Lífið

Rachel Weisz með Batman og Bond

Rachel Weisz er orðuð við bæði Batman og James Bond. Hún á reyndar að leika í næstu Batman-mynd en er sögð eiga í ástarsambandi við Daniel Craig sem leikur Bond.NOrdic Photos/Getty
Rachel Weisz er orðuð við bæði Batman og James Bond. Hún á reyndar að leika í næstu Batman-mynd en er sögð eiga í ástarsambandi við Daniel Craig sem leikur Bond.NOrdic Photos/Getty
Rachel Weisz þykir líklegust til að hreppa hið eftirsóknarverða aðalkvenhlutverk í næstu Batman-mynd bandaríska leikstjórans Chris Nolan. Þetta kemur fram á afþreyingarvefnum Contactmusic.com.

Fjöldi frægra leikvenna hefur lýst áhuga sínum á hlutverkinu og nægir þar að nefna Gossip Girl-stjörnuna Blake Lively og Natalie Portman. Nolan hefur þegar fengið breska leikarann Tom Hardy í hlutverk nýs þrjóts en það verður vægast sagt forvitnilegt að sjá hvort Nolan takist að fylgja eftir gríðarlegum vinsældum Dark Knight. Christian Bale mun endurtaka hlutverk Leðurblökumannsins í þriðja sinn en myndinni hefur verið gefið nafnið Dark Knight Rises.

Og Weisz hefur heldur betur verið í kastljósi fjölmiðla beggja vegna Atlantshafsins. Því hún skildi nýverið við eiginmanninn, leikstjórann Darren Aronofsky. Ástæðan fyrir skilnaðinum var ekkert venjuleg því sjálfur James Bond eða Daniel Craig er talinn hafa komist upp á milli hjóna. Weisz er sögð hafa fallið fyrir Craig þegar þau léku saman í kvikmyndinni Dream House. - fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.