Stykkishólmsbær dæmdur fyrir ólögmæta uppsögn 15. desember 2010 11:34 Starfsmaðurinn vann á dvalarheimili aldraðra Mynd úr safni / GVA Hæstiréttur hefur dæmt Stykkishólmsbæ til að greiða fyrrverandi starfsmanni bæjarins 3,8 milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Þar af voru þrjár milljónir vegna fjártjóns en 800 þúsund í miskabætur. Í dómi Hæstaréttar segir að framganga Stykkishólmsbæjar við uppsögnina hafi verið meiðandi í garð starfsmannsins og talinn hafa falið í sér ólögmæta meingerð gegn honum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður dæmt Stykkishólmsbæ til að greiða starfsmanninum fyrrverandi 5,8 milljónir, og lækkaði því Hæstiréttur upphæðina um tvær milljónir. Dómur féll í Hæstarétti þann 9. desember. Starfsmaðurinn var forstöðumaður á dvalarheimili fyrir aldraða í Stykkishólmi. Hann veiktist alvarlega og var óvinnufær vegna veikinda þegar honum var sagt upp, í nóvember 2008. Að því er kemur fram í héraðsdómi var starfsmaðurinn kallaður á fund hjá stofnuninni þar sem honum var sagt upp. „Á fundinum voru ræddar ávirðingar í garð stefnanda, en þær lutu einkum að því að framkomu hennar gagnvart starfsfólki og vistmönnum dvalarheimilisins væri ábótavant, auk þess sem hún mætti illa og sinnti störfum slælega. Einnig var rætt við hana um ætlað lyfjamisferli og að hún hefði mætti til vinnu undir áhrifum áfengis. Tilefnið var fundur sem bæjarstjóri hafði átt með hópi starfsmanna 22. sama mánaðar þar sem kvartað var undan störfum stefnanda. Þá hafði skömmu áður vaknað grunur um lyfjamisferli og hafði landlæknisembættinu verið gert viðvart um það mál. Stefndi hefur kannast við að stefnanda hafi að svo komnu verið meinað að fara á dvalarheimilið nema í fylgd með bæjarstjóra í því skyni að sækja sína persónulega muni," segir í héraðsdómi. Héraðsdómari og dómarar Hæstaréttar taka fram að starfsmaðurinn fékk ekki tækifæri til að verja sig, en engin staðfesting lá fyrir vegna þeirra ásakana sem á hann voru bornar. Við ákvörðun bóta kemur í dómi héraðsdómi fram að starfsmaðurinn hafi verið atvinnulaus frá uppsögninni og ætla megi að hann eigi erfitt með að fá vinnu við hæfi í heimabyggð, þar sem reynsla og þekking komi að notum. Þegar dómur Hæstaréttar féll hafði starfsmaðurinn fengið starf hjá annarri heilbrigðisstofnun en með mun lægri laun en í fyrra starfi. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt Stykkishólmsbæ til að greiða fyrrverandi starfsmanni bæjarins 3,8 milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Þar af voru þrjár milljónir vegna fjártjóns en 800 þúsund í miskabætur. Í dómi Hæstaréttar segir að framganga Stykkishólmsbæjar við uppsögnina hafi verið meiðandi í garð starfsmannsins og talinn hafa falið í sér ólögmæta meingerð gegn honum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður dæmt Stykkishólmsbæ til að greiða starfsmanninum fyrrverandi 5,8 milljónir, og lækkaði því Hæstiréttur upphæðina um tvær milljónir. Dómur féll í Hæstarétti þann 9. desember. Starfsmaðurinn var forstöðumaður á dvalarheimili fyrir aldraða í Stykkishólmi. Hann veiktist alvarlega og var óvinnufær vegna veikinda þegar honum var sagt upp, í nóvember 2008. Að því er kemur fram í héraðsdómi var starfsmaðurinn kallaður á fund hjá stofnuninni þar sem honum var sagt upp. „Á fundinum voru ræddar ávirðingar í garð stefnanda, en þær lutu einkum að því að framkomu hennar gagnvart starfsfólki og vistmönnum dvalarheimilisins væri ábótavant, auk þess sem hún mætti illa og sinnti störfum slælega. Einnig var rætt við hana um ætlað lyfjamisferli og að hún hefði mætti til vinnu undir áhrifum áfengis. Tilefnið var fundur sem bæjarstjóri hafði átt með hópi starfsmanna 22. sama mánaðar þar sem kvartað var undan störfum stefnanda. Þá hafði skömmu áður vaknað grunur um lyfjamisferli og hafði landlæknisembættinu verið gert viðvart um það mál. Stefndi hefur kannast við að stefnanda hafi að svo komnu verið meinað að fara á dvalarheimilið nema í fylgd með bæjarstjóra í því skyni að sækja sína persónulega muni," segir í héraðsdómi. Héraðsdómari og dómarar Hæstaréttar taka fram að starfsmaðurinn fékk ekki tækifæri til að verja sig, en engin staðfesting lá fyrir vegna þeirra ásakana sem á hann voru bornar. Við ákvörðun bóta kemur í dómi héraðsdómi fram að starfsmaðurinn hafi verið atvinnulaus frá uppsögninni og ætla megi að hann eigi erfitt með að fá vinnu við hæfi í heimabyggð, þar sem reynsla og þekking komi að notum. Þegar dómur Hæstaréttar féll hafði starfsmaðurinn fengið starf hjá annarri heilbrigðisstofnun en með mun lægri laun en í fyrra starfi.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Sjá meira