Ylræktarver við jarðgufuvirkjanir gjörbreytir orkunýtingu Sigurður Grétar Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2010 04:45 Í lok september birti Fréttablaðið grein eftir mig undir fyrirsögninni „Notkun á jarðgufu eingöngu til raforkuframleiðslu er hrikaleg rányrkja á auðlind". Ég benti þar á að í tveimur jarðorkuverum er nýtingin til fyrirmyndar, annars vegar á Nesjavöllum og hins vegar á Svartsengi. Á Nesjavöllum er gufuaflið fyrst látið snúa túrbínum sem framleiða rafmagn, síðan er gufan látin hita upp vatn í varmaskiptum. Það vatn nægir til að hita upp öll hús í Kópavogi, Garðabæ. Hafnarfirði og Álftanesi. En þá er nýting orkunnar komin upp í 85%. Þá sagði ég að tæplega væri hægt að komast lengra í nýtingu. En þar skjátlaðist mér því jarðgufuvirkjunin á Svartsengi á líklega heimsmet í nýtingu jarðgufu. Þar er framleidd raforka með túrbínum, þar á eftir hitað upp vatn í varmaskiptum sem hitar upp öll hús á Suðurnesjum. En þar með er ekki öll sagan sögð. Eftir að gufan hefur farið í gegnum varmaskiptana þéttist hún og verður að vatni sem hefur samt enn í sér mikinn varma. Þetta vatn myndar Bláa lónið, þá víðfrægu bað- og heilsulind. Og ekki nóg með það; úr vatninu eru unnin margs konar heilsuefni sem m.a. vinna gegn psoriasis og fleiri húðkvillum. Ég benti á það í minni fyrri grein að í Kröfluvirkjun væri hrikaleg sóun á auðlind, þar er aðeins framleitt rafmagn og gufunni síðan kastað með ærinni fyrirhöfn. Ég benti á það hvort ekki væri hægt að reisa geysiafkastamikið ylræktarver við Kröflu, þar væri næg hitaorka og reyndar hafði ég bent á þetta í mínum gömlu pistlum „Lagnafréttum" í Morgunblaðinu forðum. En þetta vakti enga athygli þar til Björk Guðmundsdóttir, okkar ágæti listaambassadör, kom í Návígi Þórhalls Gunnarssonar og ræddi um orkumálin af mikilli þekkingu. Og hún benti á hvort ekki væri rétt að breyta um notkun á járngrindahúsunum við Helguvík og setja þar upp ylræktarver í stað álbræðslu. Og þar með flaug hugmyndin um ylræktarver til allra fjölmiðla og hefur verið talsvert í umræðu síðan. En eins og við Kröfluvirkjun er hagkvæmast að ylræktarver væri nánast sambyggt orkuverinu. Og hvers vegna? Þá er hægt að spara allan kostnað við varmaskipta, þá þarf ekki að færa orkugjafann úr gufu yfir í vatn, þarna sparast mikill stofnkostnaður. Það er einfaldlega hægt að hita upp ylræktarverið með gufukerfum, slík kerfi voru algeng á upphafstímum miðstöðvarhitunar á Englandi fyrir rúmri öld og gufukerfi hafa verið til margvíslegra nota hérlendis áður fyrr í fiskvinnsluverum og síldarbræðslum. Meira að segja Thor Jensen setti upp gufuketil þegar hann reisti sitt stóra bú að Korpúlfsstöðum, þar var gufan notuð til þvotta og dauðhreinsunar á mjólkurílátum. En þá var gufan ekki ókeypis, til að hún myndaðist þurfti að brenna kolum og síðar olíu. En möguleikarnir eru til bæði á Suðurnesjum og við Kröflu. Satt best að segja finnst mér undarlegt að þetta hafi ekki vakið nokkurn áhuga þeirra sem telja sig mesta náttúruverndarmenn, þeir hafa yfirleitt ekki sparað að láta heyra í sér en um þetta hafa þeir þagað þunnu hljóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í lok september birti Fréttablaðið grein eftir mig undir fyrirsögninni „Notkun á jarðgufu eingöngu til raforkuframleiðslu er hrikaleg rányrkja á auðlind". Ég benti þar á að í tveimur jarðorkuverum er nýtingin til fyrirmyndar, annars vegar á Nesjavöllum og hins vegar á Svartsengi. Á Nesjavöllum er gufuaflið fyrst látið snúa túrbínum sem framleiða rafmagn, síðan er gufan látin hita upp vatn í varmaskiptum. Það vatn nægir til að hita upp öll hús í Kópavogi, Garðabæ. Hafnarfirði og Álftanesi. En þá er nýting orkunnar komin upp í 85%. Þá sagði ég að tæplega væri hægt að komast lengra í nýtingu. En þar skjátlaðist mér því jarðgufuvirkjunin á Svartsengi á líklega heimsmet í nýtingu jarðgufu. Þar er framleidd raforka með túrbínum, þar á eftir hitað upp vatn í varmaskiptum sem hitar upp öll hús á Suðurnesjum. En þar með er ekki öll sagan sögð. Eftir að gufan hefur farið í gegnum varmaskiptana þéttist hún og verður að vatni sem hefur samt enn í sér mikinn varma. Þetta vatn myndar Bláa lónið, þá víðfrægu bað- og heilsulind. Og ekki nóg með það; úr vatninu eru unnin margs konar heilsuefni sem m.a. vinna gegn psoriasis og fleiri húðkvillum. Ég benti á það í minni fyrri grein að í Kröfluvirkjun væri hrikaleg sóun á auðlind, þar er aðeins framleitt rafmagn og gufunni síðan kastað með ærinni fyrirhöfn. Ég benti á það hvort ekki væri hægt að reisa geysiafkastamikið ylræktarver við Kröflu, þar væri næg hitaorka og reyndar hafði ég bent á þetta í mínum gömlu pistlum „Lagnafréttum" í Morgunblaðinu forðum. En þetta vakti enga athygli þar til Björk Guðmundsdóttir, okkar ágæti listaambassadör, kom í Návígi Þórhalls Gunnarssonar og ræddi um orkumálin af mikilli þekkingu. Og hún benti á hvort ekki væri rétt að breyta um notkun á járngrindahúsunum við Helguvík og setja þar upp ylræktarver í stað álbræðslu. Og þar með flaug hugmyndin um ylræktarver til allra fjölmiðla og hefur verið talsvert í umræðu síðan. En eins og við Kröfluvirkjun er hagkvæmast að ylræktarver væri nánast sambyggt orkuverinu. Og hvers vegna? Þá er hægt að spara allan kostnað við varmaskipta, þá þarf ekki að færa orkugjafann úr gufu yfir í vatn, þarna sparast mikill stofnkostnaður. Það er einfaldlega hægt að hita upp ylræktarverið með gufukerfum, slík kerfi voru algeng á upphafstímum miðstöðvarhitunar á Englandi fyrir rúmri öld og gufukerfi hafa verið til margvíslegra nota hérlendis áður fyrr í fiskvinnsluverum og síldarbræðslum. Meira að segja Thor Jensen setti upp gufuketil þegar hann reisti sitt stóra bú að Korpúlfsstöðum, þar var gufan notuð til þvotta og dauðhreinsunar á mjólkurílátum. En þá var gufan ekki ókeypis, til að hún myndaðist þurfti að brenna kolum og síðar olíu. En möguleikarnir eru til bæði á Suðurnesjum og við Kröflu. Satt best að segja finnst mér undarlegt að þetta hafi ekki vakið nokkurn áhuga þeirra sem telja sig mesta náttúruverndarmenn, þeir hafa yfirleitt ekki sparað að láta heyra í sér en um þetta hafa þeir þagað þunnu hljóði.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar