Erlent

Óheppilegur framburður á nafni ráðherra

Óli Tynes skrifar
Þáttastjórnandinn hló eins og hýena.
Þáttastjórnandinn hló eins og hýena.

Ríkisstjórn Nýja Sjálands hefur beðið Indverja afsökunar á því að stjórnandi útvarpsþáttar skyldi bera nafn indversks ráðherra vitlaust fram. Það þykir til marks um að þáttastjórnandinn gerði það viljandi, að hann hló eins og hýena á meðan.

Indverska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Nýja Sjálands á teppið vegna þessa máls og sendiherrann baðst innilega afsökunar. Hann benti á við viðkomandi þáttastjórnandi, Paul Henry, hafi áður verið rekinn tímabundið úr starfi fyrir ósæmilega framkomu. Nafn indverska ráðherrans er borið fram Dixit á Indlandi. Það er hinsvegar skrifað Dikshit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×