Lire velur Skipið bestu glæpasöguna í Frakklandi 24. júní 2010 12:00 Stefán segir bókmenntamenningu mikla í Frakklandi og því sé þetta einstakur heiður.fréttablaðið/arnþór „Það er alveg æðislegt hvernig stemningin er fyrir bókinni úti í Frakklandi,“ segir Stefán Máni Sigþórsson, rithöfundur. Franska bókmenntatímaritið Lire valdi á dögunum bók Stefáns Mána Skipið bestu glæpasögu ársins. Lire gaf bókinni fjórar stjörnur í nýjasta hefti sínu sem er tileinkað glæpasögum. Stefán Máni skýtur öðrum rithöfundum ref fyrir rass þar sem Skipið er eina bókin sem fær fjórar stjörnur. „Ég fékk tímaritið sent frá þeim. Þetta er svolítið stórt og rosalega flott tímarit,“ segir Stefán. „Ekkert of akademískt þannig að það er breiður hópur sem les það. Þeir velja tíu bestu glæpasögur ársins og völdu Skipið í fyrsta sæti. Einnig var hún eina bókin sem þeir gáfu fjórar stjörnur. Það er auðvitað alveg magnað þar sem þetta er fyrsta bókin mín í Frakklandi.“ Gagnrýnendur Lire spara ekki stóru orðin í umsögnum sínum um bókina og segja hana meistaraverk. Þá er bygging sögunnar sögð þrekvirki sem heldur stöðugri spennu. Ef þetta er ekki nóg, þá er talað um að Stefán Máni sé með öllu óhræddur, textinn sé reiðilegur, harmrænn og hamslaus. Loks segir gagnrýnandi að Stefán ríghaldi lesandanum allt að síðustu blaðsíðu. Þegar hann leggi svo loks bókina frá sér sé hann ringlaður og viti í raun ekki hvert eigi að leita. Stefán segir að sala á Skipinu hafi rokið upp í kjölfarið á valinu og franska forlagið sé búið að prenta annað upplag. Þá hefur forlagið tryggt sér útgáfuréttinn á bókinni Svartur á leik eftir Stefán og lýst yfir áhuga á framtíðarverkum hans. „Það koma kannski 100.000 bækur út í Frakklandi á ári og líftíminn er ekki langur,“ segir hann. „En þetta hleypti lífi í söluna aftur sem er mjög flott.“ linda@frettabladid.is Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Sjá meira
„Það er alveg æðislegt hvernig stemningin er fyrir bókinni úti í Frakklandi,“ segir Stefán Máni Sigþórsson, rithöfundur. Franska bókmenntatímaritið Lire valdi á dögunum bók Stefáns Mána Skipið bestu glæpasögu ársins. Lire gaf bókinni fjórar stjörnur í nýjasta hefti sínu sem er tileinkað glæpasögum. Stefán Máni skýtur öðrum rithöfundum ref fyrir rass þar sem Skipið er eina bókin sem fær fjórar stjörnur. „Ég fékk tímaritið sent frá þeim. Þetta er svolítið stórt og rosalega flott tímarit,“ segir Stefán. „Ekkert of akademískt þannig að það er breiður hópur sem les það. Þeir velja tíu bestu glæpasögur ársins og völdu Skipið í fyrsta sæti. Einnig var hún eina bókin sem þeir gáfu fjórar stjörnur. Það er auðvitað alveg magnað þar sem þetta er fyrsta bókin mín í Frakklandi.“ Gagnrýnendur Lire spara ekki stóru orðin í umsögnum sínum um bókina og segja hana meistaraverk. Þá er bygging sögunnar sögð þrekvirki sem heldur stöðugri spennu. Ef þetta er ekki nóg, þá er talað um að Stefán Máni sé með öllu óhræddur, textinn sé reiðilegur, harmrænn og hamslaus. Loks segir gagnrýnandi að Stefán ríghaldi lesandanum allt að síðustu blaðsíðu. Þegar hann leggi svo loks bókina frá sér sé hann ringlaður og viti í raun ekki hvert eigi að leita. Stefán segir að sala á Skipinu hafi rokið upp í kjölfarið á valinu og franska forlagið sé búið að prenta annað upplag. Þá hefur forlagið tryggt sér útgáfuréttinn á bókinni Svartur á leik eftir Stefán og lýst yfir áhuga á framtíðarverkum hans. „Það koma kannski 100.000 bækur út í Frakklandi á ári og líftíminn er ekki langur,“ segir hann. „En þetta hleypti lífi í söluna aftur sem er mjög flott.“ linda@frettabladid.is
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Sjá meira