Lífið

Greddulagið Einar Örn Ben

Einar, Örn og Pétur Ben, hafa samið lag sem hefur fengið vinnuheitið Einar Örn Benediktsson.
Einar, Örn og Pétur Ben, hafa samið lag sem hefur fengið vinnuheitið Einar Örn Benediktsson.
„Vinnuheitið er auðvitað Einar Örn Benediktsson eða jafnvel Í framboði,“ segir Einar Tönsberg Einarsson, Eberg, um nýtt lag eftir hann, Örn Elías Guðmundsson (Mugison) og Pétur Ben. Þar á hann við Sykurmolann fyrrverandi og borgarfulltrúann Einar Örn Benediktsson.

Lagið verður að finna á væntanlegri plötu Ebergs og Péturs sem kemur út öðru hvorum megin við áramótin. „Mugison kom með skrímslið sitt, nýja hljófærið, stillti því upp og taldi í. Þetta er mjög flott tól sem hann er búinn að búa til,“ segir Eberg. „Við vorum þarna í tvo til þrjá tíma og settum saman eitt greddulag.“

Mugison og Pétur Ben hafa unnið mikið saman í gegnum árin og kemur því ekki á óvart hversu vel lagasmíðarnar gengu. Eberg og Pétur, sem íhuga að kalla samstarf sitt Einar Ben, hafa lokið upptökum á plötunni og eru núna önnum kafnir við eftirvinnslu. „Þetta er gríðarlega skemmtilegt,“ segir Eberg um útkomuna. „Þetta er frelsandi fyrir okkur báða. Þetta hefur verið mjög ánægjulegt samstarf og við erum spenntir að koma þessu frá okkur.“

Tónlistin verður einhvers konar blanda af poppi, rokki og elektróník. „Þetta er einhver hrærigrautur af því sem okkur finnst skemmtilegt.“ - fb
f





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.