Erlent

BP greiði hærri skaðabætur vegna olíulekans

Obama hyggst jafnframt beita sér fyrir því að breska olíufélaginu BP verði gert að greiða hærri skaðabætur en áður hafði verið talið að það þyrfi að reiða fram.
Obama hyggst jafnframt beita sér fyrir því að breska olíufélaginu BP verði gert að greiða hærri skaðabætur en áður hafði verið talið að það þyrfi að reiða fram. Mynd/AP
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir að breska olíufélagið BP verði látið axla ábyrgð á olíulekanum á Mexíkóflóa. Hann hyggst hækka skaðabæturnar sem félagið þarf að borga.

Það var 20. apríl síðastliðinn sem stór olíuborpallur BP sökk í flóanum með þeim afleiðingum að olía lekur nú í hafið og ógnar fiskimiðum, fjölbreyttu dýralífi við ströndina og stórum fenjasvæðum í kring sem eru mikilvæg fyrir margar plöntur og fugla. Enn sem komið er er ekki talið að fuglalíf hafi orðið fyrir verulegum skakkaföllum af völdum olíulekans. Um 800 þúsund lítrar af olíu streyma út í hafið á degi hverjum. Fjölmargar tilraunir til að stoppa lekann hafa mistekist.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að olíufélagið þurfi að greiða allan kostnað vegna hreinsunarstarfsins. Hann hyggst jafnframt beita sér fyrir því að olíufélaginu verði gert að greiða hærri skaðabætur en áður hafði verið talið að það þyrfi að reiða fram. Obama segist vera reiðbúinn til að leggja fram frumvarp sem felur í sér breytingar á núverandi lögum um skaðabætur vegna mengunarslysa. Það felur í sér að fyrirtæki sem bera ábyrgð á slíkum slysum þurfi að borga allt að tíu milljarða bandaríkjadollara í bætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×