Erlent

Gerir grein fyrir stuðningi sínum við Íraksstríðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gordon Brown ætlar að svara fyrir stuðning sinn við Íraksstríðið. Mynd/ AFP.
Gordon Brown ætlar að svara fyrir stuðning sinn við Íraksstríðið. Mynd/ AFP.
Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, mun í dag bera vitni vegna rannsóknar á aðdraganda á þætti Breta í innrásinni í Írak árið 2003. Vitni hafa þegar sagt að Brown hafi átt stóran þátt í ákvörðuninni. Sjálfur sagði Brown að ástæða þess að hann hafi stutt innrásina hefði ekki verið grunur um að Írakar byggju yfir efnavopnum. Ástæðan hafi frekar verið sú að Írak hafi hunsað samþykktir Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×