Reglugerð um vakttíma kemur út Kári Kárason skrifar 8. júlí 2010 06:00 Árið 2008 kom út sameiginleg reglugerð flug- og vakttíma fyrir flugrekendur í Evrópu og rann hún undan rifjum Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA). Var það jákvætt skref að hafa öll flugmálayfirvöld undir sama hatti hvað þetta varðar, en það þýddi líka að sumar þjóðir þurftu nú að gangast undir reglugerð sem var rúmari og ófullkomnari heldur en fyrri reglugerðir í viðkomandi landi. Samgönguráðuneyti tekur af skariðReglugerð um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugverja var innleidd á Íslandi í lok árs 2008, en í henni er m.a. tekið sérstaklega fram að skilgreina skuli áhrif bakvaktar á flugvakt sem fer í hönd ef flugmaður er kallaður út í vinnu af bakvaktinni.Því miður lét samgönguráðuneytið undan þrýstingi frá Samtökum atvinnulífsins og fjarlægði þessa skilgreiningu, sem hafði að tillögu Flugmálastjórnar Íslands verið sett í drögin að reglugerðinni til að tryggja viðunandi flugöryggi og koma í veg fyrir óhóflega langan vakttíma í kjölfar bakvaktar.Flugmálastjórn hafði áhyggjur af hugsanlegri misnotkun flugrekenda á þessu ákvæði í fyrri reglugerðum og áréttaði skilning stofnunarinnar á því í sérstöku bréfi til flugrekenda.Hugsanlega var ráðuneytið með þessu að fara meðalveg á milli þess sem flugmenn og Flugmálastjórn Íslands kröfðust annars vegar og þess sem atvinnurekendur kröfðust hins vegar. Það er hins vegar ljóst að flugöryggissjónarmið voru ekki látin ráða í þetta skiptið, heldur hagsmunasjónarmið flugrekenda. Hvað þýðir þetta?Í stuttu máli er mögulegt að flugmaður hefji 12 klst. bakvakt kl 6 að morgni. Klukkan 17.55 er hann kallaður út í flug og er nú samkvæmt reglugerðinni heimilt að fara á 11 klst. vakt og ef svo óheppilega vill til að vaktin lengist, t.d. út af bilunum og veðri, þá má lengja vaktina upp í 13 tíma, sem þýðir að flugmaðurinn er búinn að vera í vinnu alla nóttina og er að lenda um það bil klukkan 7 um morguninn, eða 25 klst. eftir að hann hóf varavakt sína. Rannsóknir sýna að það eru 5,5 sinnum meiri líkur á að flugmaður verði fyrir slysi ef vakttími er 13 klst. eða lengri (Goode JH, 2003) og enn meiri líkur á slysum þegar flogið er að næturlagi (Flight Safety Foundation, 2000).Vissulega eiga flugmenn að hvíla sig og vera í formi á meðan þeir bíða eftir útkalli, en sýnt hefur verið fram á að hvíld á slíkri vakt er takmörkuð og svefn styttri og verri en undir venjulegum kringumstæðum (Torsvall L & Åkerstedt T, 1988). Að auki er eðlilegt að yfir daginn hugi menn að fjölskyldu og heimili, því ekki geta allir legið uppi í rúmi yfir hábjartan daginn og sofið.Þann 28. október 2007 lenti Boeing-þota frá íslenska flugfélaginu JET-X á Keflavíkurflugvelli og rann út af flugbrautinni. Þetta alvarlega flugatvik var rannsakað og niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að ofþreyta flugmanna hefði verið ein af orsökum óhappsins. Vísindalegar rannsóknir styðja rök FlugmálastjórnarEASA fékk fyrirtækið Moebus Aviation til að gera sérstaka skýrslu um vísindaleg og læknisfræðileg áhrif takmarkana á flug- og vakttímum áhafna. Voru fengnir til verksins 10 sérfræðingar sem komu frá ýmsum sviðum þekkingarsamfélagsins og flugiðnaðarins. Skýrsluhöfundar lögðu sérstaka áherslu á að hámarksvakttíma ætti að festa og setja 13 klst. sem algjört hámark og leyfa engar framlengingar. Ekki var hlustað á það. Enn fremur lagði starfshópurinn til að tekið yrði sérstakt tillit til varavaktar á undan flugvakt, eins og í dæminu hér á undan. Nágrannalönd okkar og mörg önnur Evrópuríki hafa tekið mark á þessu og takmarkað þann vakttíma sem flugmenn geta unnið eftir varavakt. Íslensk stjórnvöld ákváðu að gera þetta öðruvísi og sleppa þessu ákvæði, þrátt fyrir tilmæli Flugmálastjórnar Íslands um að taka slíkar takmarkanir upp.Bráðlega mun Flugmálastjórn krefja flugrekendur um kerfi til að fylgjast með áhættu í tengslum við ofþreytu flugáhafna (Fatique Risk Management System). Göfugum tilgangi slíkra kerfa og gagnsemi verður fljótlega kastað á glæ ef stjórnvöld ákveða að fara þá leið að hlusta ekki á sérfræðiálit sinna eigin stofnana. Flugmenn eru svo sannarlega stórir hagsmunaaðilar í þessu máli en ólíkt Samtökum atvinnulífsins þá leggja þeir lífið að veði og er því umhugað um að þessi mál séu í lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2008 kom út sameiginleg reglugerð flug- og vakttíma fyrir flugrekendur í Evrópu og rann hún undan rifjum Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA). Var það jákvætt skref að hafa öll flugmálayfirvöld undir sama hatti hvað þetta varðar, en það þýddi líka að sumar þjóðir þurftu nú að gangast undir reglugerð sem var rúmari og ófullkomnari heldur en fyrri reglugerðir í viðkomandi landi. Samgönguráðuneyti tekur af skariðReglugerð um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugverja var innleidd á Íslandi í lok árs 2008, en í henni er m.a. tekið sérstaklega fram að skilgreina skuli áhrif bakvaktar á flugvakt sem fer í hönd ef flugmaður er kallaður út í vinnu af bakvaktinni.Því miður lét samgönguráðuneytið undan þrýstingi frá Samtökum atvinnulífsins og fjarlægði þessa skilgreiningu, sem hafði að tillögu Flugmálastjórnar Íslands verið sett í drögin að reglugerðinni til að tryggja viðunandi flugöryggi og koma í veg fyrir óhóflega langan vakttíma í kjölfar bakvaktar.Flugmálastjórn hafði áhyggjur af hugsanlegri misnotkun flugrekenda á þessu ákvæði í fyrri reglugerðum og áréttaði skilning stofnunarinnar á því í sérstöku bréfi til flugrekenda.Hugsanlega var ráðuneytið með þessu að fara meðalveg á milli þess sem flugmenn og Flugmálastjórn Íslands kröfðust annars vegar og þess sem atvinnurekendur kröfðust hins vegar. Það er hins vegar ljóst að flugöryggissjónarmið voru ekki látin ráða í þetta skiptið, heldur hagsmunasjónarmið flugrekenda. Hvað þýðir þetta?Í stuttu máli er mögulegt að flugmaður hefji 12 klst. bakvakt kl 6 að morgni. Klukkan 17.55 er hann kallaður út í flug og er nú samkvæmt reglugerðinni heimilt að fara á 11 klst. vakt og ef svo óheppilega vill til að vaktin lengist, t.d. út af bilunum og veðri, þá má lengja vaktina upp í 13 tíma, sem þýðir að flugmaðurinn er búinn að vera í vinnu alla nóttina og er að lenda um það bil klukkan 7 um morguninn, eða 25 klst. eftir að hann hóf varavakt sína. Rannsóknir sýna að það eru 5,5 sinnum meiri líkur á að flugmaður verði fyrir slysi ef vakttími er 13 klst. eða lengri (Goode JH, 2003) og enn meiri líkur á slysum þegar flogið er að næturlagi (Flight Safety Foundation, 2000).Vissulega eiga flugmenn að hvíla sig og vera í formi á meðan þeir bíða eftir útkalli, en sýnt hefur verið fram á að hvíld á slíkri vakt er takmörkuð og svefn styttri og verri en undir venjulegum kringumstæðum (Torsvall L & Åkerstedt T, 1988). Að auki er eðlilegt að yfir daginn hugi menn að fjölskyldu og heimili, því ekki geta allir legið uppi í rúmi yfir hábjartan daginn og sofið.Þann 28. október 2007 lenti Boeing-þota frá íslenska flugfélaginu JET-X á Keflavíkurflugvelli og rann út af flugbrautinni. Þetta alvarlega flugatvik var rannsakað og niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að ofþreyta flugmanna hefði verið ein af orsökum óhappsins. Vísindalegar rannsóknir styðja rök FlugmálastjórnarEASA fékk fyrirtækið Moebus Aviation til að gera sérstaka skýrslu um vísindaleg og læknisfræðileg áhrif takmarkana á flug- og vakttímum áhafna. Voru fengnir til verksins 10 sérfræðingar sem komu frá ýmsum sviðum þekkingarsamfélagsins og flugiðnaðarins. Skýrsluhöfundar lögðu sérstaka áherslu á að hámarksvakttíma ætti að festa og setja 13 klst. sem algjört hámark og leyfa engar framlengingar. Ekki var hlustað á það. Enn fremur lagði starfshópurinn til að tekið yrði sérstakt tillit til varavaktar á undan flugvakt, eins og í dæminu hér á undan. Nágrannalönd okkar og mörg önnur Evrópuríki hafa tekið mark á þessu og takmarkað þann vakttíma sem flugmenn geta unnið eftir varavakt. Íslensk stjórnvöld ákváðu að gera þetta öðruvísi og sleppa þessu ákvæði, þrátt fyrir tilmæli Flugmálastjórnar Íslands um að taka slíkar takmarkanir upp.Bráðlega mun Flugmálastjórn krefja flugrekendur um kerfi til að fylgjast með áhættu í tengslum við ofþreytu flugáhafna (Fatique Risk Management System). Göfugum tilgangi slíkra kerfa og gagnsemi verður fljótlega kastað á glæ ef stjórnvöld ákveða að fara þá leið að hlusta ekki á sérfræðiálit sinna eigin stofnana. Flugmenn eru svo sannarlega stórir hagsmunaaðilar í þessu máli en ólíkt Samtökum atvinnulífsins þá leggja þeir lífið að veði og er því umhugað um að þessi mál séu í lagi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun