Málefni fatlaðra – ábyrgð á þjónustu til sveitarfélaga Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir skrifar 15. desember 2010 03:00 Fyrir alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á lögum um málefni fatlaðra. Lagaramminn kveður á um að ábyrgð á málaflokknum færist yfir til sveitarfélaga 1.janúar n.k. Unnið hefur verið að þessari stefnumótun allt frá ársbyrjun 2007 og var lokaskref þess undirbúnings, stigið þann 23.nóvember sl. með undirritun heildarsamkomulags ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu ábyrgðar á þjónustunni. Meginmarkmið yfirfærslunnar er að eitt stjórnsýslustig beri ábyrgð á almennri og sértækri félagsþjónustu við fatlaða í heimabyggð og fella hana eins og framast er unnt að starfsemi annarra þjónustuaðila; færa þjónustuna nær notendum og auðvelda þannig aðgang að henni, í öðrum orðum samþætta þjónustu innan laga um málefni fatlaðra m.a. félags- skóla og frístundaþjónustu sveitarfélaga. Meginforsenda þess að hægt sé að ástunda þessa hugmyndafræði er að þjónusta við fatlaða sé á ábyrgð sveitarfélaga. Eðlilega setja notendur þjónustu, aðstandendur, hagsmunasamtök, starfsmenn, sveitarstjórnarfólk, alþingismenn og þeir sem láta sig þessa sértæku og mikilvægu þjónustu varða, spurningar fram og velta fyrir sér hvort verið sé að gera rétt og hvað breytingarnar hafa í för með sér. Allar spurningar og vangaveltur eru til góðs, en ekki má láta efasemdir sem eðlilegar eru þegar verið er að taka svo stórar stjórnvaldsákvarðanir sem þessar, birtast í formi neikvæðrar umræðu. Umræðan á að beinast að hverju hefur verið stefnt, og þeirri reynslu sem áunnist hefur hjá sveitarfélögum til margra ára. Þetta segi ég vegna þess að hér á landi hefur byggst upp áralöng reynsla og þekking á að hafa ábyrgð á málefnum fatlaðra hjá sveitarfélögum og sporin hræða ekki. Akureyrarbær, Norðurþing, Sveitarfélagið Hornafjörður , Vestmannaeyjabær, og sveitarfélögin á Norðurlandi vestra, hafa síðustu 11- 15 ár verið með ábyrgð á málefnum fatlaðra með þjónustusamningum við ríkið og unnið út frá hugmyndafræði um heildstæða og samþætta nærþjónustu í heimabyggð. Leiðarljós við uppbyggingu þjónustu við börn og fullorðna innan þessara sveitarfélaga hefur verið að koma á sveigjanlegu og skilvirku skipulagi og persónulegri þjónustu innan félags- skóla- og frístundaþjónustu. Almennt má segja að reynslan hafi verið góð og ekki hefur verið rætt um að fara til fyrra horfs og setja á stofn Svæðisskrifstofur sem lagðar voru niður þegar sveitarfélögin tóku við þjónustunni. Sveitarfélög eru að nálgast þetta nýja verkefni af metnaði og er undirbúningur á fullu en ljóst er að 1.janúar verður ekki lokaskrefið stigið, heldur fyrsti dagur í langri vegferð til breytinga sem án efa mun hafa góð og skilvirk áhrif á alla nærþjónustu sveitarfélaga til langs tíma litið. Í hnotskurn getum við sagt að nú eigi sér stað þjónustubylting á íslandi. Ég fagna samkomulagi um flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaga og hvet Alþingi til að veita málinu skjóta og jákvæða afgreiðslu. Markmið frumvarpsins eru skýr og tel ég hér vera gæfuspor fyrir notendur og veitendur þjónustunnar og mikilvæg tímamót í þjónustuumhverfi sveitarfélaga þar sem markmiðið er að þjónustan sé skilvirk og á ábyrgð fárra aðila, sérfræðiþekking fjölþætt og áhersla lögð á þverfagleg vinnubrögð. Í því efnahagaumhverfi sem við íslendingar búum við um þessar mundir er kallað til þess að fundnar verði leiðir til að nýta fjármagn enn betur og ná fram hagræðingu með samvinnu til að viðhalda núverandi þjónustustigi. Án efa munu sveitarfélög horfa til þess við undirbúning yfirfærslu málefna fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Fyrir alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á lögum um málefni fatlaðra. Lagaramminn kveður á um að ábyrgð á málaflokknum færist yfir til sveitarfélaga 1.janúar n.k. Unnið hefur verið að þessari stefnumótun allt frá ársbyrjun 2007 og var lokaskref þess undirbúnings, stigið þann 23.nóvember sl. með undirritun heildarsamkomulags ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu ábyrgðar á þjónustunni. Meginmarkmið yfirfærslunnar er að eitt stjórnsýslustig beri ábyrgð á almennri og sértækri félagsþjónustu við fatlaða í heimabyggð og fella hana eins og framast er unnt að starfsemi annarra þjónustuaðila; færa þjónustuna nær notendum og auðvelda þannig aðgang að henni, í öðrum orðum samþætta þjónustu innan laga um málefni fatlaðra m.a. félags- skóla og frístundaþjónustu sveitarfélaga. Meginforsenda þess að hægt sé að ástunda þessa hugmyndafræði er að þjónusta við fatlaða sé á ábyrgð sveitarfélaga. Eðlilega setja notendur þjónustu, aðstandendur, hagsmunasamtök, starfsmenn, sveitarstjórnarfólk, alþingismenn og þeir sem láta sig þessa sértæku og mikilvægu þjónustu varða, spurningar fram og velta fyrir sér hvort verið sé að gera rétt og hvað breytingarnar hafa í för með sér. Allar spurningar og vangaveltur eru til góðs, en ekki má láta efasemdir sem eðlilegar eru þegar verið er að taka svo stórar stjórnvaldsákvarðanir sem þessar, birtast í formi neikvæðrar umræðu. Umræðan á að beinast að hverju hefur verið stefnt, og þeirri reynslu sem áunnist hefur hjá sveitarfélögum til margra ára. Þetta segi ég vegna þess að hér á landi hefur byggst upp áralöng reynsla og þekking á að hafa ábyrgð á málefnum fatlaðra hjá sveitarfélögum og sporin hræða ekki. Akureyrarbær, Norðurþing, Sveitarfélagið Hornafjörður , Vestmannaeyjabær, og sveitarfélögin á Norðurlandi vestra, hafa síðustu 11- 15 ár verið með ábyrgð á málefnum fatlaðra með þjónustusamningum við ríkið og unnið út frá hugmyndafræði um heildstæða og samþætta nærþjónustu í heimabyggð. Leiðarljós við uppbyggingu þjónustu við börn og fullorðna innan þessara sveitarfélaga hefur verið að koma á sveigjanlegu og skilvirku skipulagi og persónulegri þjónustu innan félags- skóla- og frístundaþjónustu. Almennt má segja að reynslan hafi verið góð og ekki hefur verið rætt um að fara til fyrra horfs og setja á stofn Svæðisskrifstofur sem lagðar voru niður þegar sveitarfélögin tóku við þjónustunni. Sveitarfélög eru að nálgast þetta nýja verkefni af metnaði og er undirbúningur á fullu en ljóst er að 1.janúar verður ekki lokaskrefið stigið, heldur fyrsti dagur í langri vegferð til breytinga sem án efa mun hafa góð og skilvirk áhrif á alla nærþjónustu sveitarfélaga til langs tíma litið. Í hnotskurn getum við sagt að nú eigi sér stað þjónustubylting á íslandi. Ég fagna samkomulagi um flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaga og hvet Alþingi til að veita málinu skjóta og jákvæða afgreiðslu. Markmið frumvarpsins eru skýr og tel ég hér vera gæfuspor fyrir notendur og veitendur þjónustunnar og mikilvæg tímamót í þjónustuumhverfi sveitarfélaga þar sem markmiðið er að þjónustan sé skilvirk og á ábyrgð fárra aðila, sérfræðiþekking fjölþætt og áhersla lögð á þverfagleg vinnubrögð. Í því efnahagaumhverfi sem við íslendingar búum við um þessar mundir er kallað til þess að fundnar verði leiðir til að nýta fjármagn enn betur og ná fram hagræðingu með samvinnu til að viðhalda núverandi þjónustustigi. Án efa munu sveitarfélög horfa til þess við undirbúning yfirfærslu málefna fatlaðra.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar