Enski boltinn

Ferguson: Anderson getur tekið við hlutverki Scholes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, talar við Anderson.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, talar við Anderson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er ánægður með frammistöðu Brasilíumannsins Anderson að undanförnu og segist vera viss um að leikmaðurinn geti tekið við hlutverki Paul Scholes á miðju liðsins.

Paul Scholes er orðinn 36 ára gamall en hefur verið einn af aðalmönnunum á bak við velgengni Manchester United í einn og hálfan áratug. Hinn 22 ára gamli Anderson framlengdi nýverið samning sinn við Manchester United en það hefur tekið tíma fyrir hann að fóta sig á Old Trafford.

„Anderson er búinn að bæta sig og stíga upp á næsta stig. Ég var mjög ánægður þegar hann skrifaði undir nýjan samning fyrir jólin. Hann veit vel að hann ætti að skora fleiri mörk en fari hann að skora meira þá er hérna kominn toppleikmaður," sagði Sir Alex Ferguson.

„Hann er ennþá bara 22 ára gamall en hefur alltaf haft mikinn hraða og góða tilfinningu fyrir boltanum. Mótherjarnir geta líka aldrei slakað á þegar hann er iðandi í kringum þá," sagði Ferguson.

„Meiðslin hans Paul Scholes hafa gefið Anderson meiri tækifæri. Hann hefur nýtt tækifærið og ég vonast til að hann geti tekið við af Paul Scholes í framtíðinni," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×