Ríkið frysti öll laun til 2013 8. júní 2010 06:00 Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir enga innistæðu vera fyrir kauphækkunum hjá hinu opinbera næstu þrjú árin. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, segir enga innistæðu vera fyrir kauphækkunum hjá hinu opinbera til ársloka 2013. Hann telur nauðsynlegt að gerð verði þjóðarsátt um að frysta laun. Það sama á við um verðbætur á lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþega og aðrar afkomutengdar greiðslur sem ríkið greiðir, svo sem innan búvörusamninga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Árna Páls í Fréttablaðinu í dag. Hann kallar á þjóðarsátt um róttækar aðgerðir í fjármálum ríkisins. „Kauphækkanir opinberra starfsmanna við núverandi aðstæður kalla einfaldlega á fækkun starfa - það þarf þá að segja upp fólki til að standa undir kauphækkunum til þeirra sem hafa vinnu", skrifar Árni Páll. Hann segir að þjóðin verði að sameinast um að verja velferðarkerfið; þjónustu við aldraða og fatlaða, barnabætur, vaxtabætur og húsaleigubætur. Hugsanlega þarf að tryggja þeim sem bera minnst úr býtum og hafa þyngstu framfærslubyrðina stærri hluta af kökunni með nýju barnatryggingakerfi og húsnæðisbótakerfi, að mati Árna. Lyfjakostnað lífeyrisþega þarf að skoða sérstaklega. Árni Páll segir að ósekju mega skera niður í ýmsum verkefnum í samgöngumálum og fækka starfsliði á vegum utanríkisþjónustunnar erlendis. Hann tekur lokun Þjóðmenningarhússins sem dæmi um verkefni sem ganga megi í þrátt fyrir að sjónarsviptir verði að. „Allt truflar þetta okkur með einum hætti eða öðrum en enginn líður óbætanlegt tjón", segir Árni Páll en jafnframt að forgangsröðun sem þessi sé óumflýjanleg. Hann vill ganga hart fram í sparnaði í ríkiskerfinu þar sem það verður ekki til tjóns. Nefnir hann sérstaklega sameiningu ríkis-stofnana. „Smákóngaveldi fortíðarinnar verður að heyra sögunni til. [...] Best er að byrja á toppnum. Sameining ráðuneyta og fækkun í yfirstjórn ráðuneyta gefur tóninn í öllu ríkiskerfinu. Fækkun ráðherra og þar með ráðuneyta er forgangsverkefni, enda mikilvægt að ríkisstjórnin gangi á undan með góðu fordæmi og veiti raunverulega leiðsögn." Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, segir enga innistæðu vera fyrir kauphækkunum hjá hinu opinbera til ársloka 2013. Hann telur nauðsynlegt að gerð verði þjóðarsátt um að frysta laun. Það sama á við um verðbætur á lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþega og aðrar afkomutengdar greiðslur sem ríkið greiðir, svo sem innan búvörusamninga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Árna Páls í Fréttablaðinu í dag. Hann kallar á þjóðarsátt um róttækar aðgerðir í fjármálum ríkisins. „Kauphækkanir opinberra starfsmanna við núverandi aðstæður kalla einfaldlega á fækkun starfa - það þarf þá að segja upp fólki til að standa undir kauphækkunum til þeirra sem hafa vinnu", skrifar Árni Páll. Hann segir að þjóðin verði að sameinast um að verja velferðarkerfið; þjónustu við aldraða og fatlaða, barnabætur, vaxtabætur og húsaleigubætur. Hugsanlega þarf að tryggja þeim sem bera minnst úr býtum og hafa þyngstu framfærslubyrðina stærri hluta af kökunni með nýju barnatryggingakerfi og húsnæðisbótakerfi, að mati Árna. Lyfjakostnað lífeyrisþega þarf að skoða sérstaklega. Árni Páll segir að ósekju mega skera niður í ýmsum verkefnum í samgöngumálum og fækka starfsliði á vegum utanríkisþjónustunnar erlendis. Hann tekur lokun Þjóðmenningarhússins sem dæmi um verkefni sem ganga megi í þrátt fyrir að sjónarsviptir verði að. „Allt truflar þetta okkur með einum hætti eða öðrum en enginn líður óbætanlegt tjón", segir Árni Páll en jafnframt að forgangsröðun sem þessi sé óumflýjanleg. Hann vill ganga hart fram í sparnaði í ríkiskerfinu þar sem það verður ekki til tjóns. Nefnir hann sérstaklega sameiningu ríkis-stofnana. „Smákóngaveldi fortíðarinnar verður að heyra sögunni til. [...] Best er að byrja á toppnum. Sameining ráðuneyta og fækkun í yfirstjórn ráðuneyta gefur tóninn í öllu ríkiskerfinu. Fækkun ráðherra og þar með ráðuneyta er forgangsverkefni, enda mikilvægt að ríkisstjórnin gangi á undan með góðu fordæmi og veiti raunverulega leiðsögn."
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira