Fékk innblástur frá Brian Eno í Íslandsheimsókn 8. júlí 2010 19:30 Ben Frost og Brian Eno áttu góðar samverustundir hér á landi. Eno er væntanlegur aftur til landsins síðar á árinu. „Hann er algjör snillingur. Það er ótrúlega gaman að vera í kringum hann," segir ástralski tónlistarmaðurinn Ben Frost sem hefur starfað á Íslandi undanfarin ár. Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn heimsfrægi Brian Eno fór af landi brott í gær eftir að hafa dvalið hér í fimm daga sem leiðbeinandi Frosts. Fundur þeirra var hluti af Rolex-verkefninu þar sem sex listamenn hvaðanæva að úr heiminum fá að starfa undir handleiðslu þekktra listamanna í ár. „Við spjölluðum saman og reyndum að finna grundvöll fyrir samstarfi," segir Frost sem gaf síðast út plötuna By the Throat hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Bedroom Music. Þeir hittust bæði heima hjá honum og í hljóðverinu Gróðurhúsinu. „Við fórum út á land nokkrum sinnum. Við fórum á Vík og fleiri staði og það var gaman að koma á svörtu strendurnar á Suðurlandi. Það er alltaf gaman að sýna fólki landið." Frost segir heimsókn Eno aðeins byrjunina á samstarfinu og hann ætli að koma aftur til landsins á árinu. Enn á eftir að koma í ljós hvort þeir muni semja tónlist saman. „Ég fæ innblástur frá honum bara með því að vera í sama herbergi og hann og tala við hann. Vonandi vex eitthvað út frá þessu," segir Frost og játar að það sé mikill heiður að fá að starfa með Eno. Seinna á árinu er fyrirhuguð viðamikil kynning á Rolex-verkefninu í Kína þar sem félagarnir hittast aftur og bera saman bækur sínar. Hinn þrítugi Ben Frost er ánægður með samstarfið við Eno en annað mál hvílir þó þungt á honum. Hann er ekki enn kominn með dvalarleyfi á Íslandi þrátt fyrir að hafa verið búsettur hér í fimm ár og tala reiprennandi íslensku. Hann er að vonum afar ósáttur við gang mála. „Ég er að kynna íslenska tónlist en er samt enn þá fastur í þessu. Mig langar bara að ljúka þessu máli." freyr@frettabladid.is Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glatkistunni lokað Menning Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
„Hann er algjör snillingur. Það er ótrúlega gaman að vera í kringum hann," segir ástralski tónlistarmaðurinn Ben Frost sem hefur starfað á Íslandi undanfarin ár. Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn heimsfrægi Brian Eno fór af landi brott í gær eftir að hafa dvalið hér í fimm daga sem leiðbeinandi Frosts. Fundur þeirra var hluti af Rolex-verkefninu þar sem sex listamenn hvaðanæva að úr heiminum fá að starfa undir handleiðslu þekktra listamanna í ár. „Við spjölluðum saman og reyndum að finna grundvöll fyrir samstarfi," segir Frost sem gaf síðast út plötuna By the Throat hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Bedroom Music. Þeir hittust bæði heima hjá honum og í hljóðverinu Gróðurhúsinu. „Við fórum út á land nokkrum sinnum. Við fórum á Vík og fleiri staði og það var gaman að koma á svörtu strendurnar á Suðurlandi. Það er alltaf gaman að sýna fólki landið." Frost segir heimsókn Eno aðeins byrjunina á samstarfinu og hann ætli að koma aftur til landsins á árinu. Enn á eftir að koma í ljós hvort þeir muni semja tónlist saman. „Ég fæ innblástur frá honum bara með því að vera í sama herbergi og hann og tala við hann. Vonandi vex eitthvað út frá þessu," segir Frost og játar að það sé mikill heiður að fá að starfa með Eno. Seinna á árinu er fyrirhuguð viðamikil kynning á Rolex-verkefninu í Kína þar sem félagarnir hittast aftur og bera saman bækur sínar. Hinn þrítugi Ben Frost er ánægður með samstarfið við Eno en annað mál hvílir þó þungt á honum. Hann er ekki enn kominn með dvalarleyfi á Íslandi þrátt fyrir að hafa verið búsettur hér í fimm ár og tala reiprennandi íslensku. Hann er að vonum afar ósáttur við gang mála. „Ég er að kynna íslenska tónlist en er samt enn þá fastur í þessu. Mig langar bara að ljúka þessu máli." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glatkistunni lokað Menning Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira