Brenndist illa af ljósboga - dvelur enn á spítala Valur Grettisson skrifar 15. desember 2010 11:22 Spennustöð. Mynd úr safni. Starfsmaður Orkuveitunnar, sem brenndist við störf um klukkan sex á þriðjudagsmorgninum, dvelur enn á spítala vegna meiðsla sinna. Maðurinn vann að viðgerðum á spennustöð í Grafarvoginum. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur, brenndist maðurinn þegar ljósbogi myndaðist í spennustöð vegna skammhlaups. Vísir greindi frá því að hann hefði fengið rafstraum í hendina en svo var ekki. Ljósboginn er stórhættulegt fyrirbæri og mikill hiti fylgir því. Samstarfsmaður mannsins kallaði þegar á sjúkrabíl og var hinn slasaði fluttur á sjúkrahús. Aðrir líkamshlutar en höndin virðast hafa sloppið og að sögn samstarfsmanna var hinn slasaði brattur þrátt fyrir meiðslin samkvæmt upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar. Lögregla og vinnueftirlit voru þegar kölluð til og er rannsókn slyssins í þeirra höndum ásamt rafmagnseftirliti Brunamálastofnunar. Jafnframt er farið yfir tildrög og ástæður slyssins af starfsfólki OR í því augnamiði að fyrirbyggja að slys af þessu tagi endurtaki sig. Á þessu stigi eru hvorki vísbendingar um mistök eða bilun í búnaði. Það er óljóst hvenær starfsmaðurinn verður útskrifaður af spítala en hann dvelur þar vegna sýklahættu. Umsjónarmaður Reykjavíkurumdæmis Vinnueftirlitsins, Steinar Harðarson, segir rannsókn rétt hafna og því sé orsökin slyssins ekki fundin. Hann segir slysið hafa komið mjög á óvart enda töldu starfsmennirnir að spennustöðin væri rafmagnslaus. Aðspurður hversu langan tíma svona rannsókn taki, svarar Steinar því til að hún taki um mánuð, þó sé alltaf mögulegt að hún dragist á langinn. Samkvæmt upplýsingum á Vísindavefnum er ljósbogi fyrirbæri sem myndast þegar rafstraumur fer um gas. Við þær aðstæður hitnar gasið mjög, fasabreyting verður og það myndast svokallað rafgas (e: plasma). Rafgasið leiðir rafstraum vel en til að fá fram rafgas við andrúmsloftsþrýsting þarf hátt hitastig eða yfir 7000 °C. Í ljósboga verður varmamyndun vegna rafstraums til þess að viðhalda rafgasi og er algengt hitastig milli 20000 og 30000 °C. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Starfsmaður Orkuveitunnar, sem brenndist við störf um klukkan sex á þriðjudagsmorgninum, dvelur enn á spítala vegna meiðsla sinna. Maðurinn vann að viðgerðum á spennustöð í Grafarvoginum. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur, brenndist maðurinn þegar ljósbogi myndaðist í spennustöð vegna skammhlaups. Vísir greindi frá því að hann hefði fengið rafstraum í hendina en svo var ekki. Ljósboginn er stórhættulegt fyrirbæri og mikill hiti fylgir því. Samstarfsmaður mannsins kallaði þegar á sjúkrabíl og var hinn slasaði fluttur á sjúkrahús. Aðrir líkamshlutar en höndin virðast hafa sloppið og að sögn samstarfsmanna var hinn slasaði brattur þrátt fyrir meiðslin samkvæmt upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar. Lögregla og vinnueftirlit voru þegar kölluð til og er rannsókn slyssins í þeirra höndum ásamt rafmagnseftirliti Brunamálastofnunar. Jafnframt er farið yfir tildrög og ástæður slyssins af starfsfólki OR í því augnamiði að fyrirbyggja að slys af þessu tagi endurtaki sig. Á þessu stigi eru hvorki vísbendingar um mistök eða bilun í búnaði. Það er óljóst hvenær starfsmaðurinn verður útskrifaður af spítala en hann dvelur þar vegna sýklahættu. Umsjónarmaður Reykjavíkurumdæmis Vinnueftirlitsins, Steinar Harðarson, segir rannsókn rétt hafna og því sé orsökin slyssins ekki fundin. Hann segir slysið hafa komið mjög á óvart enda töldu starfsmennirnir að spennustöðin væri rafmagnslaus. Aðspurður hversu langan tíma svona rannsókn taki, svarar Steinar því til að hún taki um mánuð, þó sé alltaf mögulegt að hún dragist á langinn. Samkvæmt upplýsingum á Vísindavefnum er ljósbogi fyrirbæri sem myndast þegar rafstraumur fer um gas. Við þær aðstæður hitnar gasið mjög, fasabreyting verður og það myndast svokallað rafgas (e: plasma). Rafgasið leiðir rafstraum vel en til að fá fram rafgas við andrúmsloftsþrýsting þarf hátt hitastig eða yfir 7000 °C. Í ljósboga verður varmamyndun vegna rafstraums til þess að viðhalda rafgasi og er algengt hitastig milli 20000 og 30000 °C.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira