttrar liðskipunar hefur komið í ljós að þótt nýir einstaklingar sitji við stjórnarborðið - þá hefur stefnan í raun ekkert breyst. Aðeins er um að ræða nýtt vín á gömlum belgjum. En stefnunni verður einfaldlega að breyta. Nú á enn að hækka skatta á heimili og fyrirtæki, til viðbótar þeim hækkunum sem voru framkvæmdar á síðasta ári. Ef ríkisstjórnin fer ekki að vakna upp af þeim draumi að endalaust megi að hækka álögur á heimili og fyrirtæki er illa fyrir okkur komið. Við þurfum stjórnvöld sem stuðla að aukinni atvinnusköpun og þar með skatttekjum í stað bótagreiðslna. Viðspyrnan þarf að hefjast nú þegar - það má ekki draga hana lengur. Reyndar er það svo, ef stöðugleikasáttmálinn sálugi er lesinn, að við blasir að ríkisstjórnin hefur svikið aðila vinnumarkaðarins og hækkað skatta á fjölskyldur og fyrirtæki í miklu meira mæli en þar var kveðið á um. Aðgerðir til að auka atvinnu og styðja við markmið aðila vinnumarkaðarins hefðu dregið úr skattahækkunum og niðurskurði. Því miður hefur ríkisstjórnin kosið aðrar leiðir. Ef fram heldur sem horfir á að velta enn frekari byrðum á heimili og fyrirtæki. Er ekki komið nóg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að óska nýjum ráðherrum og ríkisstjórninni í heild sinni velfarnaðar í erfiðum og vandasömum störfum. Mikil togstreita og vandræðagangur hefur einkennt stjórnina við ráðherraskiptin eins og í svo mörgum öðrum málum. En boða þessi tímamót einhverjar breytingar fyrir samfélagið okkar? Meðal iðnaðarmanna, verkfræðinga, fólks án atvinnu og fleiri hópa í samfélaginu hafa heyrst áhyggjuraddir um hvað og hvort yfirhöfuð eitthvað eigi að gera í atvinnusköpun í samfélaginu. Öfl innan ríkisstjórnarinnar virðast ekki kæra sig um að mikilvægar framkvæmdir verði að veruleika, heldur eigi „eitthvað annað" að taka við. Þetta gamalkunna stef er vel þekkt frá fyrri árum en í dag er ekki hægt að leyfa sér slíkan málflutning án þess að útskýra hvað nákvæmlega er átt við með því og án þess að efndir fylgi orðum. Annars er aðeins um marklaust orðagjálfur að ræða. Það að hundruð Íslendinga flytji af landi brott í hverjum mánuði og að atvinnuleysi 13.000 Íslendinga sé bláköld staðreynd kallar á aðgerðir stjórnvalda en ekki aðgerðarleysi. Það að slíkur fjöldi fólks sé nú án atvinnu kostar ríkissjóð rúmlega 20 milljarða á ári hverju. Eftir að hafa hlustað á forystu ríkisstjórnarinnar í kjölfar breyttrar liðskipunar hefur komið í ljós að þótt nýir einstaklingar sitji við stjórnarborðið - þá hefur stefnan í raun ekkert breyst. Aðeins er um að ræða nýtt vín á gömlum belgjum. En stefnunni verður einfaldlega að breyta. Nú á enn að hækka skatta á heimili og fyrirtæki, til viðbótar þeim hækkunum sem voru framkvæmdar á síðasta ári. Ef ríkisstjórnin fer ekki að vakna upp af þeim draumi að endalaust megi að hækka álögur á heimili og fyrirtæki er illa fyrir okkur komið. Við þurfum stjórnvöld sem stuðla að aukinni atvinnusköpun og þar með skatttekjum í stað bótagreiðslna. Viðspyrnan þarf að hefjast nú þegar - það má ekki draga hana lengur. Reyndar er það svo, ef stöðugleikasáttmálinn sálugi er lesinn, að við blasir að ríkisstjórnin hefur svikið aðila vinnumarkaðarins og hækkað skatta á fjölskyldur og fyrirtæki í miklu meira mæli en þar var kveðið á um. Aðgerðir til að auka atvinnu og styðja við markmið aðila vinnumarkaðarins hefðu dregið úr skattahækkunum og niðurskurði. Því miður hefur ríkisstjórnin kosið aðrar leiðir. Ef fram heldur sem horfir á að velta enn frekari byrðum á heimili og fyrirtæki. Er ekki komið nóg?
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar