Nauðsyn trúnaðarsamskipta Luis E. Arreaga skrifar 2. desember 2010 06:30 Obama forseti og Hillary Rodham Clinton utanríkisráðherra eru staðráðin í að blása lífi í samskipti Bandaríkjanna við önnur ríki. Þau hafa unnið hörðum höndum við að styrkja gömul tengsl og skapa ný til að mæta sameiginlegum áskorunum, allt frá loftslagsbreytingum til þess að binda enda á kjarnorkuvopnavána og berjast gegn sjúkdómum og fátækt. Sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi er ég skuldbundinn til að styðja við bakið á þessum verkefnum með því að efla samvinnu við Ísland. Ég trúi því að Ísland deili mörgum þessara markmiða og að saman getum við unnið þeim brautargengi. Vináttutengsl Íslands og Bandaríkjanna eru sterk og sagan ber þess glöggt merki. Á undanförnum dögum hafa ákveðin skjöl vakið athygli fjölmiðla. Þau virðast innihalda mat sendierindreka okkar á stefnumálum, samningaviðræðum og leiðtogum ríkja um allan heim, þ.á m. Íslands, sem og fréttir af einkasamtölum við fólk innan og utan stjórnsýslu annarra ríkja. Ég get ekki sagt með fullri vissu að þessi skjöl séu ósvikin. En ég get sagt að Bandaríkjunum þykja það miður þegar uppljóstrað er um leynilegar upplýsingar. Ég vísa til ummæla Hillary Clinton frá 29. nóvember: „Skynsamt fólk skilur þörfina á því að diplómatísk samskipti um viðkvæm mál geti átt sér stað, bæði til að vernda þjóðarhagsmuni og sameiginlega hagsmuni allra þjóða. Öll lönd, þ.m.t. Bandaríkin, verða að geta átt hreinskilin samskipti við einstaklinga og þjóðir. Og öll lönd, þ.m.t. Bandaríkin, verða að geta átt hreinskiptin einkasamtöl við önnur lönd um sameiginleg málefni.“ Ég trúi því að skynsamt fólk skilji að ekki er hægt að setja samasemmerki milli innanhússskýrslna sendierindreka og opinberrar utanríkisstefnu hvers ríkis. Í Bandaríkjunum eru þær einungis einn þáttur af mörgum sem hafa áhrif á stefnu okkar, en forsetinn og utanríkisráðherrann eiga lokaorðið í því ferli. En samskipti ríkisstjórna eru ekki eina áhyggjuefnið. Okkur er líka umhugað um öryggi margra sem starfa að mannréttindamálum, blaðamanna, trúarleiðtoga, og annarra aðila utan ríkisstjórna sem á hreinskilinn hátt veita bandarískum sendierindrekum innsýn sína. Til að þessi samtöl geti átt sér stað þarf trúnaðartraust að vera til staðar. Ef hulunni er svipt af einstaklingi sem berst gegn spillingu, sem deilir upplýsingum um opinbert misferli eða vanrækslu, eða af félagsráðgjafa, sem leggur fram sannanir í kynferðisbrotamáli, þá getur slíkt haft alvarlegar afleiðingar: fangelsisvist, pyntingar, jafnvel dauða. Ég veit að margir Íslendingar styðja mannréttindabaráttu víða um heim og þeir skilja þá hættu sem getur steðjað að einstaklingum vegna svona uppljóstrana. Aðstandendur Wikileaks-vefsíðunnar segjast hafa u.þ.b. 250 þúsund trúnaðarskjöl í fórum sínum, sem mörg hver hafa nú þegar ratað til fjölmiðla. Hvað sem býr að baki birtingu þessara skjala, þá er það ljóst að fólki stafar raunveruleg hætta af því að þau skuli nú hafa verið gerð opinber, og í mörgum tilfellum einkum þeir sem hafa tileinkað líf sitt velferð annarra. Ég vil endurtaka það sem Clinton utanríkisráðherra sagði: „Í Bandaríkjunum fögnum við umræðu um brýnar spurningar sem snúa að stjórnmálum. Við segjum álit okkar á þeim í kosningum. Þetta er ein af sterkustu hliðum lýðræðiskerfis okkar. Þetta er hluti af því hver við erum og er forgangsmál þessarar ríkisstjórnar. En það að stela trúnaðarskjölum og opinbera þau án tillits til afleiðinga, þjónar ekki almannahagsmunum, og er ekki rétta leiðin til að taka þátt í vitrænni umræðu.“ Bandarísk stjórnvöld munu halda áfram að efla samstarf sitt við Ísland og vinna að þeim málefnum sem ríkjunum tveimur eru mikilvæg. Við höfum ekki efni á öðru. Ég á í nánu sambandi við íslensk stjórnvöld til að ganga úr skugga um að við einbeitum okkur að þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir. Obama forseti, Clinton utanríkisráðherra og ég erum staðráðin í að vera áreiðanlegir bandamenn í því að byggja betri og farsælli heim fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Obama forseti og Hillary Rodham Clinton utanríkisráðherra eru staðráðin í að blása lífi í samskipti Bandaríkjanna við önnur ríki. Þau hafa unnið hörðum höndum við að styrkja gömul tengsl og skapa ný til að mæta sameiginlegum áskorunum, allt frá loftslagsbreytingum til þess að binda enda á kjarnorkuvopnavána og berjast gegn sjúkdómum og fátækt. Sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi er ég skuldbundinn til að styðja við bakið á þessum verkefnum með því að efla samvinnu við Ísland. Ég trúi því að Ísland deili mörgum þessara markmiða og að saman getum við unnið þeim brautargengi. Vináttutengsl Íslands og Bandaríkjanna eru sterk og sagan ber þess glöggt merki. Á undanförnum dögum hafa ákveðin skjöl vakið athygli fjölmiðla. Þau virðast innihalda mat sendierindreka okkar á stefnumálum, samningaviðræðum og leiðtogum ríkja um allan heim, þ.á m. Íslands, sem og fréttir af einkasamtölum við fólk innan og utan stjórnsýslu annarra ríkja. Ég get ekki sagt með fullri vissu að þessi skjöl séu ósvikin. En ég get sagt að Bandaríkjunum þykja það miður þegar uppljóstrað er um leynilegar upplýsingar. Ég vísa til ummæla Hillary Clinton frá 29. nóvember: „Skynsamt fólk skilur þörfina á því að diplómatísk samskipti um viðkvæm mál geti átt sér stað, bæði til að vernda þjóðarhagsmuni og sameiginlega hagsmuni allra þjóða. Öll lönd, þ.m.t. Bandaríkin, verða að geta átt hreinskilin samskipti við einstaklinga og þjóðir. Og öll lönd, þ.m.t. Bandaríkin, verða að geta átt hreinskiptin einkasamtöl við önnur lönd um sameiginleg málefni.“ Ég trúi því að skynsamt fólk skilji að ekki er hægt að setja samasemmerki milli innanhússskýrslna sendierindreka og opinberrar utanríkisstefnu hvers ríkis. Í Bandaríkjunum eru þær einungis einn þáttur af mörgum sem hafa áhrif á stefnu okkar, en forsetinn og utanríkisráðherrann eiga lokaorðið í því ferli. En samskipti ríkisstjórna eru ekki eina áhyggjuefnið. Okkur er líka umhugað um öryggi margra sem starfa að mannréttindamálum, blaðamanna, trúarleiðtoga, og annarra aðila utan ríkisstjórna sem á hreinskilinn hátt veita bandarískum sendierindrekum innsýn sína. Til að þessi samtöl geti átt sér stað þarf trúnaðartraust að vera til staðar. Ef hulunni er svipt af einstaklingi sem berst gegn spillingu, sem deilir upplýsingum um opinbert misferli eða vanrækslu, eða af félagsráðgjafa, sem leggur fram sannanir í kynferðisbrotamáli, þá getur slíkt haft alvarlegar afleiðingar: fangelsisvist, pyntingar, jafnvel dauða. Ég veit að margir Íslendingar styðja mannréttindabaráttu víða um heim og þeir skilja þá hættu sem getur steðjað að einstaklingum vegna svona uppljóstrana. Aðstandendur Wikileaks-vefsíðunnar segjast hafa u.þ.b. 250 þúsund trúnaðarskjöl í fórum sínum, sem mörg hver hafa nú þegar ratað til fjölmiðla. Hvað sem býr að baki birtingu þessara skjala, þá er það ljóst að fólki stafar raunveruleg hætta af því að þau skuli nú hafa verið gerð opinber, og í mörgum tilfellum einkum þeir sem hafa tileinkað líf sitt velferð annarra. Ég vil endurtaka það sem Clinton utanríkisráðherra sagði: „Í Bandaríkjunum fögnum við umræðu um brýnar spurningar sem snúa að stjórnmálum. Við segjum álit okkar á þeim í kosningum. Þetta er ein af sterkustu hliðum lýðræðiskerfis okkar. Þetta er hluti af því hver við erum og er forgangsmál þessarar ríkisstjórnar. En það að stela trúnaðarskjölum og opinbera þau án tillits til afleiðinga, þjónar ekki almannahagsmunum, og er ekki rétta leiðin til að taka þátt í vitrænni umræðu.“ Bandarísk stjórnvöld munu halda áfram að efla samstarf sitt við Ísland og vinna að þeim málefnum sem ríkjunum tveimur eru mikilvæg. Við höfum ekki efni á öðru. Ég á í nánu sambandi við íslensk stjórnvöld til að ganga úr skugga um að við einbeitum okkur að þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir. Obama forseti, Clinton utanríkisráðherra og ég erum staðráðin í að vera áreiðanlegir bandamenn í því að byggja betri og farsælli heim fyrir alla.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun