Össur ginnkeyptur Finnur Guðmundarson Olguson skrifar 1. desember 2010 14:28 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ritaði bréf í Fréttablaðið sem birtist þann 23. nóvember síðastliðinn. Titill bréfsins var „Heimssögulegur fundur í Lissabon" og fjallaði um leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Portúgal. Össur lætur í veðri vaka að það sé ákvörðun rússneskra stjórnvalda að taka höndum saman við NATO í ýmsum verkefnum sem séu „söguleg" og er á honum að skilja að þetta sé af einhverjum ástæðum jákvætt skref í átt til friðsælli heims. Röksemdir sem styðja viðhorf ráðherra eru samt sem áður víðsfjarri og þær sem hann þó býður upp á afskaplega veikar. Svo virðist vera að Össur hafi reynst ginnkeyptur gagnvart linnulausum áróðri NATO fyrir því að samtökin séu þrátt fyrir allt friðarsamtök; þau stefni að friðsömum heimi með því að skapa valdajafnvægi milli sterkustu herja heims og með því að bregðast við ógnum við evrópskan og norður-amerískan frið. Þessi söngur getur þó á engan hátt talist „heimssöguleg" nýjung heldur hefur bandalagið hamrað á þessum áróðri síðan á tíunda áratug síðustu aldar þegar það virðist hafa séð sér hag í því að taka upp mildari ímynd opinberlega en hafði mátt skilja á fyrri stefnu. Þessu var aðallega hrint í framkvæmd árið 1991 með nýrri grunnstefnu (Strategic Concept) sem var í fyrsta sinn í sögu bandalagsins gerð opinber og þar sem orðum á borð við „friður", „mannréttindi" og „samvinna" var stráð um allt. Óopinberum skjölum um hvernig í raun skal framfylgja þessari stefnu með hernaðarmætti var þó að venju haldið frá augum almennings og er enn. Ný grunnstefna, sem hafði mörg sömu „friðsömu" markmið, var samþykkt í apríl 1999, á sama tíma og NATO stóð að loftárásum á Kosovo sem leiddu til mikils mannfalls almennra borgara. Getur hver dæmt fyrir sig hversu friðsamlega var að málum staðið þar. Nú hefur Össur Skarphéðinsson gleypt hina nýju, „nýju grunnstefnu" að því er virðist gagnrýnislaust; skjal sem er ætlað að réttlæta á enn frumlegri hátt en áður stefnu máttugasta hernaðarbandalags veraldar. Ráðherra sér ástæðu til að gleðjast yfir að nú hafi Rússar verið fengnir með í leikinn, en samstaða NATO og rússneskra stjórnvalda virðist kristallast í sameiginlegum ótta þeirra við hryðjuverkamenn. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, „kvað skýrt að orði" samkvæmt Össuri og „sagði að mesta sameiginlega ógnin við Rússland og þjóðir Atlantshafsbandalagsins stafaði af framferði ofbeldisfullra múslímskra öfgasamtaka". Finnst Össuri Skarphéðinssyni það í raun og veru vænlegt að forseti Frakklands, sem hefur nýlega staðið fyrir rasískum aðgerðum gegn sígaunum í sínu eigin landi, og rússnesk stjórnvöld, sem hafa drepið og ógnað hverjum þeim sem þorir að tjá sig gegn þeim, hafi nú tekið höndum saman gegn „óvini" sem er svo vítt skilgreindur að undir hugtakið getur fallið allt frá umhverfisverndarsinna til sjálfsmorðsárásarmanneskju? Er ráðherra ekki að fallast nokkuð auðveldlega á röksemdir stjórnvalda sem hafa sannað trekk í trekk að mesta ógnin við öryggi þegna þeirra eru ekki hryðjuverk heldur þau sjálf? Er líklegt að manneskjum sem ofsækja minnihlutahópa í sínu eigin landi farist það vel úr hendi að tryggja öryggi og frið í víðara samhengi? Ég spyr í von um svar. Atlantshafsbandalagið er og verður alltaf hernaðarbandalag sem byggist á ofbeldi og valdbeitingu. Æðstu ráðamönnum innan þess er ekki treystandi til annars en að tryggja eigið öryggi og hagsmunaaðila tengdum þeim með því að bæla niður gagnrýni með skerðingu á tjáningarfrelsi almennra borgara, beinu ofbeldi gagnvart mótmælendum og hótunum gegn pólitískum andstæðingum sínum. Síðast en ekki síst er það alltaf vítavert ofbeldi og kúgun þegar manneskjur telja sig geta talað fyrir munn annarra og Össur Skarphéðinsson ætti að hafa það í huga næst þegar hann sýpur á kampavíni með hinum fáu útvöldu að þær ákvarðanir og skoðanir sem þar koma fram eru ekki að neinu leyti skoðanir „hinnar frönsku þjóðar" né „hinnar bandarísku þjóðar" né „hinnar íslensku þjóðar". Þær eru ákvarðanir og skoðanir forréttindapakks sem telur sig svo vel af guði gert að það geti með pennastriki ráðið úrslitum um líf eða dauða heilu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ritaði bréf í Fréttablaðið sem birtist þann 23. nóvember síðastliðinn. Titill bréfsins var „Heimssögulegur fundur í Lissabon" og fjallaði um leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Portúgal. Össur lætur í veðri vaka að það sé ákvörðun rússneskra stjórnvalda að taka höndum saman við NATO í ýmsum verkefnum sem séu „söguleg" og er á honum að skilja að þetta sé af einhverjum ástæðum jákvætt skref í átt til friðsælli heims. Röksemdir sem styðja viðhorf ráðherra eru samt sem áður víðsfjarri og þær sem hann þó býður upp á afskaplega veikar. Svo virðist vera að Össur hafi reynst ginnkeyptur gagnvart linnulausum áróðri NATO fyrir því að samtökin séu þrátt fyrir allt friðarsamtök; þau stefni að friðsömum heimi með því að skapa valdajafnvægi milli sterkustu herja heims og með því að bregðast við ógnum við evrópskan og norður-amerískan frið. Þessi söngur getur þó á engan hátt talist „heimssöguleg" nýjung heldur hefur bandalagið hamrað á þessum áróðri síðan á tíunda áratug síðustu aldar þegar það virðist hafa séð sér hag í því að taka upp mildari ímynd opinberlega en hafði mátt skilja á fyrri stefnu. Þessu var aðallega hrint í framkvæmd árið 1991 með nýrri grunnstefnu (Strategic Concept) sem var í fyrsta sinn í sögu bandalagsins gerð opinber og þar sem orðum á borð við „friður", „mannréttindi" og „samvinna" var stráð um allt. Óopinberum skjölum um hvernig í raun skal framfylgja þessari stefnu með hernaðarmætti var þó að venju haldið frá augum almennings og er enn. Ný grunnstefna, sem hafði mörg sömu „friðsömu" markmið, var samþykkt í apríl 1999, á sama tíma og NATO stóð að loftárásum á Kosovo sem leiddu til mikils mannfalls almennra borgara. Getur hver dæmt fyrir sig hversu friðsamlega var að málum staðið þar. Nú hefur Össur Skarphéðinsson gleypt hina nýju, „nýju grunnstefnu" að því er virðist gagnrýnislaust; skjal sem er ætlað að réttlæta á enn frumlegri hátt en áður stefnu máttugasta hernaðarbandalags veraldar. Ráðherra sér ástæðu til að gleðjast yfir að nú hafi Rússar verið fengnir með í leikinn, en samstaða NATO og rússneskra stjórnvalda virðist kristallast í sameiginlegum ótta þeirra við hryðjuverkamenn. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, „kvað skýrt að orði" samkvæmt Össuri og „sagði að mesta sameiginlega ógnin við Rússland og þjóðir Atlantshafsbandalagsins stafaði af framferði ofbeldisfullra múslímskra öfgasamtaka". Finnst Össuri Skarphéðinssyni það í raun og veru vænlegt að forseti Frakklands, sem hefur nýlega staðið fyrir rasískum aðgerðum gegn sígaunum í sínu eigin landi, og rússnesk stjórnvöld, sem hafa drepið og ógnað hverjum þeim sem þorir að tjá sig gegn þeim, hafi nú tekið höndum saman gegn „óvini" sem er svo vítt skilgreindur að undir hugtakið getur fallið allt frá umhverfisverndarsinna til sjálfsmorðsárásarmanneskju? Er ráðherra ekki að fallast nokkuð auðveldlega á röksemdir stjórnvalda sem hafa sannað trekk í trekk að mesta ógnin við öryggi þegna þeirra eru ekki hryðjuverk heldur þau sjálf? Er líklegt að manneskjum sem ofsækja minnihlutahópa í sínu eigin landi farist það vel úr hendi að tryggja öryggi og frið í víðara samhengi? Ég spyr í von um svar. Atlantshafsbandalagið er og verður alltaf hernaðarbandalag sem byggist á ofbeldi og valdbeitingu. Æðstu ráðamönnum innan þess er ekki treystandi til annars en að tryggja eigið öryggi og hagsmunaaðila tengdum þeim með því að bæla niður gagnrýni með skerðingu á tjáningarfrelsi almennra borgara, beinu ofbeldi gagnvart mótmælendum og hótunum gegn pólitískum andstæðingum sínum. Síðast en ekki síst er það alltaf vítavert ofbeldi og kúgun þegar manneskjur telja sig geta talað fyrir munn annarra og Össur Skarphéðinsson ætti að hafa það í huga næst þegar hann sýpur á kampavíni með hinum fáu útvöldu að þær ákvarðanir og skoðanir sem þar koma fram eru ekki að neinu leyti skoðanir „hinnar frönsku þjóðar" né „hinnar bandarísku þjóðar" né „hinnar íslensku þjóðar". Þær eru ákvarðanir og skoðanir forréttindapakks sem telur sig svo vel af guði gert að það geti með pennastriki ráðið úrslitum um líf eða dauða heilu þjóðanna.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar