Þátttökulýðræði og menntun Ingibjörg Stefánsdóttir skrifar 30. nóvember 2010 04:30 Í aðdraganda Stjórnlagaþings og reyndar allt frá Hruni hefur mikið verið rætt um lýðræði. Um þátttöku almennings i stjórnmálum og ákvarðanatöku. Það er spennandi umræða og mikilvæg. Hún hefur þó stundum verið dálítið einhliða. Mig langar að velta upp einu atriði sem þessu tengist en það er menntun. Ég hef þá kenningu, sem reyndar er studd óteljandi rannsóknum, að því meiri menntun sem fólk hafi, því meiri líkur séu á því að það taki þátt í lýðræðinu á virkan hátt. Þetta sýna bæði danskar, breskar og bandarískar rannsóknir. Ég hef starfað í fullorðinsfræðslu í nokkur ár, einkum þó að menntun þeirra sem stysta menntun hafa, og þetta kemur mér ekki á óvart. Margir þeirra sem stysta menntun hafa nota ekki eða lítið tölvur, veigra sér við að senda eitthvað frá sér skriflega, lesa lítið sem ekkert og þannig mætti lengi telja. Það þarf hins vegar ekki að þýða að skoðanir þeirra og viðhorf séu eitthvað minna virði en okkar sem erum meira fyrir að tjá okkur skriflega, höfum áhuga á pólitík og notum mikinn tíma til þess að fylgjast með og tjá okkur um pólitík. Það þýðir hins vegar alveg örugglega að það eru minni líkur á því að þetta fólk taki þátt í umræðunni á Skuggaþingi, Betri Reykjavík eða öðrum þeim vefsíðum sem kunna að verða settar upp til að stuðla að þátttöku almennings í ákvörðunum. Það eru líka minni líkur á því að fólk með stutta menntun að baki hafi aflað sér upplýsinga um frambjóðendur til stjórnlagaþings á netinu. Almennt eru minni líkur á því að þessi hópur taki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál. Það þýðir líka að það er minna mark tekið á þeim sem tjá sig, skriflega, á netinu án þess að vera vanir/vanar því að skrifa um sínar hugmyndir. Það er minna mark tekið á þeim sem orða hlutina ekki vel og gera stafsetningar- og málfræðivillur heldur en þeim sem eru vanari að tjá sig skriflega. Því get ég lofað. Það er ekki sanngjarnt en þannig er það. Alveg eins og fyrir 109 árum þegar Pjetur G. Guðmundsson langafi minn stofnaði leshring verkamanna. Leshring sem hafði það verkefni að þjálfa þátttakendur í að tjá sig; munnlega og skriflega. Því eins og Pjetur benti á dæmir fólk formið en ekki innihaldið. Þetta þarf ekki að þýða að við eigum ekki að leggja áherslu á þátttökulýðræði. Nei, það sem þetta þýðir er að ef við viljum auka lýðræði í landinu þurfum við líka að auka menntun. Þetta benti Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra á nýlega á ráðstefnu símenntunarmiðstöðva. Þar sagði hún að lýðræðisrökin væri mikilvæg rök fyrir því að leggja áherslu á fullorðinsfræðslu. Ég er sammála henni um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda Stjórnlagaþings og reyndar allt frá Hruni hefur mikið verið rætt um lýðræði. Um þátttöku almennings i stjórnmálum og ákvarðanatöku. Það er spennandi umræða og mikilvæg. Hún hefur þó stundum verið dálítið einhliða. Mig langar að velta upp einu atriði sem þessu tengist en það er menntun. Ég hef þá kenningu, sem reyndar er studd óteljandi rannsóknum, að því meiri menntun sem fólk hafi, því meiri líkur séu á því að það taki þátt í lýðræðinu á virkan hátt. Þetta sýna bæði danskar, breskar og bandarískar rannsóknir. Ég hef starfað í fullorðinsfræðslu í nokkur ár, einkum þó að menntun þeirra sem stysta menntun hafa, og þetta kemur mér ekki á óvart. Margir þeirra sem stysta menntun hafa nota ekki eða lítið tölvur, veigra sér við að senda eitthvað frá sér skriflega, lesa lítið sem ekkert og þannig mætti lengi telja. Það þarf hins vegar ekki að þýða að skoðanir þeirra og viðhorf séu eitthvað minna virði en okkar sem erum meira fyrir að tjá okkur skriflega, höfum áhuga á pólitík og notum mikinn tíma til þess að fylgjast með og tjá okkur um pólitík. Það þýðir hins vegar alveg örugglega að það eru minni líkur á því að þetta fólk taki þátt í umræðunni á Skuggaþingi, Betri Reykjavík eða öðrum þeim vefsíðum sem kunna að verða settar upp til að stuðla að þátttöku almennings í ákvörðunum. Það eru líka minni líkur á því að fólk með stutta menntun að baki hafi aflað sér upplýsinga um frambjóðendur til stjórnlagaþings á netinu. Almennt eru minni líkur á því að þessi hópur taki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál. Það þýðir líka að það er minna mark tekið á þeim sem tjá sig, skriflega, á netinu án þess að vera vanir/vanar því að skrifa um sínar hugmyndir. Það er minna mark tekið á þeim sem orða hlutina ekki vel og gera stafsetningar- og málfræðivillur heldur en þeim sem eru vanari að tjá sig skriflega. Því get ég lofað. Það er ekki sanngjarnt en þannig er það. Alveg eins og fyrir 109 árum þegar Pjetur G. Guðmundsson langafi minn stofnaði leshring verkamanna. Leshring sem hafði það verkefni að þjálfa þátttakendur í að tjá sig; munnlega og skriflega. Því eins og Pjetur benti á dæmir fólk formið en ekki innihaldið. Þetta þarf ekki að þýða að við eigum ekki að leggja áherslu á þátttökulýðræði. Nei, það sem þetta þýðir er að ef við viljum auka lýðræði í landinu þurfum við líka að auka menntun. Þetta benti Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra á nýlega á ráðstefnu símenntunarmiðstöðva. Þar sagði hún að lýðræðisrökin væri mikilvæg rök fyrir því að leggja áherslu á fullorðinsfræðslu. Ég er sammála henni um það.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun