Erlent

Hættir sem þjóðaröryggisráðgjafi Obama

Jones sést hér með Obama og Hillary Clinton. Mynd/AP
Jones sést hér með Obama og Hillary Clinton. Mynd/AP

James Jones lætur störfum sem þjóðaröryggisráðgjafi Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, eftir helgi. Tom Donilon, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Obama, tekur við starfinu.

Jones sem er fyrrverandi hershöfðingi lætur af störfum sökum aldurs en það lág fyrir þegar Obama tók við sem forseti að Jones myndi ekki gegna embætti þjóðaröryggisráðgjafa út kjörtímabilið.

Obama bar lof á Jones og þakkaði honum fyrir vel unnin störf í þágu Bandaríkjanna þegar hann ræddi við fréttamenn fyrr í dag. Obama sagði jafnframt að Donilon væri afar hæfur og að gott væri að vinna með honum.

Jones sést hér með Obama og Hillary Clinton. Mynd/AP








Fleiri fréttir

Sjá meira


×