"Lauslát skellibjalla" María Gyða Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2010 04:00 Hrekkjavaka er haldin hátíðleg víða um heim ár hvert. Hefðin er sú að fólk gangi í hús og bjóði fólki „grikk eða gott" („trick-or-treating"), klæði sig í búninga og sæki búningapartí. Hátíðin er mjög vinsæl, þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Íslendingar hafa hingað til ekki haldið hrekkjavökuhátíðinni á lofti en þó hefur færst í vöxt að hér séu haldin grímuböll eða búningapartí á Hrekkjavöku. Þetta ár var engin undantekning, til að mynda var hrekkjavökupartí haldið á NASA, bæði fyrir 14 ára og eldri og 20 ára og eldri. Margir héldu partí í heimahúsum og einnig voru partí eða böll sem tengdust hátíðinni í einhverjum af grunn- og framhaldsskólum landsins. Oft myndast mikil stemmning þegar kemur að því að finna flottasta búninginn. Í 29. tölublaði Monitors, fylgiblaði Morgunblaðsins, ákváðu blaðamenn þess að aðstoða fólk við búningaval fyrir atburði sem tengdust hátíðinni. Nefnt var að metnaðarleysi í búningavali væri ekki málið þetta árið en fyrirsögn greinarinnar var „Feitir ferðamenn og lauslátir vaxlitir". Henni fylgdu myndir af margvíslegum búningum sem blaðamenn höfðu safnað saman, og þá helst fyrir ungar konur. Þarna gat fólk fengið hugmyndir að frumlegum búningum. Þó að greinin hafi átt að vera á léttu nótunum má setja spurningamerki við þau skilaboð sem þar eru send. Textar með myndum, sem greininni fylgdu, voru á borð við „vertu sakleysið uppmálað sem lauslátt twister spil", „enginn abbast upp á lauslátan sjóræningja", „með nesti í körfu er lausláta rauðhetta vinsælasta stúlkan" og þetta átti ekki aðeins við um stúlkurnar því ekki má gleyma „dónalega tvíbura aladdín". Eru þetta skilaboðin til okkar, ungu kynslóðarinnar, að við getum helst ekki klætt okkur upp í búning nema vera lauslát, dónaleg eða senda á einhvern hátt kynferðisleg skilaboð? Að vera lauslátur hefur hingað til ekki haft góða merkingu í hugum ungmenna en hér er verið að senda þau skilaboð, að lauslæti, sem í íslenskum orðabókum er skilgreint sem að vera fjöllyndur í ástarmálum, sé orðið fullkomlega eðlilegt og jafnvel eftirsóknarvert. Ungar stúlkur og drengir líta upp til þeirra sem eldri eru. Það væri sorgleg þróun ef eftir nokkur ár, kippti enginn sér upp við það að heyra ungar stúlkur tilkynna að þær hafi klætt sig upp sem „lausláta skellibjöllu". Þetta er þó sá raunveruleiki sem blasir við á tímum klámkynslóðarinnar, eins og mín kynslóð er stundum kölluð. Þegar fjölmiðlar geta hreinlega ekki komið með hugmyndir að hrekkjavökubúningum án þess að breyta saklausum teiknimyndapersónum í kynferðislega ögrandi lauslætisdrósir, þá gefur það einfaldlega til kynna að við eigum nafngiftina svo sannarlega skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Hrekkjavaka er haldin hátíðleg víða um heim ár hvert. Hefðin er sú að fólk gangi í hús og bjóði fólki „grikk eða gott" („trick-or-treating"), klæði sig í búninga og sæki búningapartí. Hátíðin er mjög vinsæl, þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Íslendingar hafa hingað til ekki haldið hrekkjavökuhátíðinni á lofti en þó hefur færst í vöxt að hér séu haldin grímuböll eða búningapartí á Hrekkjavöku. Þetta ár var engin undantekning, til að mynda var hrekkjavökupartí haldið á NASA, bæði fyrir 14 ára og eldri og 20 ára og eldri. Margir héldu partí í heimahúsum og einnig voru partí eða böll sem tengdust hátíðinni í einhverjum af grunn- og framhaldsskólum landsins. Oft myndast mikil stemmning þegar kemur að því að finna flottasta búninginn. Í 29. tölublaði Monitors, fylgiblaði Morgunblaðsins, ákváðu blaðamenn þess að aðstoða fólk við búningaval fyrir atburði sem tengdust hátíðinni. Nefnt var að metnaðarleysi í búningavali væri ekki málið þetta árið en fyrirsögn greinarinnar var „Feitir ferðamenn og lauslátir vaxlitir". Henni fylgdu myndir af margvíslegum búningum sem blaðamenn höfðu safnað saman, og þá helst fyrir ungar konur. Þarna gat fólk fengið hugmyndir að frumlegum búningum. Þó að greinin hafi átt að vera á léttu nótunum má setja spurningamerki við þau skilaboð sem þar eru send. Textar með myndum, sem greininni fylgdu, voru á borð við „vertu sakleysið uppmálað sem lauslátt twister spil", „enginn abbast upp á lauslátan sjóræningja", „með nesti í körfu er lausláta rauðhetta vinsælasta stúlkan" og þetta átti ekki aðeins við um stúlkurnar því ekki má gleyma „dónalega tvíbura aladdín". Eru þetta skilaboðin til okkar, ungu kynslóðarinnar, að við getum helst ekki klætt okkur upp í búning nema vera lauslát, dónaleg eða senda á einhvern hátt kynferðisleg skilaboð? Að vera lauslátur hefur hingað til ekki haft góða merkingu í hugum ungmenna en hér er verið að senda þau skilaboð, að lauslæti, sem í íslenskum orðabókum er skilgreint sem að vera fjöllyndur í ástarmálum, sé orðið fullkomlega eðlilegt og jafnvel eftirsóknarvert. Ungar stúlkur og drengir líta upp til þeirra sem eldri eru. Það væri sorgleg þróun ef eftir nokkur ár, kippti enginn sér upp við það að heyra ungar stúlkur tilkynna að þær hafi klætt sig upp sem „lausláta skellibjöllu". Þetta er þó sá raunveruleiki sem blasir við á tímum klámkynslóðarinnar, eins og mín kynslóð er stundum kölluð. Þegar fjölmiðlar geta hreinlega ekki komið með hugmyndir að hrekkjavökubúningum án þess að breyta saklausum teiknimyndapersónum í kynferðislega ögrandi lauslætisdrósir, þá gefur það einfaldlega til kynna að við eigum nafngiftina svo sannarlega skilið.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar