Stykkishólmsbær dæmdur fyrir ólögmæta uppsögn 15. desember 2010 11:34 Starfsmaðurinn vann á dvalarheimili aldraðra Mynd úr safni / GVA Hæstiréttur hefur dæmt Stykkishólmsbæ til að greiða fyrrverandi starfsmanni bæjarins 3,8 milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Þar af voru þrjár milljónir vegna fjártjóns en 800 þúsund í miskabætur. Í dómi Hæstaréttar segir að framganga Stykkishólmsbæjar við uppsögnina hafi verið meiðandi í garð starfsmannsins og talinn hafa falið í sér ólögmæta meingerð gegn honum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður dæmt Stykkishólmsbæ til að greiða starfsmanninum fyrrverandi 5,8 milljónir, og lækkaði því Hæstiréttur upphæðina um tvær milljónir. Dómur féll í Hæstarétti þann 9. desember. Starfsmaðurinn var forstöðumaður á dvalarheimili fyrir aldraða í Stykkishólmi. Hann veiktist alvarlega og var óvinnufær vegna veikinda þegar honum var sagt upp, í nóvember 2008. Að því er kemur fram í héraðsdómi var starfsmaðurinn kallaður á fund hjá stofnuninni þar sem honum var sagt upp. „Á fundinum voru ræddar ávirðingar í garð stefnanda, en þær lutu einkum að því að framkomu hennar gagnvart starfsfólki og vistmönnum dvalarheimilisins væri ábótavant, auk þess sem hún mætti illa og sinnti störfum slælega. Einnig var rætt við hana um ætlað lyfjamisferli og að hún hefði mætti til vinnu undir áhrifum áfengis. Tilefnið var fundur sem bæjarstjóri hafði átt með hópi starfsmanna 22. sama mánaðar þar sem kvartað var undan störfum stefnanda. Þá hafði skömmu áður vaknað grunur um lyfjamisferli og hafði landlæknisembættinu verið gert viðvart um það mál. Stefndi hefur kannast við að stefnanda hafi að svo komnu verið meinað að fara á dvalarheimilið nema í fylgd með bæjarstjóra í því skyni að sækja sína persónulega muni," segir í héraðsdómi. Héraðsdómari og dómarar Hæstaréttar taka fram að starfsmaðurinn fékk ekki tækifæri til að verja sig, en engin staðfesting lá fyrir vegna þeirra ásakana sem á hann voru bornar. Við ákvörðun bóta kemur í dómi héraðsdómi fram að starfsmaðurinn hafi verið atvinnulaus frá uppsögninni og ætla megi að hann eigi erfitt með að fá vinnu við hæfi í heimabyggð, þar sem reynsla og þekking komi að notum. Þegar dómur Hæstaréttar féll hafði starfsmaðurinn fengið starf hjá annarri heilbrigðisstofnun en með mun lægri laun en í fyrra starfi. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt Stykkishólmsbæ til að greiða fyrrverandi starfsmanni bæjarins 3,8 milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Þar af voru þrjár milljónir vegna fjártjóns en 800 þúsund í miskabætur. Í dómi Hæstaréttar segir að framganga Stykkishólmsbæjar við uppsögnina hafi verið meiðandi í garð starfsmannsins og talinn hafa falið í sér ólögmæta meingerð gegn honum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður dæmt Stykkishólmsbæ til að greiða starfsmanninum fyrrverandi 5,8 milljónir, og lækkaði því Hæstiréttur upphæðina um tvær milljónir. Dómur féll í Hæstarétti þann 9. desember. Starfsmaðurinn var forstöðumaður á dvalarheimili fyrir aldraða í Stykkishólmi. Hann veiktist alvarlega og var óvinnufær vegna veikinda þegar honum var sagt upp, í nóvember 2008. Að því er kemur fram í héraðsdómi var starfsmaðurinn kallaður á fund hjá stofnuninni þar sem honum var sagt upp. „Á fundinum voru ræddar ávirðingar í garð stefnanda, en þær lutu einkum að því að framkomu hennar gagnvart starfsfólki og vistmönnum dvalarheimilisins væri ábótavant, auk þess sem hún mætti illa og sinnti störfum slælega. Einnig var rætt við hana um ætlað lyfjamisferli og að hún hefði mætti til vinnu undir áhrifum áfengis. Tilefnið var fundur sem bæjarstjóri hafði átt með hópi starfsmanna 22. sama mánaðar þar sem kvartað var undan störfum stefnanda. Þá hafði skömmu áður vaknað grunur um lyfjamisferli og hafði landlæknisembættinu verið gert viðvart um það mál. Stefndi hefur kannast við að stefnanda hafi að svo komnu verið meinað að fara á dvalarheimilið nema í fylgd með bæjarstjóra í því skyni að sækja sína persónulega muni," segir í héraðsdómi. Héraðsdómari og dómarar Hæstaréttar taka fram að starfsmaðurinn fékk ekki tækifæri til að verja sig, en engin staðfesting lá fyrir vegna þeirra ásakana sem á hann voru bornar. Við ákvörðun bóta kemur í dómi héraðsdómi fram að starfsmaðurinn hafi verið atvinnulaus frá uppsögninni og ætla megi að hann eigi erfitt með að fá vinnu við hæfi í heimabyggð, þar sem reynsla og þekking komi að notum. Þegar dómur Hæstaréttar féll hafði starfsmaðurinn fengið starf hjá annarri heilbrigðisstofnun en með mun lægri laun en í fyrra starfi.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira