Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hlusti betur á almenning Forsvarsmenn níu félagasamtaka útivistarfólks skrifar 8. desember 2010 14:00 Í grein í Fréttablaðinu 3. nóvember sakar stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tiltekna útivistarhópa um neikvæðan og villandi málflutning varðandi tillögur að stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þetta er alvarleg ásökun sem snertir marga aðila s.s. jeppafólk, veiðimenn, hestamenn, sleðafólk, fjórhjólafólk, mótorhjólafólk og almenning. Þetta mál snýst í raun um rétt almennings til ferðafrelsis innan Vatnajökulsþjóðgarðs, en þar hafa margir ólíkir útivistarhópar ferðast saman í áratugi. Það var gefið loforð við stofnun Vatnajökulsgarðs um að ekki yrði takmörkuð sú útivist sem þar hafi verið stunduð. Staðreyndin er samt sú að í fyrirliggjandi tillögum að stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs sem liggja hjá umhverfisráðherra, er verið að ganga mun lengra í takmörkunum og höftum á ferðafrelsi og útivist, en almenningur á Íslandi getur sætt sig við. Hverjar eru staðreyndir málsins: 1. Vegslóðar: Stjórn VJÞ segir ósatt að heildarlengd lokaðra vegslóða sé um 50 kílómetrar. Bara lokanir á Vikrafellsleið e (45 kílómetrar) og Vonarskarðsvegi (17 kílómetrar) gera samtals 62 kílómetra og eru þá ótaldar fjölmargar leiðir á Jökulheimasvæðinu. 2. Útivistarþarfir: Stjórn VJÞ segir þjóðgarða ekki geta uppfyllt allar þarfir útivistarfólks. Lokun á vinsælum ferðamannaleiðum án rökstuðnings um verndun tegunda og vistkerfa, verndun víðerna og friðhelgi er ekki ásættanleg. Stjórn VJÞ hefur engin rök fyrir þessum lokunum og telur sig ekki þurfa að setja þær fram. 3. Sambúð útivistarhópa: Stjórn VJÞ gengur út frá því að sambúð mismunandi útivistarhópa sé ekki raunhæfur möguleiki. Margir hafa einmitt bent á að það ætti að vera hlutverk landvarða að tryggja að ekki skapist árekstrar milli þessara hópa og nota m.a. tilkynningaskyldu. Með slíku fyrirkomulagi ættu einmitt að skapast forsendur fyrir samstarfi í stað sundrungar þeirra sem nýta sér þjónustu þjóðgarðsins. 4. Saga og menning: Þjóðgarðar hljóta að eiga að taka tillit til sögu og menningar þjóðar. Að loka Bárðargötu, elstu þjóðleið Íslendinga yfir hálendið fyrir akandi umferð og hestafólki er algjört tillitsleysi við sögu og menningu okkar Íslendinga. 5. Stærð landsvæða: Stjórn VJÞ segir að einungis sé verið að banna skotveiðar á 3,4% af nytjalandi garðsins utan jökla. Austursvæðið í VJÞ skiptir veiðimenn mestu máli, en það ásamt suðursvæði VJÞ eru þau svæði sem eru veiðanleg innan garðsins. Það er verið að loka um 23% af veiðanlegu svæði innan VJÞ með stofnun griðlands innan Snæfellsöræfa. 6. Skotveiðar í þjóðgarði nýlunda: Það er ekki rétt að veiðar í þjóðgörðum sé nýlunda, þær eru stundaðar í þjóðgörðum víða um heim. Skotveiði á ekki að vera sjálfsögð í þjóðgörðum, en veiðimenn hafa hins vegar hvatt til þess að veiðistjórnun sé byggð á traustum grunni og framkvæmd af Veiðistjórnarembættinu, sem hefur heildaryfirsýn yfir ástand stofna á Íslandi. 7. Seinkun á veiðitíma: Stjórn VJÞ leggur til að veiðar á gæs verði ekki heimilaðar frá 20. ágúst heldur frá 1. september, ólíkt því sem er annars staðar á Íslandi. Meginrökin eru þau að veiðimenn eru sagðir skjóta ófleyga fugla sem er ósannað með öllu og flestir veiðimenn skjóta fugla á flugi. Þetta skiptir engu máli fyrir þá sem ekki stunda veiðar á heiðagæs, en á þessum 11 dögum er besti veiðitíminn fyrir heiðagæsina, en hegðun hennar verður óútreiknanleg í september. 8. Stjórnsýslulög:Stjórn VJÞ braut stjórnsýslulög með því að svara ekki með beinum hætti þeim sem gerðu athugasemdir við tillögur að stjórnar- og verndaráætluninni. Stjórnin sendi fjöldapóstinn á alla sem gerðu efnislegar athugasemdir. Eins og sést hér að framan, er það ekki að ástæðulausu sem jeppafólk, veiðimenn, hestamenn, sleðafólk, fjórhjólafólk, mótorhjólafólk og almenningur tekur sig saman og lætur í sér heyra. Það var ekkert tillit tekið til athugasemda þessara aðila í undirbúningsferlinu og þeir ekki taldir svaraverðir efnislega. Að saka þessa aðila um neikvæðan og villandi málflutning er úr lausu lofti gripið og sýnir best hvernig vinnubrögð stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs eru. Landssamband hestamanna - Þorvarður Helgason, stjórnarmaður Landssamband vélsleðamanna - Birkir Sigurðsson, forseti Landssamtökin Ferðafrelsi - Guðmundur G. Kristinsson, formaður Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir - Jakob Þór Guðbjartsson, formaður Ferðaklúbburinn 4x4 - Sveinbjörn Halldórsson, formaður Skotveiðifélag Íslands - Sigmar B. Hauksson, formaður Vélhjólaíþróttaklúbburinn Vík - Hrafnkell Sigtryggsson, formaður Skotreyn - Kristján Sturlaugsson, formaður Jeppavinir - Þorvarður Ingi Þorbjörnsson, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 3. nóvember sakar stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tiltekna útivistarhópa um neikvæðan og villandi málflutning varðandi tillögur að stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þetta er alvarleg ásökun sem snertir marga aðila s.s. jeppafólk, veiðimenn, hestamenn, sleðafólk, fjórhjólafólk, mótorhjólafólk og almenning. Þetta mál snýst í raun um rétt almennings til ferðafrelsis innan Vatnajökulsþjóðgarðs, en þar hafa margir ólíkir útivistarhópar ferðast saman í áratugi. Það var gefið loforð við stofnun Vatnajökulsgarðs um að ekki yrði takmörkuð sú útivist sem þar hafi verið stunduð. Staðreyndin er samt sú að í fyrirliggjandi tillögum að stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs sem liggja hjá umhverfisráðherra, er verið að ganga mun lengra í takmörkunum og höftum á ferðafrelsi og útivist, en almenningur á Íslandi getur sætt sig við. Hverjar eru staðreyndir málsins: 1. Vegslóðar: Stjórn VJÞ segir ósatt að heildarlengd lokaðra vegslóða sé um 50 kílómetrar. Bara lokanir á Vikrafellsleið e (45 kílómetrar) og Vonarskarðsvegi (17 kílómetrar) gera samtals 62 kílómetra og eru þá ótaldar fjölmargar leiðir á Jökulheimasvæðinu. 2. Útivistarþarfir: Stjórn VJÞ segir þjóðgarða ekki geta uppfyllt allar þarfir útivistarfólks. Lokun á vinsælum ferðamannaleiðum án rökstuðnings um verndun tegunda og vistkerfa, verndun víðerna og friðhelgi er ekki ásættanleg. Stjórn VJÞ hefur engin rök fyrir þessum lokunum og telur sig ekki þurfa að setja þær fram. 3. Sambúð útivistarhópa: Stjórn VJÞ gengur út frá því að sambúð mismunandi útivistarhópa sé ekki raunhæfur möguleiki. Margir hafa einmitt bent á að það ætti að vera hlutverk landvarða að tryggja að ekki skapist árekstrar milli þessara hópa og nota m.a. tilkynningaskyldu. Með slíku fyrirkomulagi ættu einmitt að skapast forsendur fyrir samstarfi í stað sundrungar þeirra sem nýta sér þjónustu þjóðgarðsins. 4. Saga og menning: Þjóðgarðar hljóta að eiga að taka tillit til sögu og menningar þjóðar. Að loka Bárðargötu, elstu þjóðleið Íslendinga yfir hálendið fyrir akandi umferð og hestafólki er algjört tillitsleysi við sögu og menningu okkar Íslendinga. 5. Stærð landsvæða: Stjórn VJÞ segir að einungis sé verið að banna skotveiðar á 3,4% af nytjalandi garðsins utan jökla. Austursvæðið í VJÞ skiptir veiðimenn mestu máli, en það ásamt suðursvæði VJÞ eru þau svæði sem eru veiðanleg innan garðsins. Það er verið að loka um 23% af veiðanlegu svæði innan VJÞ með stofnun griðlands innan Snæfellsöræfa. 6. Skotveiðar í þjóðgarði nýlunda: Það er ekki rétt að veiðar í þjóðgörðum sé nýlunda, þær eru stundaðar í þjóðgörðum víða um heim. Skotveiði á ekki að vera sjálfsögð í þjóðgörðum, en veiðimenn hafa hins vegar hvatt til þess að veiðistjórnun sé byggð á traustum grunni og framkvæmd af Veiðistjórnarembættinu, sem hefur heildaryfirsýn yfir ástand stofna á Íslandi. 7. Seinkun á veiðitíma: Stjórn VJÞ leggur til að veiðar á gæs verði ekki heimilaðar frá 20. ágúst heldur frá 1. september, ólíkt því sem er annars staðar á Íslandi. Meginrökin eru þau að veiðimenn eru sagðir skjóta ófleyga fugla sem er ósannað með öllu og flestir veiðimenn skjóta fugla á flugi. Þetta skiptir engu máli fyrir þá sem ekki stunda veiðar á heiðagæs, en á þessum 11 dögum er besti veiðitíminn fyrir heiðagæsina, en hegðun hennar verður óútreiknanleg í september. 8. Stjórnsýslulög:Stjórn VJÞ braut stjórnsýslulög með því að svara ekki með beinum hætti þeim sem gerðu athugasemdir við tillögur að stjórnar- og verndaráætluninni. Stjórnin sendi fjöldapóstinn á alla sem gerðu efnislegar athugasemdir. Eins og sést hér að framan, er það ekki að ástæðulausu sem jeppafólk, veiðimenn, hestamenn, sleðafólk, fjórhjólafólk, mótorhjólafólk og almenningur tekur sig saman og lætur í sér heyra. Það var ekkert tillit tekið til athugasemda þessara aðila í undirbúningsferlinu og þeir ekki taldir svaraverðir efnislega. Að saka þessa aðila um neikvæðan og villandi málflutning er úr lausu lofti gripið og sýnir best hvernig vinnubrögð stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs eru. Landssamband hestamanna - Þorvarður Helgason, stjórnarmaður Landssamband vélsleðamanna - Birkir Sigurðsson, forseti Landssamtökin Ferðafrelsi - Guðmundur G. Kristinsson, formaður Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir - Jakob Þór Guðbjartsson, formaður Ferðaklúbburinn 4x4 - Sveinbjörn Halldórsson, formaður Skotveiðifélag Íslands - Sigmar B. Hauksson, formaður Vélhjólaíþróttaklúbburinn Vík - Hrafnkell Sigtryggsson, formaður Skotreyn - Kristján Sturlaugsson, formaður Jeppavinir - Þorvarður Ingi Þorbjörnsson, formaður
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun