Þjóðaratkvæðagreiðslur í norrænum stjórnarskrám Sigurbjörn Svavarsson skrifar 23. nóvember 2010 14:15 Því er gjarnan haldið fram að okkar Stjórnarskrá sé í norrænum anda og á að vera erfitt að breyta henni. En er það svo? Þegar skoðuð eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í norrænum stjórnarskrám sést að þær eru mjög ólíkar. Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram sex sinnum á Íslandi. Þrisvar sinnum á grundvelli um ályktunar meirihluta Alþingis (1908,1916 1933)um áfengisbann og þegnskylduvinnu. Tvisvar sinnum á grundvelli sambandslaganna við Danmörk (1918, 1944) og nú síðast um Icesave. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í fjórum greinum; 11. gr. Ef Alþingi víkur Forseta frá þarf samþykki þjóðarinnar. 26 gr. Synjun Forseta á lögum Alþingis ber að vísa til þjóðarinnar. 79 gr. og 81.gr. Ef Alþingi samþykkir breytingar á Stjórnarskránni og á kirkjuskipan samkv. 62 gr. Danska stjórnarskráin hefur skýr ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í nokkrum greinum. 42 gr.segir að þriðjungur þingmanna geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um nýsamþykkt lög meirihlutans og einungis þarf meirihluta atkvæða í 30% kosningaþátttöku til að fella lögin. Líklega er þetta ástæðan fyrir meiri samvinnu um lagasetningu á danska þinginu. Þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur hafa farið fram um fullveldisafsal í tengslum við ESB. Norska stjórnarskráin hefur ekkert ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur en meirihluti þings getur samþykkt sérlög um slíkar atkvæðagreiðslur (eins og allstaðar)og það hefur gerst fjórum sinnum frá sjálfstæði, þar af tvisvar um áfengismann eins og á Íslandi. Sænska stjórnarskráin gerir ráð fyrir tvennskonar þjóðaratkvæðagreiðslum. Atkvæðagreiðsla um stjórnarskránna er bindandi. Aðeins 10% þingmanna geta gert tillögu um breytingu á stjórnarskránni og hún fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hljóti hún samþykki 30 % þingsins. Hún fer fram í næstu almennu kosningum og telst samþykkt ef meirihluti a.m.k. helmings kjósenda í almennum kosningum samþykkir. Þjóðaratkvæðagreiðslur um önnur má eru einungis ráðgefandi og þarf meirihluta þingsins til að koma þeim á. Finnska stjórnarskráin gerir einungis ráð fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem meirihlutinn samþykkir sérlög um í hverju tilviki. Aðeins tvær þjóðaratkvæðagreiðslur hafa á sér stað í Finnlandi. Önnur um áfengismál 1931 og hin 1994 um inngöngu í ESB og þær báðar ekki bindandi fyrir þingið. Niðurstaðan af þessari skoðun að er sú að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskrám norrænu ríkjanna eru ólík, hvort þær eru bindandi eða ráðgefandi, hvort meirihluti þings eða minnihluti getur krafist þeirra, eða hvort þær eru um stjórnarskrábreytingu eða annað. Ef þau eru ekki í stjórnarskrá fara þær sjaldnar fram. Lægsti þröskuldurinn á breytingum eins og í Danmörk hefur mikil áhrif á lýðræðið og löggjafarvaldið. Ákvæði 42 gr. dönsku stjórnarskrárinnar skapar grundvöll fyrir samvinnu alls þingsins og þar með möguleika á myndun minnihlutastjórnar sem verður að reiða sig á samvinnu í þinginu og því lítil hætta á stjórnarkreppu. Þetta þurfum við að skoða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Því er gjarnan haldið fram að okkar Stjórnarskrá sé í norrænum anda og á að vera erfitt að breyta henni. En er það svo? Þegar skoðuð eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í norrænum stjórnarskrám sést að þær eru mjög ólíkar. Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram sex sinnum á Íslandi. Þrisvar sinnum á grundvelli um ályktunar meirihluta Alþingis (1908,1916 1933)um áfengisbann og þegnskylduvinnu. Tvisvar sinnum á grundvelli sambandslaganna við Danmörk (1918, 1944) og nú síðast um Icesave. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í fjórum greinum; 11. gr. Ef Alþingi víkur Forseta frá þarf samþykki þjóðarinnar. 26 gr. Synjun Forseta á lögum Alþingis ber að vísa til þjóðarinnar. 79 gr. og 81.gr. Ef Alþingi samþykkir breytingar á Stjórnarskránni og á kirkjuskipan samkv. 62 gr. Danska stjórnarskráin hefur skýr ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í nokkrum greinum. 42 gr.segir að þriðjungur þingmanna geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um nýsamþykkt lög meirihlutans og einungis þarf meirihluta atkvæða í 30% kosningaþátttöku til að fella lögin. Líklega er þetta ástæðan fyrir meiri samvinnu um lagasetningu á danska þinginu. Þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur hafa farið fram um fullveldisafsal í tengslum við ESB. Norska stjórnarskráin hefur ekkert ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur en meirihluti þings getur samþykkt sérlög um slíkar atkvæðagreiðslur (eins og allstaðar)og það hefur gerst fjórum sinnum frá sjálfstæði, þar af tvisvar um áfengismann eins og á Íslandi. Sænska stjórnarskráin gerir ráð fyrir tvennskonar þjóðaratkvæðagreiðslum. Atkvæðagreiðsla um stjórnarskránna er bindandi. Aðeins 10% þingmanna geta gert tillögu um breytingu á stjórnarskránni og hún fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hljóti hún samþykki 30 % þingsins. Hún fer fram í næstu almennu kosningum og telst samþykkt ef meirihluti a.m.k. helmings kjósenda í almennum kosningum samþykkir. Þjóðaratkvæðagreiðslur um önnur má eru einungis ráðgefandi og þarf meirihluta þingsins til að koma þeim á. Finnska stjórnarskráin gerir einungis ráð fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem meirihlutinn samþykkir sérlög um í hverju tilviki. Aðeins tvær þjóðaratkvæðagreiðslur hafa á sér stað í Finnlandi. Önnur um áfengismál 1931 og hin 1994 um inngöngu í ESB og þær báðar ekki bindandi fyrir þingið. Niðurstaðan af þessari skoðun að er sú að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskrám norrænu ríkjanna eru ólík, hvort þær eru bindandi eða ráðgefandi, hvort meirihluti þings eða minnihluti getur krafist þeirra, eða hvort þær eru um stjórnarskrábreytingu eða annað. Ef þau eru ekki í stjórnarskrá fara þær sjaldnar fram. Lægsti þröskuldurinn á breytingum eins og í Danmörk hefur mikil áhrif á lýðræðið og löggjafarvaldið. Ákvæði 42 gr. dönsku stjórnarskrárinnar skapar grundvöll fyrir samvinnu alls þingsins og þar með möguleika á myndun minnihlutastjórnar sem verður að reiða sig á samvinnu í þinginu og því lítil hætta á stjórnarkreppu. Þetta þurfum við að skoða.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar