Tæpar 400 þúsund krónur nægja ekki fyrir framfærslunni Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 15. desember 2010 18:52 Öryrki og einstæð móðir með nærri fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur frá Tryggingastofnun kveðst ekki hafa efni á jólunum. Að minnsta kosti 75 prósent vinnandi fólks í landinu er með minna á milli handanna eftir skatta. Starfsgreinasambandið er að berjast fyrir 200 þúsund króna lágmarkslaunum, samkvæmt tölum hagstofunnar eru meðal mánaðarlaun fólks í landinu 334 þúsund krónur, þar kemur líka fram að 75% þjóðarinnar er með minna en 383 þúsund krónur á mánuði í föst laun fyrir fulla vinnu sem gefa um 267 þúsund krónur í vasann eftir skatta, gjöld og lífeyrissjóð. Freyja Dís Númadóttir, öryrki og einstæð móðir þriggja barna, er hins vegar með um 388 þúsund krónur í heildargreiðslur frá Tryggingastofnun. Það eru hennar ráðstöfunartekjur, sem jafngilda þá tæpum 600 þúsund krónum (596.000 kr.) í mánaðarlaun. Til viðmiðunar má nefna að föst laun þingmanna eru 520 þúsund krónur. Auk örorkubóta eru greiðslur Freyju meðal annars meðlög, barnalífeyrir og umönnunargreiðslur vegna barna. Freyja býr í félagslegri íbúð í Norðlingaholti ásamt þremur dætrum sínum, 10 til 13 ára. Hún kveðst hafa veikst af heilahimnubólgu 7 ára gömul og greind öryrki 16 ára. „Upp úr þessu hef ég ekki haft fulla vinnslugetu eins og eðlileg persóna," segir Freyja. Hún segist vera óvinnufær, meðal annars með áreynsluasma og lélegt ónæmiskerfi. „Ég á bara einn þúsundkall í veskinu mínu," segir Freyja. Hún segist ekki eiga val um annað en að sækja sér mataraðstoð hjá hjálparsamtökum. Jafnvel þó að það þýði að hún muni krókna á tánum. Hún segir að fleiri séu í svipaðri stöðu og hún. Freyja segist þó gera sér grein fyrir því að hún hafi komið sér í þessa stöðu sjálf. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Öryrki og einstæð móðir með nærri fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur frá Tryggingastofnun kveðst ekki hafa efni á jólunum. Að minnsta kosti 75 prósent vinnandi fólks í landinu er með minna á milli handanna eftir skatta. Starfsgreinasambandið er að berjast fyrir 200 þúsund króna lágmarkslaunum, samkvæmt tölum hagstofunnar eru meðal mánaðarlaun fólks í landinu 334 þúsund krónur, þar kemur líka fram að 75% þjóðarinnar er með minna en 383 þúsund krónur á mánuði í föst laun fyrir fulla vinnu sem gefa um 267 þúsund krónur í vasann eftir skatta, gjöld og lífeyrissjóð. Freyja Dís Númadóttir, öryrki og einstæð móðir þriggja barna, er hins vegar með um 388 þúsund krónur í heildargreiðslur frá Tryggingastofnun. Það eru hennar ráðstöfunartekjur, sem jafngilda þá tæpum 600 þúsund krónum (596.000 kr.) í mánaðarlaun. Til viðmiðunar má nefna að föst laun þingmanna eru 520 þúsund krónur. Auk örorkubóta eru greiðslur Freyju meðal annars meðlög, barnalífeyrir og umönnunargreiðslur vegna barna. Freyja býr í félagslegri íbúð í Norðlingaholti ásamt þremur dætrum sínum, 10 til 13 ára. Hún kveðst hafa veikst af heilahimnubólgu 7 ára gömul og greind öryrki 16 ára. „Upp úr þessu hef ég ekki haft fulla vinnslugetu eins og eðlileg persóna," segir Freyja. Hún segist vera óvinnufær, meðal annars með áreynsluasma og lélegt ónæmiskerfi. „Ég á bara einn þúsundkall í veskinu mínu," segir Freyja. Hún segist ekki eiga val um annað en að sækja sér mataraðstoð hjá hjálparsamtökum. Jafnvel þó að það þýði að hún muni krókna á tánum. Hún segir að fleiri séu í svipaðri stöðu og hún. Freyja segist þó gera sér grein fyrir því að hún hafi komið sér í þessa stöðu sjálf.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira