Nauðsyn trúnaðarsamskipta Luis E. Arreaga skrifar 2. desember 2010 06:30 Obama forseti og Hillary Rodham Clinton utanríkisráðherra eru staðráðin í að blása lífi í samskipti Bandaríkjanna við önnur ríki. Þau hafa unnið hörðum höndum við að styrkja gömul tengsl og skapa ný til að mæta sameiginlegum áskorunum, allt frá loftslagsbreytingum til þess að binda enda á kjarnorkuvopnavána og berjast gegn sjúkdómum og fátækt. Sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi er ég skuldbundinn til að styðja við bakið á þessum verkefnum með því að efla samvinnu við Ísland. Ég trúi því að Ísland deili mörgum þessara markmiða og að saman getum við unnið þeim brautargengi. Vináttutengsl Íslands og Bandaríkjanna eru sterk og sagan ber þess glöggt merki. Á undanförnum dögum hafa ákveðin skjöl vakið athygli fjölmiðla. Þau virðast innihalda mat sendierindreka okkar á stefnumálum, samningaviðræðum og leiðtogum ríkja um allan heim, þ.á m. Íslands, sem og fréttir af einkasamtölum við fólk innan og utan stjórnsýslu annarra ríkja. Ég get ekki sagt með fullri vissu að þessi skjöl séu ósvikin. En ég get sagt að Bandaríkjunum þykja það miður þegar uppljóstrað er um leynilegar upplýsingar. Ég vísa til ummæla Hillary Clinton frá 29. nóvember: „Skynsamt fólk skilur þörfina á því að diplómatísk samskipti um viðkvæm mál geti átt sér stað, bæði til að vernda þjóðarhagsmuni og sameiginlega hagsmuni allra þjóða. Öll lönd, þ.m.t. Bandaríkin, verða að geta átt hreinskilin samskipti við einstaklinga og þjóðir. Og öll lönd, þ.m.t. Bandaríkin, verða að geta átt hreinskiptin einkasamtöl við önnur lönd um sameiginleg málefni.“ Ég trúi því að skynsamt fólk skilji að ekki er hægt að setja samasemmerki milli innanhússskýrslna sendierindreka og opinberrar utanríkisstefnu hvers ríkis. Í Bandaríkjunum eru þær einungis einn þáttur af mörgum sem hafa áhrif á stefnu okkar, en forsetinn og utanríkisráðherrann eiga lokaorðið í því ferli. En samskipti ríkisstjórna eru ekki eina áhyggjuefnið. Okkur er líka umhugað um öryggi margra sem starfa að mannréttindamálum, blaðamanna, trúarleiðtoga, og annarra aðila utan ríkisstjórna sem á hreinskilinn hátt veita bandarískum sendierindrekum innsýn sína. Til að þessi samtöl geti átt sér stað þarf trúnaðartraust að vera til staðar. Ef hulunni er svipt af einstaklingi sem berst gegn spillingu, sem deilir upplýsingum um opinbert misferli eða vanrækslu, eða af félagsráðgjafa, sem leggur fram sannanir í kynferðisbrotamáli, þá getur slíkt haft alvarlegar afleiðingar: fangelsisvist, pyntingar, jafnvel dauða. Ég veit að margir Íslendingar styðja mannréttindabaráttu víða um heim og þeir skilja þá hættu sem getur steðjað að einstaklingum vegna svona uppljóstrana. Aðstandendur Wikileaks-vefsíðunnar segjast hafa u.þ.b. 250 þúsund trúnaðarskjöl í fórum sínum, sem mörg hver hafa nú þegar ratað til fjölmiðla. Hvað sem býr að baki birtingu þessara skjala, þá er það ljóst að fólki stafar raunveruleg hætta af því að þau skuli nú hafa verið gerð opinber, og í mörgum tilfellum einkum þeir sem hafa tileinkað líf sitt velferð annarra. Ég vil endurtaka það sem Clinton utanríkisráðherra sagði: „Í Bandaríkjunum fögnum við umræðu um brýnar spurningar sem snúa að stjórnmálum. Við segjum álit okkar á þeim í kosningum. Þetta er ein af sterkustu hliðum lýðræðiskerfis okkar. Þetta er hluti af því hver við erum og er forgangsmál þessarar ríkisstjórnar. En það að stela trúnaðarskjölum og opinbera þau án tillits til afleiðinga, þjónar ekki almannahagsmunum, og er ekki rétta leiðin til að taka þátt í vitrænni umræðu.“ Bandarísk stjórnvöld munu halda áfram að efla samstarf sitt við Ísland og vinna að þeim málefnum sem ríkjunum tveimur eru mikilvæg. Við höfum ekki efni á öðru. Ég á í nánu sambandi við íslensk stjórnvöld til að ganga úr skugga um að við einbeitum okkur að þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir. Obama forseti, Clinton utanríkisráðherra og ég erum staðráðin í að vera áreiðanlegir bandamenn í því að byggja betri og farsælli heim fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Obama forseti og Hillary Rodham Clinton utanríkisráðherra eru staðráðin í að blása lífi í samskipti Bandaríkjanna við önnur ríki. Þau hafa unnið hörðum höndum við að styrkja gömul tengsl og skapa ný til að mæta sameiginlegum áskorunum, allt frá loftslagsbreytingum til þess að binda enda á kjarnorkuvopnavána og berjast gegn sjúkdómum og fátækt. Sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi er ég skuldbundinn til að styðja við bakið á þessum verkefnum með því að efla samvinnu við Ísland. Ég trúi því að Ísland deili mörgum þessara markmiða og að saman getum við unnið þeim brautargengi. Vináttutengsl Íslands og Bandaríkjanna eru sterk og sagan ber þess glöggt merki. Á undanförnum dögum hafa ákveðin skjöl vakið athygli fjölmiðla. Þau virðast innihalda mat sendierindreka okkar á stefnumálum, samningaviðræðum og leiðtogum ríkja um allan heim, þ.á m. Íslands, sem og fréttir af einkasamtölum við fólk innan og utan stjórnsýslu annarra ríkja. Ég get ekki sagt með fullri vissu að þessi skjöl séu ósvikin. En ég get sagt að Bandaríkjunum þykja það miður þegar uppljóstrað er um leynilegar upplýsingar. Ég vísa til ummæla Hillary Clinton frá 29. nóvember: „Skynsamt fólk skilur þörfina á því að diplómatísk samskipti um viðkvæm mál geti átt sér stað, bæði til að vernda þjóðarhagsmuni og sameiginlega hagsmuni allra þjóða. Öll lönd, þ.m.t. Bandaríkin, verða að geta átt hreinskilin samskipti við einstaklinga og þjóðir. Og öll lönd, þ.m.t. Bandaríkin, verða að geta átt hreinskiptin einkasamtöl við önnur lönd um sameiginleg málefni.“ Ég trúi því að skynsamt fólk skilji að ekki er hægt að setja samasemmerki milli innanhússskýrslna sendierindreka og opinberrar utanríkisstefnu hvers ríkis. Í Bandaríkjunum eru þær einungis einn þáttur af mörgum sem hafa áhrif á stefnu okkar, en forsetinn og utanríkisráðherrann eiga lokaorðið í því ferli. En samskipti ríkisstjórna eru ekki eina áhyggjuefnið. Okkur er líka umhugað um öryggi margra sem starfa að mannréttindamálum, blaðamanna, trúarleiðtoga, og annarra aðila utan ríkisstjórna sem á hreinskilinn hátt veita bandarískum sendierindrekum innsýn sína. Til að þessi samtöl geti átt sér stað þarf trúnaðartraust að vera til staðar. Ef hulunni er svipt af einstaklingi sem berst gegn spillingu, sem deilir upplýsingum um opinbert misferli eða vanrækslu, eða af félagsráðgjafa, sem leggur fram sannanir í kynferðisbrotamáli, þá getur slíkt haft alvarlegar afleiðingar: fangelsisvist, pyntingar, jafnvel dauða. Ég veit að margir Íslendingar styðja mannréttindabaráttu víða um heim og þeir skilja þá hættu sem getur steðjað að einstaklingum vegna svona uppljóstrana. Aðstandendur Wikileaks-vefsíðunnar segjast hafa u.þ.b. 250 þúsund trúnaðarskjöl í fórum sínum, sem mörg hver hafa nú þegar ratað til fjölmiðla. Hvað sem býr að baki birtingu þessara skjala, þá er það ljóst að fólki stafar raunveruleg hætta af því að þau skuli nú hafa verið gerð opinber, og í mörgum tilfellum einkum þeir sem hafa tileinkað líf sitt velferð annarra. Ég vil endurtaka það sem Clinton utanríkisráðherra sagði: „Í Bandaríkjunum fögnum við umræðu um brýnar spurningar sem snúa að stjórnmálum. Við segjum álit okkar á þeim í kosningum. Þetta er ein af sterkustu hliðum lýðræðiskerfis okkar. Þetta er hluti af því hver við erum og er forgangsmál þessarar ríkisstjórnar. En það að stela trúnaðarskjölum og opinbera þau án tillits til afleiðinga, þjónar ekki almannahagsmunum, og er ekki rétta leiðin til að taka þátt í vitrænni umræðu.“ Bandarísk stjórnvöld munu halda áfram að efla samstarf sitt við Ísland og vinna að þeim málefnum sem ríkjunum tveimur eru mikilvæg. Við höfum ekki efni á öðru. Ég á í nánu sambandi við íslensk stjórnvöld til að ganga úr skugga um að við einbeitum okkur að þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir. Obama forseti, Clinton utanríkisráðherra og ég erum staðráðin í að vera áreiðanlegir bandamenn í því að byggja betri og farsælli heim fyrir alla.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar