Blinda augað Eyjólfur Þorkelsson skrifar 31. desember 2010 06:00 Er heilbrigðiskerfið ekki dýrt? Launakostnaður of mikill? Þarf ekki að skera niður útgjöld? Allt of lengi hefur umræða innan þings og utan um heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstéttir verið bjöguð í meira lagi. Allt of lengi hefur verið einblínt á hvað kerfið kostar, hversu mannfrekt það er og skelfilegar launakröfur þeirra sem telja sig of góða til að framfleyta fjölskyldunni á hugsjón og ánægju einni saman. Auðvitað skiptir máli hvernig fjármunir eru nýttir sem lagðir eru inn í heilbrigðiskerfið. En þegar einblínt er á kostnaðinn en blinda auganu snúið að framlegðinni, er nema von að heildarsýnin verði bjöguð? Röng? Oft gleymist að heilbrigðisþjónusta er ekki bara þjónusta, heldur iðnaður. Hún framleiðir hagnað og virðisauka - mannslífa. Hún mælist kannski illa sem hluti af vergri landsframleiðslu en var það ekki Robert Kennedy sem kvað verga landsframleiðslu mæla allt nema það sem gerði lífið þess virði að lifa því? Hugleiðum hvernig líf okkar og samfélag væri nyti heilbrigðisþjónustu ekki við. Hvers við færum á mis. Því þegar barn heldur heyrninni og málinu eftir endurteknar eyrnabólgur - þakkaðu heilbrigðisstarfsmanni. Þegar fjölskylduföður batnar af þunglyndi eða áfengissýki - þakkaðu heilbrigðisstarfsmanni. Þegar amma og afi halda sjóninni eða fá hana aftur - þakkaðu heilbrigðisstarfsmanni. Við hjálpum fólki og hjálpum því að hjálpa sér. Við styðjum, við styrkjum, við læknum. Við framleiðum heilsu. Vegna okkar skila einstaklingar þjóðarinnar meiru til fjölskyldu og samfélags; efnahagslega, félagslega og menningarlega. Slæmt er að blinda augað sér ekki gæðin sem koma úr heilbrigðiskerfinu. Verra er að blinda augað sér ekki óveðursskýin hrannast upp, rétt eins og fyrir bankahrun. Blinda augað sér ekki að fjöldi almennra lækna á LSH er hættulega lágur eftir um 20% niðurskurð á einu ári. Blinda augað sér ekki að læknar sækja ekki um lausar stöður. Blinda augað sér ekki að læknar fara nú fyrr út til sérnáms og snúa ekki heim að því loknu. Blinda augað sér ekki að læknum fækkar og fækkar og fækkar … Er blinda augað blint eða bara lokað? Hvort heldur, þá virðist erfitt að lækna það. En kannski þarf ekki lækna til þess að lækna blinda augað - heldur einmitt það að enginn læknir verði eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Er heilbrigðiskerfið ekki dýrt? Launakostnaður of mikill? Þarf ekki að skera niður útgjöld? Allt of lengi hefur umræða innan þings og utan um heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstéttir verið bjöguð í meira lagi. Allt of lengi hefur verið einblínt á hvað kerfið kostar, hversu mannfrekt það er og skelfilegar launakröfur þeirra sem telja sig of góða til að framfleyta fjölskyldunni á hugsjón og ánægju einni saman. Auðvitað skiptir máli hvernig fjármunir eru nýttir sem lagðir eru inn í heilbrigðiskerfið. En þegar einblínt er á kostnaðinn en blinda auganu snúið að framlegðinni, er nema von að heildarsýnin verði bjöguð? Röng? Oft gleymist að heilbrigðisþjónusta er ekki bara þjónusta, heldur iðnaður. Hún framleiðir hagnað og virðisauka - mannslífa. Hún mælist kannski illa sem hluti af vergri landsframleiðslu en var það ekki Robert Kennedy sem kvað verga landsframleiðslu mæla allt nema það sem gerði lífið þess virði að lifa því? Hugleiðum hvernig líf okkar og samfélag væri nyti heilbrigðisþjónustu ekki við. Hvers við færum á mis. Því þegar barn heldur heyrninni og málinu eftir endurteknar eyrnabólgur - þakkaðu heilbrigðisstarfsmanni. Þegar fjölskylduföður batnar af þunglyndi eða áfengissýki - þakkaðu heilbrigðisstarfsmanni. Þegar amma og afi halda sjóninni eða fá hana aftur - þakkaðu heilbrigðisstarfsmanni. Við hjálpum fólki og hjálpum því að hjálpa sér. Við styðjum, við styrkjum, við læknum. Við framleiðum heilsu. Vegna okkar skila einstaklingar þjóðarinnar meiru til fjölskyldu og samfélags; efnahagslega, félagslega og menningarlega. Slæmt er að blinda augað sér ekki gæðin sem koma úr heilbrigðiskerfinu. Verra er að blinda augað sér ekki óveðursskýin hrannast upp, rétt eins og fyrir bankahrun. Blinda augað sér ekki að fjöldi almennra lækna á LSH er hættulega lágur eftir um 20% niðurskurð á einu ári. Blinda augað sér ekki að læknar sækja ekki um lausar stöður. Blinda augað sér ekki að læknar fara nú fyrr út til sérnáms og snúa ekki heim að því loknu. Blinda augað sér ekki að læknum fækkar og fækkar og fækkar … Er blinda augað blint eða bara lokað? Hvort heldur, þá virðist erfitt að lækna það. En kannski þarf ekki lækna til þess að lækna blinda augað - heldur einmitt það að enginn læknir verði eftir.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar