Erlent

Lögreglan telur sig vera að nálgast morðingjann

Raoul Moat er eftirlýsasti maður Englands um þessar mundir
Raoul Moat er eftirlýsasti maður Englands um þessar mundir Myndir/AFP
Breska lögreglan hefur hert leitina að morðingjanum Raoul Moat. Yfir 100 vopnaðir lögreglumenn leita að Raoul í bænum Rothbury í norðausturhluta Englands. Fylgst er með hverri hreyfingu í bænum, í hraðbönkum, bensínstöðvum og símtölum. Lögreglan telur fyrir víst að Raoul er í nágrenni við bæinn vopnaður einni eða tveimur haglabyssum og sé með nóg af skotum.

Í dag var framið rán í búð í bænum þar sem eina sem var tekið var matur. Lögreglan telur að Raoul hafi brotist þar inn. Þá fann lögreglan tjald sem talið er að Raoul hafi dvalið í, þar var handskrifað bréf til fyrrum unnustu hans sem talið er að hann hafi skrifað. Vísbendingar eru um að hann hafi notið aðstoðar við að forðast lögregluna. Einnig eru taldar líkur á því að hann hafi sloppið úr neti lögreglunnar og sé víðs fjarri leitarsvæðinu.

Lögreglan leitar alls staðar í bænum.
Raoul segir að hann sé morðingi sem vilji drepa eins margar löggur og hann getur. Hann segir að almenningur þurfi ekki að óttast hann. Þó eru íbúar bæjarins Rothbury hræddir og skelkaðir vegna leitarinnar. Móðir ungs pilts sagði við Sky fréttastofuna ekki treysta því að senda son sinn í skólann. Hún vilji frekar að hann sé heima.

Fyrrum félagi Raoul hefur aðstoðað lögregluna í leitinni af honum.

Lögreglan hefur heitið verðlaunum upp á 10 þúsund pund, eða tæplega tveggja milljóna króna, fyrir upplýsingar sem gætu leitt til handtöku Raoul.






Tengdar fréttir

Myrti mann fáeinum klukkustundum eftir að hafa öðlast frelsi

Víðtæk leit fer nú fram í norðausturhluta Bretlands af karlmanni sem talinn er hafa myrt mann og sært konu lífshættulega í bænum Gateshead í nótt. Maðurinn heitir Raoul Thomas Moat sat í fangelsi allt þar til í gær þegar hann öðlaðist frelsi. Hann er fyrrverandi kærasti konunnar.

Skaut lögregluþjón á flóttanum

Maðurinn sem myrti mann fáeinum klukkistundum eftir að eftir að hafa öðlast frelsi fyrir helgi er talinn hafa skotið lögreglumann í Newcastle í morgun.

Hringurinn þrengist um Moat

Lundúnalögreglan hefur sent fjörutíu vopnaða lögreglumenn til Norður-Umbríu til þess að hjálpa til við leit að morðingjanum sem þar leikur lausum hala. Fé hefur verið lagt til höfuðs honum.

Morðingja enn leitað á Englandi

Vopnaðir lögreglumenn í Bretlandi leita enn að manni sem um helgina skaut fyrrverandi kærustu sína, myrti ástmann hennar og skaut lögregluþjón í höfuðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×